Mikilvægur sigur hjá Alberti og félögum á meðan Guðlaugur Victor mátti þola súrt tap Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2021 15:15 Albert og félagar unnu góðan sigur í dag. ANP Sport/Getty Images Albert Guðmundsson og AZ Alkmaar vann mikilvægan sigur í Evrópubaráttunni í Hollandi. Á sama tíma eru Guðlaugur Victor Pálsson og samherjar hans í Darmstadt að sogast niður í fallbaráttu þýsku B-deildarinnar. Þá hentu Hólmbert Aron Friðjónsson og hans menn í Brescia frá sér 3-0 forystu í ítölsku B-deildinni. Albert var í byrjunarliði AZ er liðið heimsótti FC Emmen í hollensku úrvalsdeildinni. Lék hann rúmar 90 mínútur á hægri væng liðsins í dag en var tekinn af velli í uppbótartíma leiksins. Eina mark leiksins skoraði Yukinari Sugawara á 71. mínútu og tryggði gestunum í AZ þar með stigin þrjú. Albert og félagar eru nú í 4. sæti deildarinnar með 40 stig en þar fyrir ofan eru Vitesse með 42, PSV Einhoven með 43 og svo Ajax á toppi deildarinnar með 50 stig. Öll liðin eiga leik til góða á AZ. Guðlaugur Victor lék allan leikinn á miðri miðju Darmstadt sem tapaði 2-1 á eins súran hátt og hægt er gegn Nürnberg. Gestirnir höfðu komist yfir um miðbik síðari hálfleiks en Fabian Holland jafnaði metin fyrir Darmstadt úr vítaspyrnu á 90. mínútu leiksins. Þegar þrjár mínútur voru svo komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Nicolai Rapp sjálfsmark og gestirnir fóru með 2-1 sigur af hólmi. Guðlaugur Victor og félagar eru nú í 13. sæti af 18 með 22 stig eftir 20 leiki, fimm stigum fyrir ofan fallsæti. Guðlaugur Victor Pálsson hefur leikið vel með Darmstadt þrátt fyrir að liðinu hafi gengið illa.MYND/STÖÐ 2 SPORT Þá hentu Hólmbert Aron Friðjónsson og hans menn í Brescia frá sér 3-0 forystu í ítölsku B-deildinni er liðið gerði 3-3 jafntefli við Cittadella. Staðan var 3-1 þegar Hólmbert Aron kom inn af bekknum á 75. mínútu en því miður skoruðu gestirnir tvívegis í kjölfarið og lauk leiknum með jafntefli. Brescia er í 14. sæti ítölsku B-deildarinnar með 22 stig að loknum 21 leik, rétt fyrir ofan fallsæti. Birkir Bjarnason var ekki í leikmannahóp Brescia í dag. Fótbolti Hollenski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Sjá meira
Þá hentu Hólmbert Aron Friðjónsson og hans menn í Brescia frá sér 3-0 forystu í ítölsku B-deildinni. Albert var í byrjunarliði AZ er liðið heimsótti FC Emmen í hollensku úrvalsdeildinni. Lék hann rúmar 90 mínútur á hægri væng liðsins í dag en var tekinn af velli í uppbótartíma leiksins. Eina mark leiksins skoraði Yukinari Sugawara á 71. mínútu og tryggði gestunum í AZ þar með stigin þrjú. Albert og félagar eru nú í 4. sæti deildarinnar með 40 stig en þar fyrir ofan eru Vitesse með 42, PSV Einhoven með 43 og svo Ajax á toppi deildarinnar með 50 stig. Öll liðin eiga leik til góða á AZ. Guðlaugur Victor lék allan leikinn á miðri miðju Darmstadt sem tapaði 2-1 á eins súran hátt og hægt er gegn Nürnberg. Gestirnir höfðu komist yfir um miðbik síðari hálfleiks en Fabian Holland jafnaði metin fyrir Darmstadt úr vítaspyrnu á 90. mínútu leiksins. Þegar þrjár mínútur voru svo komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Nicolai Rapp sjálfsmark og gestirnir fóru með 2-1 sigur af hólmi. Guðlaugur Victor og félagar eru nú í 13. sæti af 18 með 22 stig eftir 20 leiki, fimm stigum fyrir ofan fallsæti. Guðlaugur Victor Pálsson hefur leikið vel með Darmstadt þrátt fyrir að liðinu hafi gengið illa.MYND/STÖÐ 2 SPORT Þá hentu Hólmbert Aron Friðjónsson og hans menn í Brescia frá sér 3-0 forystu í ítölsku B-deildinni er liðið gerði 3-3 jafntefli við Cittadella. Staðan var 3-1 þegar Hólmbert Aron kom inn af bekknum á 75. mínútu en því miður skoruðu gestirnir tvívegis í kjölfarið og lauk leiknum með jafntefli. Brescia er í 14. sæti ítölsku B-deildarinnar með 22 stig að loknum 21 leik, rétt fyrir ofan fallsæti. Birkir Bjarnason var ekki í leikmannahóp Brescia í dag.
Fótbolti Hollenski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Sjá meira