Borgarstjórinn grínaðist með að skíra borgina „Tompa Bay“ ef Brady vinnur Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2021 16:31 Tom Brady er búinn að leiða lið Tampa Bay Buccaneers alla leið í Super Bowl leikinn á sínu fyrsta tímabili. Getty/Dylan Buell Tom Brady hefur gert magnaða hluti á fyrsta tímabili sínu með Tampa Bay Buccaneers og er nú aðeins einum sigri frá því að færa nýja félaginu sínu sigur í Super Bowl. Leikurinn um Ofurskálina er á sunnudagskvöldið og þar verður Tampa Bay Buccaneers fyrsta félagið í sögunni til að spila á heimavelli í Super Bowl. Mótherjarnir eru ríkjandi meistarar í Kansas City Chiefs. Jane Castor er borgarstjóri Tampa í Flórída fylki en hún er mikil íþróttaáhugakona. Hún sló á létta strengi í samtali við ESPN íþróttastöðina í aðdraganda Super Bowl. „Ég sagði honum að við ætlum ekki að fara pæla neitt í því að breyta nafni borgarinnar fyrr en hann komi heim með Lombardi bikarinn. Ég og Tom munum ræða þetta betur þegar að því kemur,“ sagði Jane Castor sem er sextug og hefur verið borgarstjóri frá því í maí 2019. Drop your captions below... pic.twitter.com/EeVX1Mq2gW— Tom Brady (@TomBrady) February 2, 2021 „Já við munum ræða það hvort við breytum nafni Tampa, nú þegar við erum orðin titlabær, í ‚Tompa Bay'. Við munum ræða það,“ sagði Castor í léttum tón. Þau eiga sér smá sögu því Tom Brady var rekinn úr almenningsgarði í apríl í fyrra þegar hann braut sóttvarnarreglur með því að vera að æfa í garðinum. Castor skrifaði í framhaldinu afsökunarbréf og talaði um misskilning en skaut um leið aðeins á Brady. „Tom, þetta er Tampa Bay. Ekki Tampa Brady. Ef þú færir okkur sigur í Super Bowl þá getum við rætt Tampa Brady,“ skrifaði Jane Castor. Tom Brady vann sex meistaratitla með New England Patriots þar sem hann spilaði í tuttugu ár. Hann var hins vegar ekki lengi að breyta í Tampa Bay Buccaneers í lið sem getur farið alla leið. Liðið hefur ekki verið inn í myndinni síðustu ár en það beyttist snögglega með komu Brady. Day of @CityofTampa #BucsSpiritWeek - my office is repping the Bucs all the way! Details on how to participate throughout the week: https://t.co/Ub4ekUwfZm. Don t forget to tag @CityofTampa and @Buccaneers. pic.twitter.com/q0IIrT5mx5— Jane Castor (@JaneCastor) February 1, 2021 Jane Castor lofar því jafnframt að ef Tampa Bay Buccaneers liðið vinni leikinn á sunnudaginn þá muni borgin halda hér eftir upp á Tom Brady daginn. Super Bowl leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á sunnudagskvöldið. Upphitunun hefst klukkan 22.00 en leikurinn síðan um klukkan 23.25. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Ofurskálin Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var óþarflega spennandi“ Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Sjá meira
Leikurinn um Ofurskálina er á sunnudagskvöldið og þar verður Tampa Bay Buccaneers fyrsta félagið í sögunni til að spila á heimavelli í Super Bowl. Mótherjarnir eru ríkjandi meistarar í Kansas City Chiefs. Jane Castor er borgarstjóri Tampa í Flórída fylki en hún er mikil íþróttaáhugakona. Hún sló á létta strengi í samtali við ESPN íþróttastöðina í aðdraganda Super Bowl. „Ég sagði honum að við ætlum ekki að fara pæla neitt í því að breyta nafni borgarinnar fyrr en hann komi heim með Lombardi bikarinn. Ég og Tom munum ræða þetta betur þegar að því kemur,“ sagði Jane Castor sem er sextug og hefur verið borgarstjóri frá því í maí 2019. Drop your captions below... pic.twitter.com/EeVX1Mq2gW— Tom Brady (@TomBrady) February 2, 2021 „Já við munum ræða það hvort við breytum nafni Tampa, nú þegar við erum orðin titlabær, í ‚Tompa Bay'. Við munum ræða það,“ sagði Castor í léttum tón. Þau eiga sér smá sögu því Tom Brady var rekinn úr almenningsgarði í apríl í fyrra þegar hann braut sóttvarnarreglur með því að vera að æfa í garðinum. Castor skrifaði í framhaldinu afsökunarbréf og talaði um misskilning en skaut um leið aðeins á Brady. „Tom, þetta er Tampa Bay. Ekki Tampa Brady. Ef þú færir okkur sigur í Super Bowl þá getum við rætt Tampa Brady,“ skrifaði Jane Castor. Tom Brady vann sex meistaratitla með New England Patriots þar sem hann spilaði í tuttugu ár. Hann var hins vegar ekki lengi að breyta í Tampa Bay Buccaneers í lið sem getur farið alla leið. Liðið hefur ekki verið inn í myndinni síðustu ár en það beyttist snögglega með komu Brady. Day of @CityofTampa #BucsSpiritWeek - my office is repping the Bucs all the way! Details on how to participate throughout the week: https://t.co/Ub4ekUwfZm. Don t forget to tag @CityofTampa and @Buccaneers. pic.twitter.com/q0IIrT5mx5— Jane Castor (@JaneCastor) February 1, 2021 Jane Castor lofar því jafnframt að ef Tampa Bay Buccaneers liðið vinni leikinn á sunnudaginn þá muni borgin halda hér eftir upp á Tom Brady daginn. Super Bowl leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á sunnudagskvöldið. Upphitunun hefst klukkan 22.00 en leikurinn síðan um klukkan 23.25. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Ofurskálin Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var óþarflega spennandi“ Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti