Breytingin hefur ekki áhrif á þær sóttvarnaráðstafanir sem nú eru í gildi. Aflétting neyðarstigs hefur því ekki í för með sér breytingar gagnvart almenningi.
Í tilkynningu segir að ferli sem hófst vegna neyðarstigs sé því lokið en sóttvarnalæknir og stýrihópur um verkefni sem snýr að faraldrinum fylgist eftir sem áður með þróun faraldursins og taki ákvarðanir miðað við framvindu hans.
Frá því að neyðarstigi var fyrst lýst yfir 6. mars 2020 hafa 6.033 manns smitast af kórónuveirunni verið staðfest, yfir 46.005 farið í sóttkví og 488.851 sýni verið tekin innanlands og á landamærum. Tuttugu og níu hafa látist vegna Covid-19.
Fáir hafa greinst með veiruna síðustu daga og vikur. Í gær greindust þó fjórir með veiruna, nokkuð fleiri en dagana á undan, en voru allir í sóttkví.