Brighton og Sheff. United hafa „eytt“ meira en Liverpool í síðustu tíu gluggum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2021 09:00 Raheem Sterling var í aðalhlutverki þegar Manchester City gerði endanlega út um titilvörn Liverpool liðsins í ensku úrvalsdeildinni um helgina. EPA-EFE/Tim Keeton Manchester City hefur eytt langmestu allra félaga í Evrópu þegar nettóeyðsla síðustu tíu félagsskiptaglugga er skoðuð. Liverpool er 22 sætum neðar á listanum. Manchester City vann yfirburðasigur á Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni um helgina og í þeim leik var greinilega himinn og haf á milli þessara tveggja liða. Jürgen Klopp hefur ekki getað brugðist við meiðslavandræðum liðsins á þessu tímabili og það lítur út fyrir að breiddin hjá ensku meisturunum sé ekki mjög mikil. Liverpool var án manna eins og Virgil van Dijk, Joe Gomez og Diogo Jota í leiknum en Manchester City var líka án stórstjarna sinna Kevin De Bruyne og Sergio Aguero. Heilt yfir þá hefur Manchester City ráðið miklu betur við fjarveru leikmanna og Pep Guardiola hefur tekist að halda sínu liði fersku á meðan að lærisveinar Jürgen Klopp líta út fyrir að vera alveg búnir á því. 1. Man City ( 631m) 4. PSG ( 455m) 14. Juventus ( 249m) 22. Leicester City ( 134m) Liverpool have a net spend less than Aston Villa, Brighton, Fulham and Sheffield United Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 8. febrúar 2021 CIES Football Observatory hefur nú tekið saman nettóeyðslu fótboltafélaganna í Evrópu í síðustu tíu félagsskiptagluggum og þar má einnig sjá gríðarlega mikinn mun á eyðslu Manchester City og Liverpool á þessum tíma. Manchester City er eina liðið í Evrópu sem hefur eytt meiru en einum milljarði evra í nýja leikmenn frá því sumarið 2016 en nettóeyðsla enska félagsins síðan þá er 631 milljón evra. City hefur þannig eytt 631 milljón evrum meira í nýkeypta leikmenn en félagið hefur fengið til baka með því að selja leikmenn. Manchester United er í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni og liðið er einnig í öðru sæti á þessum lista með nettóeyðslu upp á 586 milljónir evra. Barcelona, Paris Saint-Germain og Internazionale frá Milan eru hin félögin á topp fimm. Það þarf að fara ansi langt niður listann til að finna Liverpool. Félagið er ekki inn á topp tíu og ekki einu sinni inn á topp tuttugu. Most net transfer spending over last transfer windows for big-5 league teams @ManCity ahead @ManUtd & heavily indepted @FCBarcelona Six teams & 2 from in the top 10 (@Inter & @acmilan); full data in last @CIES_Football Weekly Post https://t.co/1Qz0DJ9yfE pic.twitter.com/bD3GdxH9Zh— CIES Football Obs (@CIES_Football) February 8, 2021 Það þarf að fara alla leið niður í 23. sæti til að finna Liverpool á listanum en félagið er með nettóeyðslu upp á 129 milljónir evra. Liverpool hefur eytt 603 milljónum evra í nýja leikmenn en jafnframt selt leikmenn fyrir 474 milljónir evra. Meðal félaga sem eru fyrir ofan Liverpool eru félög eins og Brighton (11. sæti), Wolves (13. sæti), Fulham (15. sæti) and West Ham (17. sæti), Sheffield United (21. sæti) og Leicester (22. sæti). Það er því kannski ekkert skrýtið að Jürgen Klopp sé orðinn pirraður á því að fá ekki pening fyrir nýja leikmenn til að halda Liverpool á toppnum. Nú gæti liðið lent í vandræðum með að enda meðal fjögurra efstu liðanna og því gæti Meistaradeildarsætið verið í hættu. Enski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Sjá meira
Manchester City vann yfirburðasigur á Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni um helgina og í þeim leik var greinilega himinn og haf á milli þessara tveggja liða. Jürgen Klopp hefur ekki getað brugðist við meiðslavandræðum liðsins á þessu tímabili og það lítur út fyrir að breiddin hjá ensku meisturunum sé ekki mjög mikil. Liverpool var án manna eins og Virgil van Dijk, Joe Gomez og Diogo Jota í leiknum en Manchester City var líka án stórstjarna sinna Kevin De Bruyne og Sergio Aguero. Heilt yfir þá hefur Manchester City ráðið miklu betur við fjarveru leikmanna og Pep Guardiola hefur tekist að halda sínu liði fersku á meðan að lærisveinar Jürgen Klopp líta út fyrir að vera alveg búnir á því. 1. Man City ( 631m) 4. PSG ( 455m) 14. Juventus ( 249m) 22. Leicester City ( 134m) Liverpool have a net spend less than Aston Villa, Brighton, Fulham and Sheffield United Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 8. febrúar 2021 CIES Football Observatory hefur nú tekið saman nettóeyðslu fótboltafélaganna í Evrópu í síðustu tíu félagsskiptagluggum og þar má einnig sjá gríðarlega mikinn mun á eyðslu Manchester City og Liverpool á þessum tíma. Manchester City er eina liðið í Evrópu sem hefur eytt meiru en einum milljarði evra í nýja leikmenn frá því sumarið 2016 en nettóeyðsla enska félagsins síðan þá er 631 milljón evra. City hefur þannig eytt 631 milljón evrum meira í nýkeypta leikmenn en félagið hefur fengið til baka með því að selja leikmenn. Manchester United er í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni og liðið er einnig í öðru sæti á þessum lista með nettóeyðslu upp á 586 milljónir evra. Barcelona, Paris Saint-Germain og Internazionale frá Milan eru hin félögin á topp fimm. Það þarf að fara ansi langt niður listann til að finna Liverpool. Félagið er ekki inn á topp tíu og ekki einu sinni inn á topp tuttugu. Most net transfer spending over last transfer windows for big-5 league teams @ManCity ahead @ManUtd & heavily indepted @FCBarcelona Six teams & 2 from in the top 10 (@Inter & @acmilan); full data in last @CIES_Football Weekly Post https://t.co/1Qz0DJ9yfE pic.twitter.com/bD3GdxH9Zh— CIES Football Obs (@CIES_Football) February 8, 2021 Það þarf að fara alla leið niður í 23. sæti til að finna Liverpool á listanum en félagið er með nettóeyðslu upp á 129 milljónir evra. Liverpool hefur eytt 603 milljónum evra í nýja leikmenn en jafnframt selt leikmenn fyrir 474 milljónir evra. Meðal félaga sem eru fyrir ofan Liverpool eru félög eins og Brighton (11. sæti), Wolves (13. sæti), Fulham (15. sæti) and West Ham (17. sæti), Sheffield United (21. sæti) og Leicester (22. sæti). Það er því kannski ekkert skrýtið að Jürgen Klopp sé orðinn pirraður á því að fá ekki pening fyrir nýja leikmenn til að halda Liverpool á toppnum. Nú gæti liðið lent í vandræðum með að enda meðal fjögurra efstu liðanna og því gæti Meistaradeildarsætið verið í hættu.
Enski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Sjá meira