Það fór örugglega um marga þegar Tom Brady tók upp á því að kasta hin virta og verðmæta Vince Lombardi bikar þegar liðsmenn og stuðningsmenn Tampa Bay Buccaneers fögnuðu sigri í Super Bowl með því að sigla saman í miðbæ Tampa Bay.
Leikmenn og starfsmenn Tampa Bay Buccaneers sigldu þá saman niður Hillsborough ánna í Tampa Bay en stuðningsfólkið safnaðist saman á árbökkunum og fagnaði þeim.
Brady throwing Lombardi Trophy:
— Front Office Sports (@FOS) February 10, 2021
NFL execs watching the video: pic.twitter.com/on530F7UyE
Tom Brady mætti á sínum eigin bát með fjölskylduna hjá sér og hann var líka með Vince Lombardi bikarinn með sér.
Brady sá síðan Rob Gronkowski og fleiri leikmenn Buccaneers á öðrum bát og fannst tilvalið að gefa eina gullsendinguna í viðbót.
Innherjinn Rob Gronkowski skoraði tvö snertimörk í Super Bowl leiknum eftir sendingar frá Tom Brady en að þessu sinni fékk hann allt öðruvísi sendingu frá honum.
Brady ákvað að kasta Lombardi bikarnum á milli báta og sem betur fer greip Gronkowski bikarinn. Það hefði verið saga til næsta bæjar Lombardi bikarinn hefði endað á botni árinnar.
Það má sjá þetta atvik bæði hér fyrir ofan og frá öðrum sjónarhornum hér neðan.