Lögreglan á Suðurlandi birtir mynd af kofanum á Facebook-síðu sinni og segir í færslu að líklega hafi kofinn verið í betra ástandi skömmu áður, á palli eða kerru.
Lögreglan leitar að eiganda kofans og biður þann sem kannast við að hafa tapað kofanum eða hefur vitneskju um hver á kofann um að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi, annað hvort á Facebook eða í síma 444-2000.
Um kl. 21:30 í gær fannst brotinn kofi á Suðurstrandarvegi, rétt vestan við Hlíðarvatn. Líklega hefur kofinn verið í...
Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Monday, February 8, 2021