Klúður Se og Hør: „Hér er tvöfaldur morðingi í afmæli á Íslandi árið 2017“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. febrúar 2021 12:31 Fréttin á vef Se og Hør í dag þar sem mistökin eru viðurkennd. Skjáskot af vef Se og Hör Slúðurtímaritið Se og Hør gerði alvarleg mistök í umfjöllun sinni um morðið á Freyju Egilsdóttur Mogensen. Blaðið birti mynd af manni, óskýra þó, og fullyrti að um væri að ræða morðingja Freyju. Dóttir mannsins staðfestir við Lokalavisen í Árósum að maðurinn á myndinni sé faðir hennar, alls ekki Flemming Mogensen, barnsfaðir og morðingi Freyju. Lokalavisen segir í umfjöllun sinni að karlmaðurinn sé raunar ekkert líkur morðingjanum. Þá hafi heimildarmenn á Íslandi og fjölskyldumeðlimir mannsins, sem myndin var birt af, staðfest þetta. „Þetta er ekki gott. Þetta er faðir minn,“ segir dóttir mannsins við Lokalavisen. Fjölskyldan, sem er í áfalli vegna morðsins á Freyju, vill ekki tjá sig frekar um málið sem stendur. Dísa María Egilsdóttir, systir Freyju, segir að fjölskyldan muni leita réttar síns með lögfræðingum. Það hefur Vísir sömuleiðis fengið staðfest. Undir frétt Se og Hør, þar sem sjá mátti manninn einan á útipalli með gasgrill í bakgrunni stóð: „Hér er tvöfaldur morðingi í afmæli á Íslandi árið 2017“. Sagðist hafa ferðast með fjölskyldunni til Íslands Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar barst á dögunum tölvupóstur frá karlmanni sem sagðist vera vel kunnugur fjölskyldu Freyju. Hann hefði ferðast með fjölskyldunni til Íslands og ætti myndir sem hann bauð til sölu ásamt viðtali. Lokalavisen segir frá svipuðu tilboði sem hafi borist dönskum miðlum, þeirra á meðal Lokalavisen. Ekki er hægt að fullyrða á þessari stundu hvort um sama mann er að ræða og seldi Se og Hør myndirnar. Fyrirsögn greinar Se og Hør var „Vinur afhjúpar ógnvekjandi smáatriði um samband Freyju og eiginmannsins fyrrverandi“. Þar voru ýmsir hlutir hafðir eftir ónafngreindum vini fjölskyldunnar sem sagðist hafa ferðast oft með fjölskyldunni til Íslands. Fullyrti hann við Se og Hør að Freyja hefði fundið verulega óeðlilega hluti á tölvu morðingjans. Þetta hefur ekki verið staðfest í öðrum miðlum og lögreglan í Danmörku hefur ekki upplýst um einstaka þætti rannsóknarinnar á morðinu. Fjarlægðu greinina af vef blaðsins Ritstjóri Se og Hør í Danmörku segir að maðurinn sem seldi blaðinu ljósmyndina hafi, annaðhvort fyrir mistök eða viljandi, sent nokkrar rangar myndir. Neils Pinborg, aðalritstjóri Se og Hør, segir hrikalegt að hugsa til þess að karlmaður á Íslandi hafi borið kennsli á sig á myndinni en átt hafði verið við myndina þannig að andlitið var óskýrt. Hann hvetur viðkomandi til að hringja í sig til að geta komist til botns í málinu. Fréttin hefur verið fjarlægð af vef Se og Hør en í nýrri grein á vef blaðsins viðurkennir blaðið að hafa gert mistök. Pinborg vill ekki staðfesta að maðurinn sem fullyrti ýmislegt um samband Freyju og Flemmings í blaðinu hafi einnig selt blaðinu myndirnar, sem ranglega var fullyrt að væru af morðingja Freyju. Fréttastofa hafði samband við fjölskyldumeðlimi Freyju sem vildu að svo stöddu ekki ræða málið. Morð í Malling Danmörk Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Lokalavisen segir í umfjöllun sinni að karlmaðurinn sé raunar ekkert líkur morðingjanum. Þá hafi heimildarmenn á Íslandi og fjölskyldumeðlimir mannsins, sem myndin var birt af, staðfest þetta. „Þetta er ekki gott. Þetta er faðir minn,“ segir dóttir mannsins við Lokalavisen. Fjölskyldan, sem er í áfalli vegna morðsins á Freyju, vill ekki tjá sig frekar um málið sem stendur. Dísa María Egilsdóttir, systir Freyju, segir að fjölskyldan muni leita réttar síns með lögfræðingum. Það hefur Vísir sömuleiðis fengið staðfest. Undir frétt Se og Hør, þar sem sjá mátti manninn einan á útipalli með gasgrill í bakgrunni stóð: „Hér er tvöfaldur morðingi í afmæli á Íslandi árið 2017“. Sagðist hafa ferðast með fjölskyldunni til Íslands Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar barst á dögunum tölvupóstur frá karlmanni sem sagðist vera vel kunnugur fjölskyldu Freyju. Hann hefði ferðast með fjölskyldunni til Íslands og ætti myndir sem hann bauð til sölu ásamt viðtali. Lokalavisen segir frá svipuðu tilboði sem hafi borist dönskum miðlum, þeirra á meðal Lokalavisen. Ekki er hægt að fullyrða á þessari stundu hvort um sama mann er að ræða og seldi Se og Hør myndirnar. Fyrirsögn greinar Se og Hør var „Vinur afhjúpar ógnvekjandi smáatriði um samband Freyju og eiginmannsins fyrrverandi“. Þar voru ýmsir hlutir hafðir eftir ónafngreindum vini fjölskyldunnar sem sagðist hafa ferðast oft með fjölskyldunni til Íslands. Fullyrti hann við Se og Hør að Freyja hefði fundið verulega óeðlilega hluti á tölvu morðingjans. Þetta hefur ekki verið staðfest í öðrum miðlum og lögreglan í Danmörku hefur ekki upplýst um einstaka þætti rannsóknarinnar á morðinu. Fjarlægðu greinina af vef blaðsins Ritstjóri Se og Hør í Danmörku segir að maðurinn sem seldi blaðinu ljósmyndina hafi, annaðhvort fyrir mistök eða viljandi, sent nokkrar rangar myndir. Neils Pinborg, aðalritstjóri Se og Hør, segir hrikalegt að hugsa til þess að karlmaður á Íslandi hafi borið kennsli á sig á myndinni en átt hafði verið við myndina þannig að andlitið var óskýrt. Hann hvetur viðkomandi til að hringja í sig til að geta komist til botns í málinu. Fréttin hefur verið fjarlægð af vef Se og Hør en í nýrri grein á vef blaðsins viðurkennir blaðið að hafa gert mistök. Pinborg vill ekki staðfesta að maðurinn sem fullyrti ýmislegt um samband Freyju og Flemmings í blaðinu hafi einnig selt blaðinu myndirnar, sem ranglega var fullyrt að væru af morðingja Freyju. Fréttastofa hafði samband við fjölskyldumeðlimi Freyju sem vildu að svo stöddu ekki ræða málið.
Morð í Malling Danmörk Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira