Myndband sýnir fyrirhugaða uppbyggingu í miðbæ Akureyrar Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 15:01 Svona munu húsin á svokölluðum Drottningarbrautarreit líta út, samkvæmt tillögu Luxor. Luxor/THG arkitektar Tillögur að uppbyggingu á lóðum við Austurbrú og Hafnarstræti í miðbæ Akureyrar liggja nú fyrir en þær voru til umfjöllunar í skipulagsráði bæjarins í gær. Þar var samþykkt að heimila forsvarsmönnum fjárfestingafélagsins Luxor ehf. að hefja vinnu við breytingar á deiliskipulagi í samráði við Akureyrarbæ. Myndband sem sýnir fyrirhugaða uppbyggingu var jafnframt birt í gær sem nálgast má neðar í fréttinni. Tillögurnar ganga í meginatriðum út á blandaða byggð með íbúðum af mismunandi stærðum og gerðum og verslunar- eða veitingastarfsemi. Gert er ráð fyrir að nýbyggingar myndi tvo kjarna í kringum opin sameiginleg garðsvæði með gönguleiðum, torgum og leiksvæðum, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar. Tillagan gerir ráð fyrir að núverandi byggingarréttur norðan við Hafnarstræti 82 verði færður á suðurhlið sama húss, en með því móti myndast torg sem tengir Hafnarstræti inn í nýju byggðina. Lagt er upp með að gegnumakstur milli nýbygginga að Hafnarstræti og Austurbrú verði aflagður en í stað þess verði hugsanlega kvöð um gönguleið í gegnum hverfið ásamt niðurkeyrslu í bílageymslur. „Markmið þróunaraðila er að reiturinn verði til þess að styrkja stöðu miðbæjarins sem þungamiðju menningar, verslunar og þjónustu. Lögð er áhersla á að yfirbragð nýbygginga falli vel að núverandi byggð og bæjarmynd,“ segir í tilkynningu. Hér fyrir neðan má sjá myndband af tillögu Luxor, sem teiknuð er af THG arkitektum, um uppbyggingu á lóðunum, sem kallaðar hafa verið Drottningarreitur. Myndbandið er birt á YouTube-síðu Skapta Hallgrímssonar, ritstjóra Akureyri.net. Skipulag Akureyri Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Tillögurnar ganga í meginatriðum út á blandaða byggð með íbúðum af mismunandi stærðum og gerðum og verslunar- eða veitingastarfsemi. Gert er ráð fyrir að nýbyggingar myndi tvo kjarna í kringum opin sameiginleg garðsvæði með gönguleiðum, torgum og leiksvæðum, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar. Tillagan gerir ráð fyrir að núverandi byggingarréttur norðan við Hafnarstræti 82 verði færður á suðurhlið sama húss, en með því móti myndast torg sem tengir Hafnarstræti inn í nýju byggðina. Lagt er upp með að gegnumakstur milli nýbygginga að Hafnarstræti og Austurbrú verði aflagður en í stað þess verði hugsanlega kvöð um gönguleið í gegnum hverfið ásamt niðurkeyrslu í bílageymslur. „Markmið þróunaraðila er að reiturinn verði til þess að styrkja stöðu miðbæjarins sem þungamiðju menningar, verslunar og þjónustu. Lögð er áhersla á að yfirbragð nýbygginga falli vel að núverandi byggð og bæjarmynd,“ segir í tilkynningu. Hér fyrir neðan má sjá myndband af tillögu Luxor, sem teiknuð er af THG arkitektum, um uppbyggingu á lóðunum, sem kallaðar hafa verið Drottningarreitur. Myndbandið er birt á YouTube-síðu Skapta Hallgrímssonar, ritstjóra Akureyri.net.
Skipulag Akureyri Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira