Jafnt var á fyrstu tölum en eftir því sem leið á leikinn sigu Stjörnukonur fram úr FH.
Fór að lokum svo að Stjarnan vann öruggan sjö marka sigur, 22-29, eftir að hafa leitt með þremur mörkum í leikhléi, 12-15.
Eva Björk Davíðsdóttir fór mikinn í liði Garðbæinga og gerði tíu mark. Það sama gerði Fanney Þóra Þórsdóttir fyrir heimakonur í FH.
Stjarnan lyftir sér upp að hlið Fram í 3.sæti deildarinnar með sigrinum en FH er enn stigalaust á botni deildarinnar.