Framleiðendur kosningavéla stefna á fleiri lögsóknir Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2021 14:11 Kröfur Dominion snúa að nokkrum samfélagsmiðlum og efnisveitum. GettyMuhammed Selim Korkutata Forsvarsmenn fyrirtækisins Dominion Voting Systems, sem framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum, hafa farið fram á það að færslur og myndbönd þar sem talað var um fyrirtækið á Facebook, YouTube, Twitter og Parler verði varðveittar af starfsmönnum fyrirtækjanna sem gera þessa miðla út. Jafnvel þó færslurnar og myndböndin hafi verið fjarlægðar af miðlunum sem um ræðir. Í kröfubréfum frá lögmönnum Dominion segir að færslurnar séu mikilvægar varðandi meiðyrðamál fyrirtækisins varðandi ásakanir um kosningasvindl sem snýr að kosningavélum fyrirtækisins. Banda- og stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa haldið því fram að kosningavélar Dominion hafi verið notaðar til umfangsmikils kosningasvindls sem hafi kostað forsetann fyrrverandi sigur í kosningunum í nóvember. Því hefur jafnvel verið haldið fram að um alþjóðlegt samsæri kommúnista væri að ræða. Sjá einnig: „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Dominion hefur höfðað meiðyrðamál gegn bæði Sydney Powell, sem var í lögfræðiteymi Trumps, og Rudy Giuliani, einkalögmanni Trumps, og krafið þau um meira en milljarð dala hvort. Vert er að benda á að engar sannanir um þetta meinta samsæri hafa litið dagsins ljós. Í frétt Washington Post segir að nýja kröfur Dominion snúi meðal annars að færslum og myndböndum frá Dan Bongino, sem er áhrifamikill hægri sinnaður útvarpsmaður og álitsgjafi, Maríu Bartiromo þáttastjórnanda Fox News, Mike Lindell umdeildum forstjóra MyPillow og Sydney Powell. Sömuleiðis snúa kröfurnar að Fox, One America News Network, Newsmax og Donald Trump á Twitter. Í kröfubréfunum kemur fram að fyrirtækið muni kæra fleiri aðila á næstunni. Starfsmenn Facebook, Twitter og YouTube hafa fjarlægt fjölda færsla og myndbanda sem brjóta gegn skilmálum miðlanna um kosningatengdar rangfærslur frá því í nóvember en það hefur skilað misgóðum árangri. Parler er í raun ekki lengur á netinu eftir að Amazon, Apple og Google hættu að þjónusta miðilinn vegna brot á skilmálum fyrirtækjanna varðandi það að hvetja til ofbeldis. Þáttastjórnandinn gekk á brott Mike Lindell, sem hefur ítrekað borið fram ásakanir um kosningasvik, var í vikunni í viðtalið í beinni útsendingu hjá Newsmax. Þar stóð til að tala um af hverju Twitter hefði lokað á hann og útskúfunarmenningu (e. cancel culture). Lindell vildi þó ekki hætta að staðhæfa að kosningavélar Dominion hefðu verið notaðar til að svindla á Trump og á endanum gekk annar þáttastjórnandinn úr setti. Nýlegar kröfur Dominion snúa bæði að Newsmax og Lindell. Newsmax invites Mike Lindell, who advocated for a coup and spews dangerous conspiracy theories, on air. It didn't go well. pic.twitter.com/6xzSgXlHua— Jason Campbell (@JasonSCampbell) February 2, 2021 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira
Jafnvel þó færslurnar og myndböndin hafi verið fjarlægðar af miðlunum sem um ræðir. Í kröfubréfum frá lögmönnum Dominion segir að færslurnar séu mikilvægar varðandi meiðyrðamál fyrirtækisins varðandi ásakanir um kosningasvindl sem snýr að kosningavélum fyrirtækisins. Banda- og stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa haldið því fram að kosningavélar Dominion hafi verið notaðar til umfangsmikils kosningasvindls sem hafi kostað forsetann fyrrverandi sigur í kosningunum í nóvember. Því hefur jafnvel verið haldið fram að um alþjóðlegt samsæri kommúnista væri að ræða. Sjá einnig: „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Dominion hefur höfðað meiðyrðamál gegn bæði Sydney Powell, sem var í lögfræðiteymi Trumps, og Rudy Giuliani, einkalögmanni Trumps, og krafið þau um meira en milljarð dala hvort. Vert er að benda á að engar sannanir um þetta meinta samsæri hafa litið dagsins ljós. Í frétt Washington Post segir að nýja kröfur Dominion snúi meðal annars að færslum og myndböndum frá Dan Bongino, sem er áhrifamikill hægri sinnaður útvarpsmaður og álitsgjafi, Maríu Bartiromo þáttastjórnanda Fox News, Mike Lindell umdeildum forstjóra MyPillow og Sydney Powell. Sömuleiðis snúa kröfurnar að Fox, One America News Network, Newsmax og Donald Trump á Twitter. Í kröfubréfunum kemur fram að fyrirtækið muni kæra fleiri aðila á næstunni. Starfsmenn Facebook, Twitter og YouTube hafa fjarlægt fjölda færsla og myndbanda sem brjóta gegn skilmálum miðlanna um kosningatengdar rangfærslur frá því í nóvember en það hefur skilað misgóðum árangri. Parler er í raun ekki lengur á netinu eftir að Amazon, Apple og Google hættu að þjónusta miðilinn vegna brot á skilmálum fyrirtækjanna varðandi það að hvetja til ofbeldis. Þáttastjórnandinn gekk á brott Mike Lindell, sem hefur ítrekað borið fram ásakanir um kosningasvik, var í vikunni í viðtalið í beinni útsendingu hjá Newsmax. Þar stóð til að tala um af hverju Twitter hefði lokað á hann og útskúfunarmenningu (e. cancel culture). Lindell vildi þó ekki hætta að staðhæfa að kosningavélar Dominion hefðu verið notaðar til að svindla á Trump og á endanum gekk annar þáttastjórnandinn úr setti. Nýlegar kröfur Dominion snúa bæði að Newsmax og Lindell. Newsmax invites Mike Lindell, who advocated for a coup and spews dangerous conspiracy theories, on air. It didn't go well. pic.twitter.com/6xzSgXlHua— Jason Campbell (@JasonSCampbell) February 2, 2021
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira