Boris Johnson forsætisráðherra var á meðal þeirra sem heiðruðu Moore með lófataki.
Moore, sem varð hundrað ára á síðasta ári, var lagður inn á sjúkrahús með kórónuveiruna síðastliðna helgi. Hann lést í gær.
Moore öðlaðist heimsfrægð í fyrra eftir að hann safnaði meira en 32 milljónum punda, um sex milljörðum króna, fyrir breska heilbrigðiskerfið í tilefni af hundrað ára afmæli sínu. Elísabet Bretadrottning sæmdi hann í kjölfarið riddaratign fyrir ómetanlegt framlag sitt til heilbrigðiskerfisins.
Í upphafi ætlaði Moore sér aðeins að safna þúsund pundum í formi áheita á hann, en hann hugðist ganga hundrað hringi um garðinn sinn í tilefni stórafmælisins í fyrra. Í myndbandinu hér að neðan sést fólk víða um Bretland klappa til heiðurs Moore um leið og klukkan sló sex í kvöld.
Watch live as people across the nation join the prime minister to clap for Captain Sir Tom Moore and healthcare workers #ClapForCaptainTom https://t.co/R0mE1DjFQt
— Sky News (@SkyNews) February 3, 2021