Leggur Conor McGregor enn illa bólginn eftir bardagann við Poirier Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2021 09:01 Conor McGregor sést hér eftir tapið á móti Dustin Poirier en hægri leggurinn hans átti eftir að bólgna miklu miklu meira á næstu klukkutímunum á eftir. Getty/Jeff Bottari Við höfum heyrt talað um akkilesarhæl en kannski er líka hægt að tala um „akkilesarlegg“ hjá írska bardagamanninum Conor McGregor eftir frekar óvænt tap í síðasta bardaga. Það eru tvær vikur síðan að Conor McGregor tapaði á móti Dustin Poirier en hann er enn að glíma við eftirmála bardagans. Taktík Dustin Poirier að einblína á legginn hans McGregor gekk upp. Poirier náði átján spörkum í legg Írans sem endaði með því að hann gaf sig undan honum. Conor McGregor fór í gólfið og um leið opnaðist sóknarfærið fyrir Poirier til að klára bardagann sem og hann gerði. No wonder Notorious was given such a lengthy medical suspension - this looks brutal #UFC #UFC257 https://t.co/s2iwj7yhXT— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 4, 2021 McGregor hafði ekki litið illa út framan af bardaganum en honum tókst ekki að klára Poirier og tapaði á tæknilegu rothöggi. Conor McGregor sýndi fylgjendum sínum nýjustu stöðuna á leggnum á samfélagsmiðlum sínum. „Leggurinn minn er algjörlega dauður og þó að ég héldi að hann væri að ráða við spörkin frá Poirier þá gaf hann sig. Ég brást ekki rétt við og þannig er það. Dustin fær hrós fyrir það,“ sagði Conor McGregor um taktíkina sem felldi hann umfram allt annað. Það má sjá vel á myndinni af stöðunni á legg Conor McGregor að hann er ennþá mjög bólginn tveimur vikum eftir bardagann. Þar kom líka fram að taug í fæti hans hefði laskast. Conor McGregor gives detailed tactical breakdown of his stunning loss against Dustin Poirier https://t.co/mecwMcqDCW pic.twitter.com/G3Fw0oDKds— MailOnline Sport (@MailSport) February 4, 2021 Það er því ekkert skrýtið að læknalið UFC hafði ákveðið að Conor McGregor þyrfti sex mánaða hvíld til að jafna sig á meðferðinni í þessum bardaga. Það búast líka flestir við að sjá Conor koma aftur og heimta annan bardaga á móti umræddum Dustin Poirier. MMA Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Það eru tvær vikur síðan að Conor McGregor tapaði á móti Dustin Poirier en hann er enn að glíma við eftirmála bardagans. Taktík Dustin Poirier að einblína á legginn hans McGregor gekk upp. Poirier náði átján spörkum í legg Írans sem endaði með því að hann gaf sig undan honum. Conor McGregor fór í gólfið og um leið opnaðist sóknarfærið fyrir Poirier til að klára bardagann sem og hann gerði. No wonder Notorious was given such a lengthy medical suspension - this looks brutal #UFC #UFC257 https://t.co/s2iwj7yhXT— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 4, 2021 McGregor hafði ekki litið illa út framan af bardaganum en honum tókst ekki að klára Poirier og tapaði á tæknilegu rothöggi. Conor McGregor sýndi fylgjendum sínum nýjustu stöðuna á leggnum á samfélagsmiðlum sínum. „Leggurinn minn er algjörlega dauður og þó að ég héldi að hann væri að ráða við spörkin frá Poirier þá gaf hann sig. Ég brást ekki rétt við og þannig er það. Dustin fær hrós fyrir það,“ sagði Conor McGregor um taktíkina sem felldi hann umfram allt annað. Það má sjá vel á myndinni af stöðunni á legg Conor McGregor að hann er ennþá mjög bólginn tveimur vikum eftir bardagann. Þar kom líka fram að taug í fæti hans hefði laskast. Conor McGregor gives detailed tactical breakdown of his stunning loss against Dustin Poirier https://t.co/mecwMcqDCW pic.twitter.com/G3Fw0oDKds— MailOnline Sport (@MailSport) February 4, 2021 Það er því ekkert skrýtið að læknalið UFC hafði ákveðið að Conor McGregor þyrfti sex mánaða hvíld til að jafna sig á meðferðinni í þessum bardaga. Það búast líka flestir við að sjá Conor koma aftur og heimta annan bardaga á móti umræddum Dustin Poirier.
MMA Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira