Gjörólíkir öskudagar í Kringlunni og Smáralind Atli Ísleifsson skrifar 4. febrúar 2021 13:38 Frá Öskudeginum í Smáralind á síðasta ári. Vísir/Sigurjón Stjórnendur Kringlunnar stefna á að geta boðið börn í nammileit velkomin og vera með dagskrá fyrir þau á Öskudaginn sem haldinn er 17. febrúar í ár. Rekstraraðilar verslana í Kringlunni hafa í pósti verið hvattir til að vera með glaðninga þegar börnin mæta. Stjórnendur Smáralindar hafa hins vegar ákveðið að blása af hátíðahöldin að þessu sinni vegna heimsfaraldursins. Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segir í samtali við Vísi að þó að stefnt sé að því að vera með dagskrá verði farið að öllu með gát. „Við tökum náttúrulega einn dag í einu og fylgjumst grannt með öllum fréttum og því sem tengist veirumálum. En við viljum að sjálfsögðu vera með eitthvað fyrir börnin á þessum degi og erum með plön uppi á borðunum. En það er enn hálfur mánuður í þetta og það sama á við í dag og hefur verið síðasta árið – það sem á við í dag á ekki endilega við á morgun,“ segir Baldvina. Hún segir að leitast hafi verið eftir því við verslanir að vera klárar á þessum degi, sýnist stjórnendum svo að öruggt sé að vera með dagskrá og bjóða börnum upp á glaðninga. Kringlan hefur á síðustu árum fyllst af börnum á Öskudeginum.Vísir/Sigurjón Í pósti stjórnenda Kringlunnar til rekstraraðila segir að þá langi mikið til að gleðja börnin á þessum degi og vera með dagskrá líkt og í fyrra þegar við boðið var upp á viðburð á Blómatorgi – að slá köttinn úr tunnunni. Nú gangi áætlunin út á að skipta dagskránni á tvö til þrjú svæði til að dreifa þátttakendum. Þá verði ítrustu sóttvarna beitt. Smáralind tekur þetta með enn meiri stæl að ári Aðra sögu er að segja af Smáralind þar sem hátíðahöld vegna Öskudagsins hafi þegar verið blásin af. Tinna Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Smáralindar, segir vilja til að tryggja öflugar sóttvarnir í húsinu og í ljósi sóttvarnareglna og samkomutakmarkana sé ekki talið rétt að halda Öskudaginn hátíðlegan að þessu sinni. „Við kappkostum að vera örugg hérna húsinu. Hingað koma fleiri þúsund börn þennan dag, mikið líf og fjör í húsinu. Svo við teljum það ekki vera rétt að hvetja til þess að verslanir séu með glaðninga fyrir börnin að þessu sinni. Við gerum þetta með enn meiri stæl að ári þegar við höldum þennan og fleiri daga hátíðlega,“ segir Tinna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Öskudagur Kringlan Reykjavík Smáralind Kópavogur Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnendur telja hagvaxtarhorfur hafa versnað umtalsvert Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Sjá meira
Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segir í samtali við Vísi að þó að stefnt sé að því að vera með dagskrá verði farið að öllu með gát. „Við tökum náttúrulega einn dag í einu og fylgjumst grannt með öllum fréttum og því sem tengist veirumálum. En við viljum að sjálfsögðu vera með eitthvað fyrir börnin á þessum degi og erum með plön uppi á borðunum. En það er enn hálfur mánuður í þetta og það sama á við í dag og hefur verið síðasta árið – það sem á við í dag á ekki endilega við á morgun,“ segir Baldvina. Hún segir að leitast hafi verið eftir því við verslanir að vera klárar á þessum degi, sýnist stjórnendum svo að öruggt sé að vera með dagskrá og bjóða börnum upp á glaðninga. Kringlan hefur á síðustu árum fyllst af börnum á Öskudeginum.Vísir/Sigurjón Í pósti stjórnenda Kringlunnar til rekstraraðila segir að þá langi mikið til að gleðja börnin á þessum degi og vera með dagskrá líkt og í fyrra þegar við boðið var upp á viðburð á Blómatorgi – að slá köttinn úr tunnunni. Nú gangi áætlunin út á að skipta dagskránni á tvö til þrjú svæði til að dreifa þátttakendum. Þá verði ítrustu sóttvarna beitt. Smáralind tekur þetta með enn meiri stæl að ári Aðra sögu er að segja af Smáralind þar sem hátíðahöld vegna Öskudagsins hafi þegar verið blásin af. Tinna Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Smáralindar, segir vilja til að tryggja öflugar sóttvarnir í húsinu og í ljósi sóttvarnareglna og samkomutakmarkana sé ekki talið rétt að halda Öskudaginn hátíðlegan að þessu sinni. „Við kappkostum að vera örugg hérna húsinu. Hingað koma fleiri þúsund börn þennan dag, mikið líf og fjör í húsinu. Svo við teljum það ekki vera rétt að hvetja til þess að verslanir séu með glaðninga fyrir börnin að þessu sinni. Við gerum þetta með enn meiri stæl að ári þegar við höldum þennan og fleiri daga hátíðlega,“ segir Tinna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Öskudagur Kringlan Reykjavík Smáralind Kópavogur Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnendur telja hagvaxtarhorfur hafa versnað umtalsvert Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Sjá meira