ÍR skoraði ekki í sextán mínútur gegn KA og klúðraði þrettán sóknum í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. febrúar 2021 15:31 Ekkert gekk hjá ÍR í sókninni í seinni hálfleik gegn KA. vísir/vilhelm ÍR átti í miklum vandræðum í sókninni gegn KA í Olís-deild karla í gær. ÍR-ingar töpuðu leiknum með helmingsmun, 32-16, og skoruðu ekki í sextán mínútur í seinni hálfleik. Sóknarleikur ÍR var ekki burðugur í fyrri hálfleik þar sem liðið skoraði aðeins níu mörk. Hann var hins vegar öllu verri í seinni hálfleiknum. Á 44. mínútu skoraði Dagur Sverrir Kristjánsson fimmtánda mark ÍR og minnkaði muninn í sjö mörk, 22-15. Það reyndist næstsíðasta mark ÍR-inga í leiknum. Breiðhyltingar skoruðu ekki aftur fyrr en á lokamínútunni. Ólafur Haukur Matthíasson batt þá endi á rétt tæplega sextán mínútna markaþurrð ÍR þegar hann minnkaði muninn í 32-16. Þá voru ÍR-ingar tveimur mönnum fleiri. Á þessum sextán mínútna markalausa kafla fóru þrettán sóknir hjá ÍR í röð. ÍR-ingar áttu átta misheppnuð skot og töpuðu boltanum sex sinnum. Nicholas Satchwell, markvörður KA-manna, reyndist ÍR-ingum mjög erfiður og varði sjö skot á þessum kafla. Færeyingurinn varði alls tuttugu skot í leiknum, eða 56 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. „Það fór bara flest allt úrskeiðis hér í dag. Við erum með fyrstu tíu mínúturnar og svo bara gefumst við upp. Við gerum ekki það sem fyrir er lagt. Það var ákveðið leikplan sem við ætluðum að fara eftir og við förum bara ekki eftir því. Við bara þorum ekki. KA strákarnir taka á okkur og við bara bökkum,“ sagði Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, við Vísi eftir leikinn í KA-heimilinu í gær. „Sóknarleikurinn er vandamálið. Við gerum ekki það sem er fyrir lagt. Við höldum í alvörunni að við getum komið driplandi á og sótt í okkur mann í stað þess að koma á ferðinni. Þetta eru engin geimvísindi.“ ÍR hefur tapað öllum sjö leikjum sínum í Olís-deildinni með samtals 61 marks mun. Næsti leikur ÍR er gegn Selfossi í Austurberginu á fimmtudaginn. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla ÍR KA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Sóknarleikur ÍR var ekki burðugur í fyrri hálfleik þar sem liðið skoraði aðeins níu mörk. Hann var hins vegar öllu verri í seinni hálfleiknum. Á 44. mínútu skoraði Dagur Sverrir Kristjánsson fimmtánda mark ÍR og minnkaði muninn í sjö mörk, 22-15. Það reyndist næstsíðasta mark ÍR-inga í leiknum. Breiðhyltingar skoruðu ekki aftur fyrr en á lokamínútunni. Ólafur Haukur Matthíasson batt þá endi á rétt tæplega sextán mínútna markaþurrð ÍR þegar hann minnkaði muninn í 32-16. Þá voru ÍR-ingar tveimur mönnum fleiri. Á þessum sextán mínútna markalausa kafla fóru þrettán sóknir hjá ÍR í röð. ÍR-ingar áttu átta misheppnuð skot og töpuðu boltanum sex sinnum. Nicholas Satchwell, markvörður KA-manna, reyndist ÍR-ingum mjög erfiður og varði sjö skot á þessum kafla. Færeyingurinn varði alls tuttugu skot í leiknum, eða 56 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. „Það fór bara flest allt úrskeiðis hér í dag. Við erum með fyrstu tíu mínúturnar og svo bara gefumst við upp. Við gerum ekki það sem fyrir er lagt. Það var ákveðið leikplan sem við ætluðum að fara eftir og við förum bara ekki eftir því. Við bara þorum ekki. KA strákarnir taka á okkur og við bara bökkum,“ sagði Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, við Vísi eftir leikinn í KA-heimilinu í gær. „Sóknarleikurinn er vandamálið. Við gerum ekki það sem er fyrir lagt. Við höldum í alvörunni að við getum komið driplandi á og sótt í okkur mann í stað þess að koma á ferðinni. Þetta eru engin geimvísindi.“ ÍR hefur tapað öllum sjö leikjum sínum í Olís-deildinni með samtals 61 marks mun. Næsti leikur ÍR er gegn Selfossi í Austurberginu á fimmtudaginn. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla ÍR KA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira