Björgvin yfirgefur Hauka í sumar Anton Ingi Leifsson skrifar 8. febrúar 2021 22:37 Björgvin Páll í leik með Haukum á yfirstandandi leiktíð, sem verður jafn framt hans síðasta á Ásvöllum. vísir/vilhelm Björgvin Páll Gústavsson mun yfirgefa Hauka eftir leiktíðina í Olís deild karla og róa önnur mið. Þetta var staðfest á heimasíðu félagsins nú í kvöld. Björgvin er í hálfu starfi hjá Haukum. Hann er leikmaður, markmannsþjálfari og í markaðsstörfum en Björgvin vill finna sér lið þar sem hann getur verið markmaður í fullu starfi. „Við sýnum Björgvini fullan skilning á hans stöðu. Við munum í sameiningu gera allt til að ná sem bestum árangri í vetur og ná okkar markmiðum þannig að við getum kvatt sáttir,“ sagði Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka. „Þetta var gríðarlega erfið ákvörðum en eitthvað sem ég þarf að gera. Ég og fjölskyldan mín erum með okkar bækistöð inn í Reykjavík. Ég vil geta haft meiri tíma fyrir fjölskylduna og verið í félagi þar sem börnin mín alast upp þannig að við getum átt það saman,“ sagði Björgvin sjálfur. Björgvin gekk fyrst í raðir Hauka árið 2017 en stoppaði stutt við þar sem hann fór til Skjern í Danmörku. Hann snéri svo aftur heim síðasta sumar og samdi aftur við Hafnarfjarðarliðið. „Ég er ótrúlega þakklátur Haukum fyrir þeirra fagmennsku og skilning en þessi ákvörðun hefur lítið með Hauka að gera enda hefur félagið ávallt stutt vel við bakið á mér í einu og öllu, en það er einmitt þess vegna sem að þessi ákvörðun var svona erfið. Minn draumur er að geta skilið sáttur við liðið í sumar og að við sem lið verðum þá búnir að koma Haukum á þann stall sem þeir eiga heima á,“ bætti hann við. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Haukar Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Fleiri fréttir Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Sjá meira
Björgvin er í hálfu starfi hjá Haukum. Hann er leikmaður, markmannsþjálfari og í markaðsstörfum en Björgvin vill finna sér lið þar sem hann getur verið markmaður í fullu starfi. „Við sýnum Björgvini fullan skilning á hans stöðu. Við munum í sameiningu gera allt til að ná sem bestum árangri í vetur og ná okkar markmiðum þannig að við getum kvatt sáttir,“ sagði Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka. „Þetta var gríðarlega erfið ákvörðum en eitthvað sem ég þarf að gera. Ég og fjölskyldan mín erum með okkar bækistöð inn í Reykjavík. Ég vil geta haft meiri tíma fyrir fjölskylduna og verið í félagi þar sem börnin mín alast upp þannig að við getum átt það saman,“ sagði Björgvin sjálfur. Björgvin gekk fyrst í raðir Hauka árið 2017 en stoppaði stutt við þar sem hann fór til Skjern í Danmörku. Hann snéri svo aftur heim síðasta sumar og samdi aftur við Hafnarfjarðarliðið. „Ég er ótrúlega þakklátur Haukum fyrir þeirra fagmennsku og skilning en þessi ákvörðun hefur lítið með Hauka að gera enda hefur félagið ávallt stutt vel við bakið á mér í einu og öllu, en það er einmitt þess vegna sem að þessi ákvörðun var svona erfið. Minn draumur er að geta skilið sáttur við liðið í sumar og að við sem lið verðum þá búnir að koma Haukum á þann stall sem þeir eiga heima á,“ bætti hann við. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Haukar Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Fleiri fréttir Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Sjá meira