Vöðvabólgan reyndist vera heilablæðing eftir að hún vaknaði blóðug á gólfinu Eiður Þór Árnason skrifar 6. febrúar 2021 19:16 Eftir nokkurra daga þjáningar og aðra vöðvabólgugreiningu leitaði Kidda á bráðamóttökuna þann 15. janúar þegar hún vaknaði kvalin og máttfarin þriðja morguninn í röð. Vísir/samsett mynd Hin 39 ára Kidda Svarfdal vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hún fann allt í einu fyrir yfirþyrmandi verk í höfðinu. Eftir að hafa verið greind með slæma vöðvabólgu í kjölfarið vaknaði hún nokkrum dögum síðar blóðug á gólfinu heima hjá sér. Kom þá í ljós að heilablæðing skýrði þá miklu verki sem hún hafi þurft að þola og henni komið skjótlega í skurðaðgerð. Kidda greinir ítarlega frá þessari átakanlegu reynslu á vef sínum hún.is. Hún telur sig heppna að vera á lífi og er óendanlega þakklát fyrir að ekki fór verr. Saga hennar hefst þegar hún yfirgaf Costco í Kauptúni ásamt dóttur sinni þann 12. janúar síðastliðinn. Var send heim „Við höfðum varla yfirgefið bílaplanið þegar ég fékk yfirþyrmandi verk í höfuðið. Þetta var eins og nístandi straumur frá hálsi hægra megin og fram í augu. Ég hélt í nokkrar sekúndur að ég þyrfti að finna leið til að keyra út í kant og hringja í sjúkrabíl.“ Eftir sat versti höfuðverkur sem Kidda hafði nokkurn tímann upplifað og leitaði hún fljótlega til læknis sem greindi hana með slæma vöðvabólgu. Að sögn Kiddu slógu verkjalyfin sem hún fékk ávísað ekki á verkina og fór líðan hennar versnandi. Eftir nokkurra daga þjáningar og aðra vöðvabólgugreiningu leitaði Kidda á bráðamóttökuna þann 15. janúar þegar hún vaknaði kvalin og máttfarin þriðja morguninn í röð. „Að lokum komst ég inn og fékk að tala við lækni. Hún var ekki á því að neitt væri hægt að gera og ég brotnaði niður. Sagði henni að ég gæti ekki verið svona og mér liði svo skelfilega. Á endanum fékk hún lærlinginn sinn til að sprauta einhverju vöðvaslakandi í öxlina á mér og ég var send heim,“ segir Kidda á vef sínum. Að því loknu hafi hún horft á kvikmynd með eiginmanni sínum og farið seint í rúmið eftir að hafa tekið inn síðustu verkjatöfluna þann daginn. Vaknaði blóðug í framan og máttvana „Næsta sem ég man er að ég vakna á gólfinu fyrir neðan stigann heima hjá mér. Sársaukinn í höfðinu var óbærilegur. Ég staulast einhvern veginn á fætur og nudda á mér andlitið. Hendurnar á mér urðu blautar og einhvern veginn klístraðar og þegar ég lít á hendurnar eru þær allar í blóði. Gólfið þar sem ég lá líka. Ég er gjörsamlega máttvana og staulast inn á bað og næ mér í handklæði sem ég set á höfuðið á mér. Ég man eftir að sjá mig hálfafskræmda í framan af blóði og bólgu á enninu.“ Kidda lýsir því hvernig hún hafi ekki getað staðið í fæturna og sofnað aftur þessa aðfaranótt 16. janúar. Þegar hún vaknaði á ný vakti hún eiginmann sinn og fóru þau niður á spítala þar sem ennið hennar var saumað og teknar sneiðmyndir. Í kjölfar þess taldi sérfræðingur ráðlegt að taka aðrar myndir með svokölluðu skuggaefni. „Þær myndir sýndu, svo ekki var um að villast að ég var með sprunginn æðagúl í höfðinu. Það var blæðing í höfðinu á mér. Ég fékk fréttirnar frá lækni og var auðvitað mjög brugðið við tíðindin,“ skrifar Kidda á hún.is. Í kjölfarið var ákveðið að framkvæma aðgerð á höfðinu á henni og við tók mjög erfið fimm klukkustunda bið eftir aðgerðinni. „Ég gat ekki sætt mig við að kannski myndi ég ekki vakna eftir aðgerðina. Það var jú verið að krukka í heilanum á mér sem var blæðandi og það er alltaf áhætta að fara í svæfingu og aðgerðir.“ Þakklát fyrir að vera enn á lífi Þegar Kidda vaknaði eftir aðgerðina fékk hún að vita að hún hafi gengið mjög vel. „Ég man bara eftir að augun fylltust af tárum og eina sem ég gat gert var að leggja snúrum tengda hönd mína á hans og segja „takk“. Ég var ennþá á lífi! Það var það eina sem skipti máli á þessum tíma.“ Kidda var í fimm daga á gjörgæslu eftir aðgerðina áður en hún var flutt á almenna deild og var útskrifuð af Landspítalanum þann 26. janúar síðastliðinn. Hún segist vera óendanlega þakklát fyrir að ekki hafi farið verr og færir starfsfólki á Landspítalanum sínar innilegustu þakkir. Kidda Svarfdal fjallar ítarlega um þessa erfiðu reynslu sína á vefnum hún.is og má þar lesa umfjöllunina í heild sinni. Heilbrigðismál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Kidda greinir ítarlega frá þessari átakanlegu reynslu á vef sínum hún.is. Hún telur sig heppna að vera á lífi og er óendanlega þakklát fyrir að ekki fór verr. Saga hennar hefst þegar hún yfirgaf Costco í Kauptúni ásamt dóttur sinni þann 12. janúar síðastliðinn. Var send heim „Við höfðum varla yfirgefið bílaplanið þegar ég fékk yfirþyrmandi verk í höfuðið. Þetta var eins og nístandi straumur frá hálsi hægra megin og fram í augu. Ég hélt í nokkrar sekúndur að ég þyrfti að finna leið til að keyra út í kant og hringja í sjúkrabíl.“ Eftir sat versti höfuðverkur sem Kidda hafði nokkurn tímann upplifað og leitaði hún fljótlega til læknis sem greindi hana með slæma vöðvabólgu. Að sögn Kiddu slógu verkjalyfin sem hún fékk ávísað ekki á verkina og fór líðan hennar versnandi. Eftir nokkurra daga þjáningar og aðra vöðvabólgugreiningu leitaði Kidda á bráðamóttökuna þann 15. janúar þegar hún vaknaði kvalin og máttfarin þriðja morguninn í röð. „Að lokum komst ég inn og fékk að tala við lækni. Hún var ekki á því að neitt væri hægt að gera og ég brotnaði niður. Sagði henni að ég gæti ekki verið svona og mér liði svo skelfilega. Á endanum fékk hún lærlinginn sinn til að sprauta einhverju vöðvaslakandi í öxlina á mér og ég var send heim,“ segir Kidda á vef sínum. Að því loknu hafi hún horft á kvikmynd með eiginmanni sínum og farið seint í rúmið eftir að hafa tekið inn síðustu verkjatöfluna þann daginn. Vaknaði blóðug í framan og máttvana „Næsta sem ég man er að ég vakna á gólfinu fyrir neðan stigann heima hjá mér. Sársaukinn í höfðinu var óbærilegur. Ég staulast einhvern veginn á fætur og nudda á mér andlitið. Hendurnar á mér urðu blautar og einhvern veginn klístraðar og þegar ég lít á hendurnar eru þær allar í blóði. Gólfið þar sem ég lá líka. Ég er gjörsamlega máttvana og staulast inn á bað og næ mér í handklæði sem ég set á höfuðið á mér. Ég man eftir að sjá mig hálfafskræmda í framan af blóði og bólgu á enninu.“ Kidda lýsir því hvernig hún hafi ekki getað staðið í fæturna og sofnað aftur þessa aðfaranótt 16. janúar. Þegar hún vaknaði á ný vakti hún eiginmann sinn og fóru þau niður á spítala þar sem ennið hennar var saumað og teknar sneiðmyndir. Í kjölfar þess taldi sérfræðingur ráðlegt að taka aðrar myndir með svokölluðu skuggaefni. „Þær myndir sýndu, svo ekki var um að villast að ég var með sprunginn æðagúl í höfðinu. Það var blæðing í höfðinu á mér. Ég fékk fréttirnar frá lækni og var auðvitað mjög brugðið við tíðindin,“ skrifar Kidda á hún.is. Í kjölfarið var ákveðið að framkvæma aðgerð á höfðinu á henni og við tók mjög erfið fimm klukkustunda bið eftir aðgerðinni. „Ég gat ekki sætt mig við að kannski myndi ég ekki vakna eftir aðgerðina. Það var jú verið að krukka í heilanum á mér sem var blæðandi og það er alltaf áhætta að fara í svæfingu og aðgerðir.“ Þakklát fyrir að vera enn á lífi Þegar Kidda vaknaði eftir aðgerðina fékk hún að vita að hún hafi gengið mjög vel. „Ég man bara eftir að augun fylltust af tárum og eina sem ég gat gert var að leggja snúrum tengda hönd mína á hans og segja „takk“. Ég var ennþá á lífi! Það var það eina sem skipti máli á þessum tíma.“ Kidda var í fimm daga á gjörgæslu eftir aðgerðina áður en hún var flutt á almenna deild og var útskrifuð af Landspítalanum þann 26. janúar síðastliðinn. Hún segist vera óendanlega þakklát fyrir að ekki hafi farið verr og færir starfsfólki á Landspítalanum sínar innilegustu þakkir. Kidda Svarfdal fjallar ítarlega um þessa erfiðu reynslu sína á vefnum hún.is og má þar lesa umfjöllunina í heild sinni.
Heilbrigðismál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira