Brighton og Sheff. United hafa „eytt“ meira en Liverpool í síðustu tíu gluggum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2021 09:00 Raheem Sterling var í aðalhlutverki þegar Manchester City gerði endanlega út um titilvörn Liverpool liðsins í ensku úrvalsdeildinni um helgina. EPA-EFE/Tim Keeton Manchester City hefur eytt langmestu allra félaga í Evrópu þegar nettóeyðsla síðustu tíu félagsskiptaglugga er skoðuð. Liverpool er 22 sætum neðar á listanum. Manchester City vann yfirburðasigur á Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni um helgina og í þeim leik var greinilega himinn og haf á milli þessara tveggja liða. Jürgen Klopp hefur ekki getað brugðist við meiðslavandræðum liðsins á þessu tímabili og það lítur út fyrir að breiddin hjá ensku meisturunum sé ekki mjög mikil. Liverpool var án manna eins og Virgil van Dijk, Joe Gomez og Diogo Jota í leiknum en Manchester City var líka án stórstjarna sinna Kevin De Bruyne og Sergio Aguero. Heilt yfir þá hefur Manchester City ráðið miklu betur við fjarveru leikmanna og Pep Guardiola hefur tekist að halda sínu liði fersku á meðan að lærisveinar Jürgen Klopp líta út fyrir að vera alveg búnir á því. 1. Man City ( 631m) 4. PSG ( 455m) 14. Juventus ( 249m) 22. Leicester City ( 134m) Liverpool have a net spend less than Aston Villa, Brighton, Fulham and Sheffield United Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 8. febrúar 2021 CIES Football Observatory hefur nú tekið saman nettóeyðslu fótboltafélaganna í Evrópu í síðustu tíu félagsskiptagluggum og þar má einnig sjá gríðarlega mikinn mun á eyðslu Manchester City og Liverpool á þessum tíma. Manchester City er eina liðið í Evrópu sem hefur eytt meiru en einum milljarði evra í nýja leikmenn frá því sumarið 2016 en nettóeyðsla enska félagsins síðan þá er 631 milljón evra. City hefur þannig eytt 631 milljón evrum meira í nýkeypta leikmenn en félagið hefur fengið til baka með því að selja leikmenn. Manchester United er í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni og liðið er einnig í öðru sæti á þessum lista með nettóeyðslu upp á 586 milljónir evra. Barcelona, Paris Saint-Germain og Internazionale frá Milan eru hin félögin á topp fimm. Það þarf að fara ansi langt niður listann til að finna Liverpool. Félagið er ekki inn á topp tíu og ekki einu sinni inn á topp tuttugu. Most net transfer spending over last transfer windows for big-5 league teams @ManCity ahead @ManUtd & heavily indepted @FCBarcelona Six teams & 2 from in the top 10 (@Inter & @acmilan); full data in last @CIES_Football Weekly Post https://t.co/1Qz0DJ9yfE pic.twitter.com/bD3GdxH9Zh— CIES Football Obs (@CIES_Football) February 8, 2021 Það þarf að fara alla leið niður í 23. sæti til að finna Liverpool á listanum en félagið er með nettóeyðslu upp á 129 milljónir evra. Liverpool hefur eytt 603 milljónum evra í nýja leikmenn en jafnframt selt leikmenn fyrir 474 milljónir evra. Meðal félaga sem eru fyrir ofan Liverpool eru félög eins og Brighton (11. sæti), Wolves (13. sæti), Fulham (15. sæti) and West Ham (17. sæti), Sheffield United (21. sæti) og Leicester (22. sæti). Það er því kannski ekkert skrýtið að Jürgen Klopp sé orðinn pirraður á því að fá ekki pening fyrir nýja leikmenn til að halda Liverpool á toppnum. Nú gæti liðið lent í vandræðum með að enda meðal fjögurra efstu liðanna og því gæti Meistaradeildarsætið verið í hættu. Enski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Sjá meira
Manchester City vann yfirburðasigur á Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni um helgina og í þeim leik var greinilega himinn og haf á milli þessara tveggja liða. Jürgen Klopp hefur ekki getað brugðist við meiðslavandræðum liðsins á þessu tímabili og það lítur út fyrir að breiddin hjá ensku meisturunum sé ekki mjög mikil. Liverpool var án manna eins og Virgil van Dijk, Joe Gomez og Diogo Jota í leiknum en Manchester City var líka án stórstjarna sinna Kevin De Bruyne og Sergio Aguero. Heilt yfir þá hefur Manchester City ráðið miklu betur við fjarveru leikmanna og Pep Guardiola hefur tekist að halda sínu liði fersku á meðan að lærisveinar Jürgen Klopp líta út fyrir að vera alveg búnir á því. 1. Man City ( 631m) 4. PSG ( 455m) 14. Juventus ( 249m) 22. Leicester City ( 134m) Liverpool have a net spend less than Aston Villa, Brighton, Fulham and Sheffield United Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 8. febrúar 2021 CIES Football Observatory hefur nú tekið saman nettóeyðslu fótboltafélaganna í Evrópu í síðustu tíu félagsskiptagluggum og þar má einnig sjá gríðarlega mikinn mun á eyðslu Manchester City og Liverpool á þessum tíma. Manchester City er eina liðið í Evrópu sem hefur eytt meiru en einum milljarði evra í nýja leikmenn frá því sumarið 2016 en nettóeyðsla enska félagsins síðan þá er 631 milljón evra. City hefur þannig eytt 631 milljón evrum meira í nýkeypta leikmenn en félagið hefur fengið til baka með því að selja leikmenn. Manchester United er í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni og liðið er einnig í öðru sæti á þessum lista með nettóeyðslu upp á 586 milljónir evra. Barcelona, Paris Saint-Germain og Internazionale frá Milan eru hin félögin á topp fimm. Það þarf að fara ansi langt niður listann til að finna Liverpool. Félagið er ekki inn á topp tíu og ekki einu sinni inn á topp tuttugu. Most net transfer spending over last transfer windows for big-5 league teams @ManCity ahead @ManUtd & heavily indepted @FCBarcelona Six teams & 2 from in the top 10 (@Inter & @acmilan); full data in last @CIES_Football Weekly Post https://t.co/1Qz0DJ9yfE pic.twitter.com/bD3GdxH9Zh— CIES Football Obs (@CIES_Football) February 8, 2021 Það þarf að fara alla leið niður í 23. sæti til að finna Liverpool á listanum en félagið er með nettóeyðslu upp á 129 milljónir evra. Liverpool hefur eytt 603 milljónum evra í nýja leikmenn en jafnframt selt leikmenn fyrir 474 milljónir evra. Meðal félaga sem eru fyrir ofan Liverpool eru félög eins og Brighton (11. sæti), Wolves (13. sæti), Fulham (15. sæti) and West Ham (17. sæti), Sheffield United (21. sæti) og Leicester (22. sæti). Það er því kannski ekkert skrýtið að Jürgen Klopp sé orðinn pirraður á því að fá ekki pening fyrir nýja leikmenn til að halda Liverpool á toppnum. Nú gæti liðið lent í vandræðum með að enda meðal fjögurra efstu liðanna og því gæti Meistaradeildarsætið verið í hættu.
Enski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Sjá meira