Evrópumeistararnir þurftu að eyða nóttinni úti í flugvél Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2021 15:01 Robert Lewandowski og félagar í Bayern liðinu áttu ekki skemmtilega nótt á Berlínarflugvelli. EPA-EFE/Boris Streubel Evrópumeistarar Bayern München áttu að ferðast til Katar á föstudagskvöldið þar sem liðið keppir á heimsmeistarakeppni félagsliða í vikunni. Ferðalagið fór ekki alveg eftir plönum þeirra þýsku. Bayern München er fulltrúi Evrópu í heimsmeistarakeppni félagsliða og mætir egypska félaginu Al-Ahly í undanúrslitunum í kvöld. Bayern mætti Herthu Berlin í þýsku deildinni á föstudagskvöldið og ætlaði síðan að fljúga beint til Katar þar sem HM félagsliða fer fram. Leiknum við Herthu var meðal annars flýtt um hálftíma svo að Bæjarar kæmust nógu snemma út á Berlínarflugvöll. Flugvélin átti að fara í loftið klukkan 23.15 að staðartíma en slæmt veður, frost og snjókoma, sá til þess að öllu flugi var aflýst þar til klukkan fimm um morguninn. Það átti að banna öllum flugvélum að fara í loftið eftir miðnætti en flugvél Bæjara ætlaði í loftið klukkan 23.59. Hún var hins vegar stöðvuð. ESPN sagði frá. Incredible German bureaucracy:Bayern Munich slept in their airplane waiting to take off 7 HOURS LATER!Why?Flight scheduled 23.15.But ready to take off only at 23.59 from Berlin.It takes 1 minute and half to take off.But after 00.00 Berlin state doesn t allow to take off!— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) February 6, 2021 Leikmenn og starfsmenn Bayern komust þá hvergi og þurftu að dúsa í flugvélinni alla nóttina. Flugvélin flaug síðan fyrst til München um morguninn þar sem það þurfti að skipta um áhöfnina áður en flogið var til Katar. Lið Bayern átti því ömurlega nótt og kom til Katar níu klukkutímum seinna en áætlað var. „Þeir vita ekki hvað þeir hafa gert liðinu okkar. Okkur finnst eins og yfirvöld í Brandenburg hafi verið að fíflast með okkur,“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern München, við Bild Seinkunin þýddi að Bæjarar náðu ekki að koma á staðinn þremur sólarhringum fyrir leikinn eins og sóttvarnarreglur FIFA segja til um. Það er þó von til þess að það verði vægar tekið á Bæjurum hjá FIFA en hjá yfirvöldum í Berlín. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Sjá meira
Bayern München er fulltrúi Evrópu í heimsmeistarakeppni félagsliða og mætir egypska félaginu Al-Ahly í undanúrslitunum í kvöld. Bayern mætti Herthu Berlin í þýsku deildinni á föstudagskvöldið og ætlaði síðan að fljúga beint til Katar þar sem HM félagsliða fer fram. Leiknum við Herthu var meðal annars flýtt um hálftíma svo að Bæjarar kæmust nógu snemma út á Berlínarflugvöll. Flugvélin átti að fara í loftið klukkan 23.15 að staðartíma en slæmt veður, frost og snjókoma, sá til þess að öllu flugi var aflýst þar til klukkan fimm um morguninn. Það átti að banna öllum flugvélum að fara í loftið eftir miðnætti en flugvél Bæjara ætlaði í loftið klukkan 23.59. Hún var hins vegar stöðvuð. ESPN sagði frá. Incredible German bureaucracy:Bayern Munich slept in their airplane waiting to take off 7 HOURS LATER!Why?Flight scheduled 23.15.But ready to take off only at 23.59 from Berlin.It takes 1 minute and half to take off.But after 00.00 Berlin state doesn t allow to take off!— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) February 6, 2021 Leikmenn og starfsmenn Bayern komust þá hvergi og þurftu að dúsa í flugvélinni alla nóttina. Flugvélin flaug síðan fyrst til München um morguninn þar sem það þurfti að skipta um áhöfnina áður en flogið var til Katar. Lið Bayern átti því ömurlega nótt og kom til Katar níu klukkutímum seinna en áætlað var. „Þeir vita ekki hvað þeir hafa gert liðinu okkar. Okkur finnst eins og yfirvöld í Brandenburg hafi verið að fíflast með okkur,“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern München, við Bild Seinkunin þýddi að Bæjarar náðu ekki að koma á staðinn þremur sólarhringum fyrir leikinn eins og sóttvarnarreglur FIFA segja til um. Það er þó von til þess að það verði vægar tekið á Bæjurum hjá FIFA en hjá yfirvöldum í Berlín.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Sjá meira