Líkaminn byrjaður að hafna handleggjum Guðmundar: „Ekkert til að hafa áhyggjur af“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. febrúar 2021 13:44 Guðmundur Felix notar blýantinn til að skrifast á við fólk á Facebook. Þangað streyma kveðjurnar. Líkami Guðmundar Felix Grétarssonar er byrjaður að hafna höndum sem voru ágræddar á hann. Höfnunin er algeng og sætir hann nú lyfjameðverð vegna þessa. Guðmundur Felix Grétarsson sem gekk nýverið undir handaágræðslu í Frakklandi. Hann upplýsir fylgjendur sína á Facebook reglulega um stöðu mála eftir aðgerðina. Í dag birti hann myndband þar sem hann greinir frá því að fyrir tveimur dögum tóku læknar eftir merkjum um höfnun líkamans á nýjum handleggjum Guðmundar. Slíkt sé þó ekkert til til hafa áhyggjur af. „Það er sérstök lyfjameðferð til að meðhöndla þetta. Fyrir tveimur dögum byrjuðum við að sjá merki um höfnun líkamans á handleggjunum. Líkaminn er að hafna handleggjunum en þetta var vitað að gæti gerst,“ sagði Guðmundur Felix. „Rauðir blettir byrjuðu að myndast á handleggjunum og í öllum tilvikum er þetta eitthvað sem algengt er að gerist fyrstu níutíu dagana. Þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af.“ Guðmundur segir gott að einkennin hafi komið upp á meðan hann er á spítalanum, þar sé hægt að meðhöndla stöðuna. Glaður með árangurinn Þann 22. febrúar verður Guðmundur fluttur á annan spítala í endurhæfingu. „Þar verð ég í óákvæðinn tíma. Ég verð heilt yfir í endurhæfingu í þrjú ár en verð líklega inniliggjandi þar í þrjá mánuði,“ sagði Guðmundur Felix. Að öðru leyti segist Guðmundur hress. Honum gengur vel að komast á fætur á morgnanna og verður minna þreyttur en áður við gang. „Ég er mjög glaður með árangurinn.“ Heilbrigðismál Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir Felix á fætur og steig dans Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi þann 14. janúar, fór á fætur í fyrsta skipti í dag. Ekki nóg með það heldur steig hann léttan dans eins og sjá má að neðan. 25. janúar 2021 16:58 „Ég ætla að hugsa vel um hendurnar hans“ Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi í síðustu viku, braggast vel eftir aðgerðina. Hann hlakkar mest til að verða sjálfbjarga á ný og er hæstánægður með nýju hendurnar, sem hann segir meira að segja dálítið líkar höndunum sem hann missti. 22. janúar 2021 18:17 „Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn“ Guðmundur Felix Grétarsson, nú handhafi en ekki handlangari eins og hann komst sjálfur skemmtilega að orði á dögunum, gat í dag í fyrsta skipti eftir handaágræðslu sest í stól og komist á netið. Þar virðist hafa verið fyrsta verkefni á dagskrá að renna yfir kveðjur sem streymt hafa til hans. 3. febrúar 2021 12:14 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Guðmundur Felix Grétarsson sem gekk nýverið undir handaágræðslu í Frakklandi. Hann upplýsir fylgjendur sína á Facebook reglulega um stöðu mála eftir aðgerðina. Í dag birti hann myndband þar sem hann greinir frá því að fyrir tveimur dögum tóku læknar eftir merkjum um höfnun líkamans á nýjum handleggjum Guðmundar. Slíkt sé þó ekkert til til hafa áhyggjur af. „Það er sérstök lyfjameðferð til að meðhöndla þetta. Fyrir tveimur dögum byrjuðum við að sjá merki um höfnun líkamans á handleggjunum. Líkaminn er að hafna handleggjunum en þetta var vitað að gæti gerst,“ sagði Guðmundur Felix. „Rauðir blettir byrjuðu að myndast á handleggjunum og í öllum tilvikum er þetta eitthvað sem algengt er að gerist fyrstu níutíu dagana. Þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af.“ Guðmundur segir gott að einkennin hafi komið upp á meðan hann er á spítalanum, þar sé hægt að meðhöndla stöðuna. Glaður með árangurinn Þann 22. febrúar verður Guðmundur fluttur á annan spítala í endurhæfingu. „Þar verð ég í óákvæðinn tíma. Ég verð heilt yfir í endurhæfingu í þrjú ár en verð líklega inniliggjandi þar í þrjá mánuði,“ sagði Guðmundur Felix. Að öðru leyti segist Guðmundur hress. Honum gengur vel að komast á fætur á morgnanna og verður minna þreyttur en áður við gang. „Ég er mjög glaður með árangurinn.“
Heilbrigðismál Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir Felix á fætur og steig dans Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi þann 14. janúar, fór á fætur í fyrsta skipti í dag. Ekki nóg með það heldur steig hann léttan dans eins og sjá má að neðan. 25. janúar 2021 16:58 „Ég ætla að hugsa vel um hendurnar hans“ Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi í síðustu viku, braggast vel eftir aðgerðina. Hann hlakkar mest til að verða sjálfbjarga á ný og er hæstánægður með nýju hendurnar, sem hann segir meira að segja dálítið líkar höndunum sem hann missti. 22. janúar 2021 18:17 „Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn“ Guðmundur Felix Grétarsson, nú handhafi en ekki handlangari eins og hann komst sjálfur skemmtilega að orði á dögunum, gat í dag í fyrsta skipti eftir handaágræðslu sest í stól og komist á netið. Þar virðist hafa verið fyrsta verkefni á dagskrá að renna yfir kveðjur sem streymt hafa til hans. 3. febrúar 2021 12:14 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Felix á fætur og steig dans Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi þann 14. janúar, fór á fætur í fyrsta skipti í dag. Ekki nóg með það heldur steig hann léttan dans eins og sjá má að neðan. 25. janúar 2021 16:58
„Ég ætla að hugsa vel um hendurnar hans“ Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi í síðustu viku, braggast vel eftir aðgerðina. Hann hlakkar mest til að verða sjálfbjarga á ný og er hæstánægður með nýju hendurnar, sem hann segir meira að segja dálítið líkar höndunum sem hann missti. 22. janúar 2021 18:17
„Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn“ Guðmundur Felix Grétarsson, nú handhafi en ekki handlangari eins og hann komst sjálfur skemmtilega að orði á dögunum, gat í dag í fyrsta skipti eftir handaágræðslu sest í stól og komist á netið. Þar virðist hafa verið fyrsta verkefni á dagskrá að renna yfir kveðjur sem streymt hafa til hans. 3. febrúar 2021 12:14