„Þetta rændi æsku minni og það er þessu fólki að kenna“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 20:01 Margrét Lillý segir létti að úrskurðurinn sé kominn. Hann staðfesti allt sem hún hafi sagt um störf barnaverndaryfirvalda á Nesinu. vísir/egill Stúlka, sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi, fagnar gagnrýnum úrskurði Barnaverndarstofu um slæleg vinnubrögð á Nesinu. Hún ætlar að berjast fyrir því að börn geti treyst kerfinu. Margrét Lillý sagði átakanlega sögu sína í Kompás haustið 2019, þá 17 ára gömul og nýflutt til föður síns. Hún sagðist hafa búið við vanrækslu og ofbeldi alla ævi af hendi móður sinnar. Margar tilkynningar hafi borist barnaverndaryfirvöldum á Seltjarnarnesi án þess að brugðist hafi verið við þeim með eðlilegum hætti. Móðirin hélt alltaf forsjá. Málið var kært til Barnaverndarstofu og í skýrslu sem kom út í síðustu viku segir að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð barnaverndaryfirvalda á máli stúlkunnar. Skýrslan telur tólf blaðsíður og kemur meðal annars fram að tilkynningar hafi ekki verið skráðar og málið rannsakað með ómarkvissum og óskýrum hætti. Hvorki barnið né foreldrar þess hafi fengið nauðsynlegan stuðning og ekki hafi verið haft samband við föður við meðferð málsins eins og eðlilegt sé. Hneyksli fyrir Seltjarnarnesbæ Feðginin fagna skýrslunni enda sýni hún svart á hvítu að nefndin hafi ekki unnið sína vinnu. „Þetta er algjör áfellisdómur fyrir Seltjarnarnesbæ. Það er bara loksins komið í ljós að nefndin er algjörlega óhæf og hefur verið það frá byrjun,“ segir Einar Björn Tómasson, faðir Margrétar Lillýjar. Hann vonar að íbúar á Seltjarnarnesi krefjist þess að vinnubrögð verði bætt. Á meðan stjórnvaldið hagi sér svona sé eitthvað mikið að í bænum. „Þetta er bara hneyksli fyrir Seltjarnarnesbæ.“ Lífið byrjaði fyrir tveimur árum Margrét Lillý segir að henni sé létt, það sé gott að fólk viti að saga hennar sé sönn. Hún beri ekki slæmar tilfinningar til Seltjarnarnesbæjar en eigi erfitt með að skilja af hverju fólkið með stjórnartaumana sinnti ekki starfi sínu betur. Einar og Margrét Lillý segja baráttunni ekki lokið. Þau vilji tryggja að barnaverndaryfirvöld á Seltjarnarnesi sinni framvegis starfi sínu.vísir/egill „Þetta rændi æskunni minni og það er þessu fólki að kenna. Ég steig fyrst inn í lífið fyrir tveimur árum.“ Margrét Lillý er að verða nítján ára, hún útskrifast úr menntaskóla í vor og stefnir á viðskiptafræði í HR næsta haust. Hún segir framtíðina bjarta þrátt fyrir erfiða reynslu. „Það eru minningar sem munu alltaf vera fastar, sem ég mun aldrei gleyma, en maður lærir að lifa með þeim. Mér finnst ég hafa unnið vel úr þessu og verð alltaf betri og betri með tímanum. Já, mér finnst ég bara hafa höndlað þetta vel, ef ég má segja eins og er, og er bara mjög stolt af mér.“ Berjast fyrir framtíð annarra barna Feðginin ætla að ráðfæra sig við lögfræðing sinn og skoða næstu skref. „Við ætlum að taka þetta alla leið. við ætlum aðsjá til þess að það sé framtíð fyrir börn sem lenda í vanrækslu, eða andlegu og líkamlegu ofbeldi, og þau geti treyst á kerfið okkar til að aðstoða þau og hjálpa þeim.“ Kompás Barnavernd Seltjarnarnes Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Margrét Lillý sagði átakanlega sögu sína í Kompás haustið 2019, þá 17 ára gömul og nýflutt til föður síns. Hún sagðist hafa búið við vanrækslu og ofbeldi alla ævi af hendi móður sinnar. Margar tilkynningar hafi borist barnaverndaryfirvöldum á Seltjarnarnesi án þess að brugðist hafi verið við þeim með eðlilegum hætti. Móðirin hélt alltaf forsjá. Málið var kært til Barnaverndarstofu og í skýrslu sem kom út í síðustu viku segir að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð barnaverndaryfirvalda á máli stúlkunnar. Skýrslan telur tólf blaðsíður og kemur meðal annars fram að tilkynningar hafi ekki verið skráðar og málið rannsakað með ómarkvissum og óskýrum hætti. Hvorki barnið né foreldrar þess hafi fengið nauðsynlegan stuðning og ekki hafi verið haft samband við föður við meðferð málsins eins og eðlilegt sé. Hneyksli fyrir Seltjarnarnesbæ Feðginin fagna skýrslunni enda sýni hún svart á hvítu að nefndin hafi ekki unnið sína vinnu. „Þetta er algjör áfellisdómur fyrir Seltjarnarnesbæ. Það er bara loksins komið í ljós að nefndin er algjörlega óhæf og hefur verið það frá byrjun,“ segir Einar Björn Tómasson, faðir Margrétar Lillýjar. Hann vonar að íbúar á Seltjarnarnesi krefjist þess að vinnubrögð verði bætt. Á meðan stjórnvaldið hagi sér svona sé eitthvað mikið að í bænum. „Þetta er bara hneyksli fyrir Seltjarnarnesbæ.“ Lífið byrjaði fyrir tveimur árum Margrét Lillý segir að henni sé létt, það sé gott að fólk viti að saga hennar sé sönn. Hún beri ekki slæmar tilfinningar til Seltjarnarnesbæjar en eigi erfitt með að skilja af hverju fólkið með stjórnartaumana sinnti ekki starfi sínu betur. Einar og Margrét Lillý segja baráttunni ekki lokið. Þau vilji tryggja að barnaverndaryfirvöld á Seltjarnarnesi sinni framvegis starfi sínu.vísir/egill „Þetta rændi æskunni minni og það er þessu fólki að kenna. Ég steig fyrst inn í lífið fyrir tveimur árum.“ Margrét Lillý er að verða nítján ára, hún útskrifast úr menntaskóla í vor og stefnir á viðskiptafræði í HR næsta haust. Hún segir framtíðina bjarta þrátt fyrir erfiða reynslu. „Það eru minningar sem munu alltaf vera fastar, sem ég mun aldrei gleyma, en maður lærir að lifa með þeim. Mér finnst ég hafa unnið vel úr þessu og verð alltaf betri og betri með tímanum. Já, mér finnst ég bara hafa höndlað þetta vel, ef ég má segja eins og er, og er bara mjög stolt af mér.“ Berjast fyrir framtíð annarra barna Feðginin ætla að ráðfæra sig við lögfræðing sinn og skoða næstu skref. „Við ætlum að taka þetta alla leið. við ætlum aðsjá til þess að það sé framtíð fyrir börn sem lenda í vanrækslu, eða andlegu og líkamlegu ofbeldi, og þau geti treyst á kerfið okkar til að aðstoða þau og hjálpa þeim.“
Kompás Barnavernd Seltjarnarnes Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira