Það var boðið upp á markaveislu á Emirates leikvangnum í Lundúnum þegar Arsenal fékk Leeds United í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Pierre-Emerick Aubameyang sneri aftur í byrjunarlið Arsenal í dag og hann kom svo sannarlega inn með látum. Hann opnaði markareikninginn á 13.mínútu og skoraði svo af vítapunktinum á 41.mínútu.
Hector Bellerin kom Arsenal í 3-0 skömmu fyrir leikhlé og mátti ætla að úrslit leiksins væru ráðin.
Arsenal mætti ákveðið til leiks í síðari hálfleik og Aubameyang var fljótur að fullkomna þrennu sína en hann kom heimamönnum í 4-0 á 47.mínútu.
Lærisveinar Marcelo Bielsa hentu þó ekki inn hvíta handklæðinu og voru búnir að minnka muninn í 4-2 þegar rúmur stundarfjórðungur lifði leiks en nær komust þeir ekki.
Lokatölur 4-2 fyrir Arsenal.