Til þess að ræða stöðuna fær Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, til sín þau Kristínu Theódóru Þórarinsdóttur, formann Félags talmeinafræðinga á Íslandi, Reyni Geir Tómasson, fyrrverandi prófessor og yfirlækni á Kvennadeild Landspítala, og Unni Pétursdóttur, formann Félags sjúkraþjálfara á Íslandi.
„Leitast verður við að svara spurningum eins og hvað veldur þessari löngu bið og hvaða stefnubreytingum við getum unnið að til að draga úr vandanum og bæta líf fólksins sem treystir á að heilbrigðisþjónustan okkar virki sem skyldi,“ segir í tilkynningu.
Fundurinn hefst klukkan 12:00 og stendur í 45 mínútur.