Martin skoraði þrettán stig og gaf fjórar stoðsendingar auk þess að taka eitt frákast þegar lið hans, Valencia, vann átta stiga sigur á Real Betis, 89-81.
Tryggvi Snær og félagar hans í Zaragoza unnu góðan þrettán stiga sigur á Monbus Obradoiro, 83-70.
Tryggvi skoraði átta stig og reif niður sjö fráköst á þeim átján mínútum sem hann spilaði í leiknum.
Valencia í 5.sæti deildarinnar en Zaragoza í því tíunda.