Björgvin Páll til Vals? „Of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif“ Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2021 09:59 Björgvin Páll Gústavsson er nýkominn heim eftir að hafa verið með landsliðinu á HM í Egyptalandi. Hann mun spila með Haukum fram á sumar en söðla svo um. vísir/Vilhelm Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gæti verið á leið til Vals í sumar eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá Haukum. Málið var rætt í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. „Við höfum heyrt því hvíslað að Hlíðarendafélagið Valur gæti verið hugsanleg endastöð hjá Björgvini,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar. Í yfirlýsingu frá Björgvini í gærkvöld, þegar greint var frá því að hann vildi nýta sér uppsagnarákvæði og yfirgefa Hauka í sumar, sagðist hann vilja meiri tíma með fjölskyldu sinni. „Valsmenn bara standa best. Þarna kemur fram að hann vill komast í fullt starf í handboltanum. Það eru ekki mörg félög sem hafa efni á því,“ sagði Henry. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Björgvin Páll á förum „Þetta rímar við það sem við heyrum í fótboltanum, að þeir ætli að vera með menn uppi á Hlíðarenda allan daginn og séu virkilega farnir að hugsa um sportið eins og þeir séu atvinnumenn. Það er þá kannski það sem hann er að spá í,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. Kannski hefur Aron minni þolinmæði Björgvin mun klára tímabilið með Haukum en mun það hafa áhrif á hans frammistöðu, eða gengi Hauka? „Ég held ekki,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. „Menn eru oft að spila á móti bræðrum sínum eða fyrrverandi liðsfélögum, og oft eru menn búnir að gera munnlegt samkomulag um að ganga í lið án þess að það sé nokkuð uppi á borði. Ég held að þetta hafi svo sem engin áhrif. Kannski hefur Aron Kristjánsson eitthvað minni þolinmæði og lætur Andra Scheving spila meira, eða einhver þannig pirringur. En Bjöggi er bara það góður markvörður og of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif,“ sagði Jóhann og bætti við: „Ég held að hann vilji meira en allt klára þetta með titli hjá Haukum. Hann rétt missti af því þegar hann var þar síðast og ég held að hann langi mikið að klára þennan titil í ár.“ Ásgeir tók í sama streng: „Bjöggi er fagmaður í sínu. Haukarnir hugsa umfram allt um að vinna titla. Þeir leggja höfuðáherslu á að láta eitthvað svona ekki trufla það. Bara áfram gakk og tökum næsta titil.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Valur Haukar Seinni bylgjan Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grótta - Haukar | Úrslitaleikur í boði Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Sjá meira
„Við höfum heyrt því hvíslað að Hlíðarendafélagið Valur gæti verið hugsanleg endastöð hjá Björgvini,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar. Í yfirlýsingu frá Björgvini í gærkvöld, þegar greint var frá því að hann vildi nýta sér uppsagnarákvæði og yfirgefa Hauka í sumar, sagðist hann vilja meiri tíma með fjölskyldu sinni. „Valsmenn bara standa best. Þarna kemur fram að hann vill komast í fullt starf í handboltanum. Það eru ekki mörg félög sem hafa efni á því,“ sagði Henry. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Björgvin Páll á förum „Þetta rímar við það sem við heyrum í fótboltanum, að þeir ætli að vera með menn uppi á Hlíðarenda allan daginn og séu virkilega farnir að hugsa um sportið eins og þeir séu atvinnumenn. Það er þá kannski það sem hann er að spá í,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. Kannski hefur Aron minni þolinmæði Björgvin mun klára tímabilið með Haukum en mun það hafa áhrif á hans frammistöðu, eða gengi Hauka? „Ég held ekki,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. „Menn eru oft að spila á móti bræðrum sínum eða fyrrverandi liðsfélögum, og oft eru menn búnir að gera munnlegt samkomulag um að ganga í lið án þess að það sé nokkuð uppi á borði. Ég held að þetta hafi svo sem engin áhrif. Kannski hefur Aron Kristjánsson eitthvað minni þolinmæði og lætur Andra Scheving spila meira, eða einhver þannig pirringur. En Bjöggi er bara það góður markvörður og of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif,“ sagði Jóhann og bætti við: „Ég held að hann vilji meira en allt klára þetta með titli hjá Haukum. Hann rétt missti af því þegar hann var þar síðast og ég held að hann langi mikið að klára þennan titil í ár.“ Ásgeir tók í sama streng: „Bjöggi er fagmaður í sínu. Haukarnir hugsa umfram allt um að vinna titla. Þeir leggja höfuðáherslu á að láta eitthvað svona ekki trufla það. Bara áfram gakk og tökum næsta titil.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Valur Haukar Seinni bylgjan Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grótta - Haukar | Úrslitaleikur í boði Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Sjá meira