Gjaldtaka fyrirhuguð á Sundabrú Heimir Már Pétursson skrifar 3. febrúar 2021 19:21 Samgönguráðherra leggur til að ráðist verði í lagningu Sundabrautar með brú frá Holtagörðum yfir í Gufunes. Heildarkostnaður yrði sextíu og níu milljarðar króna og mun hagkvæmari en lagning jarðgangna á þessari leið. Starfshópur á vegum Sigurðar Inga Jóhannesonar samgönguráðherra hefur skilað skýrslu um mat á brú annars vegar og jarðgöngum hins vegar í tengslum við lagninu Sundabrautar. Niðurstaðan er sú að Sundabraut með brú yrði fjórtán milljörðum ódýrari en með göngum. Heildarkostnaður við verkið yrði 69 milljarðar í stað áttatíu og þriggja. Borgin og ríkið hafa tekist á um það í áratugi hvar Sundabraut eigi að liggja. Verði sú leið farin sem nú er lagt til mun Sundabrú liggja í beinni línu frá Holtavegi yfir á Gufunes og stór hluti brúarinnar verður á stólpum á landi. samgönguráðuneytið Brúin lægi í boga frá Holtavegi að Gufunesi þar sem hæst yrðu 30 metrar frá haffleti að brúargólfi þannig að minni flutningaskip gætu siglt undir brúna að athafnasvæði Samskipa. Tvær akreinar í hvora átt með göngu- og hjólastígum. Hér sést niður eftir Holtavegi að athafnasvæði Samskipa en brú yfir Kleppsvík myndi liggja beint frá Holtavegi yfir í Gufunes.Stöð 2/Sigurjón Sundabraut er hluti af samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfðuðborgarsvæðinu. Fulltrúar þeirra, ráðuneytisins Vegagerðarinnar og Faxaflóahafna áttu sæti í starfshópnum sem nú hefur skilað niðurstöðum. Sigurður Ingi Jóhannesson samgönguráðherra telur að sátt verði um Sundabraut með brú milli Holtagarða og Gufuness.Stöð 2/Sigurjón „Niðurstaða mín eftir að hafa séð þessa skýrslu er að vera sammála starfshópnum. Um að þessi valkostur sé mjög góður fyrir samgöngur og samgöngubætur hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigurður Ingi. Nýr þjóðvegur yrði lagður frá brúarenda í Gufunesi, með brúm í Leirvogi og Kollafirði upp á Kjalarnes. Ráðherra segir að hægt sé að hefja skipulags og hönnunarvinnu bráðlega þannig að framkvæmdir gætu hafist eftir um fjögur ár með verklokum á bilinu 2029 eða þrjátíu. Samgönguráðherra segir bráðlega hægt að hefja hönnun og undirbúning að lagningu Sundabrautar, sem hafi verið á aðalskipulagi Reykjavíkur allt frá árinu 1975.Stöð 2/Sigurjón Sundabraut er eitt þeirra verkefna sem Alþingi samþykkti að yrði samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila. Þýðir það að það verður gjaldtaka á þessari leið? „Já þegar framkvæmdum myndi ljúka verður galdtaka.“ Hvað myndi sú gjaldtaka standa í mörg ár? „Það þyrfti að koma í ljós við fýsileikakönnun. Gæti reyndar einnig skýrst við félags-hagfræðilega könnun sem gerð verður líka á næstu mánuðum,“ segir Sigurður Ingi. Fram kom á fréttamannafundi ráðherrans í dag að töluverð röskun yrði ástarfsemi Samskipa og fleiri aðila við Holtagarða á framkvæmdatímanum. Þá þyrfti að framlengja hafnargarð lengra til vesturs á athafnasvæði Samskipa fyrir stærri skip félagins sem ekki kæmust undir brúna. Samgöngur Reykjavík Sundabraut Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vegtollar Tengdar fréttir Sundabraut verður Sundabrú, lengsta brú á Íslandi Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins gerir ráð fyrir því að Sundabrú verði tilbúin árið 2029 eða 2030. Mat sérfræðihóps sem Vegagerðin fór fyrir komst að þeirri niðurstöðu að brú væri töluvert betri kostur en jarðgöng sem einnig voru á teikniborðinu. Sigurður Ingi kynnti niðurstöðurnar á kynningarfundi á öðrum tímanum í dag. 3. febrúar 2021 13:47 Bein útsending: Ráðherra kynnir valkosti um legu Sundabrautar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun í dag kynna niðurstöður starfshóps á vegum Vegagerðarinnar, sem var falið að meta tvo valkosti um legu Sundabrautar. 3. febrúar 2021 13:20 Þörf á mun meiri inniviðafjárfestingum opinberra aðila en áætlað er Formaður Samtaka iðnaðarins segir þörf á mun meiri fjárfestingum í innviðum landsins en áætlanir opinberra aðila upp á 139 milljaðar kveða á um á þessu ári. Í kreppunni nú vegna kórónuveirufaraldurins sé rétti tíminn til að gefa verulega í. 27. janúar 2021 19:21 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Starfshópur á vegum Sigurðar Inga Jóhannesonar samgönguráðherra hefur skilað skýrslu um mat á brú annars vegar og jarðgöngum hins vegar í tengslum við lagninu Sundabrautar. Niðurstaðan er sú að Sundabraut með brú yrði fjórtán milljörðum ódýrari en með göngum. Heildarkostnaður við verkið yrði 69 milljarðar í stað áttatíu og þriggja. Borgin og ríkið hafa tekist á um það í áratugi hvar Sundabraut eigi að liggja. Verði sú leið farin sem nú er lagt til mun Sundabrú liggja í beinni línu frá Holtavegi yfir á Gufunes og stór hluti brúarinnar verður á stólpum á landi. samgönguráðuneytið Brúin lægi í boga frá Holtavegi að Gufunesi þar sem hæst yrðu 30 metrar frá haffleti að brúargólfi þannig að minni flutningaskip gætu siglt undir brúna að athafnasvæði Samskipa. Tvær akreinar í hvora átt með göngu- og hjólastígum. Hér sést niður eftir Holtavegi að athafnasvæði Samskipa en brú yfir Kleppsvík myndi liggja beint frá Holtavegi yfir í Gufunes.Stöð 2/Sigurjón Sundabraut er hluti af samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfðuðborgarsvæðinu. Fulltrúar þeirra, ráðuneytisins Vegagerðarinnar og Faxaflóahafna áttu sæti í starfshópnum sem nú hefur skilað niðurstöðum. Sigurður Ingi Jóhannesson samgönguráðherra telur að sátt verði um Sundabraut með brú milli Holtagarða og Gufuness.Stöð 2/Sigurjón „Niðurstaða mín eftir að hafa séð þessa skýrslu er að vera sammála starfshópnum. Um að þessi valkostur sé mjög góður fyrir samgöngur og samgöngubætur hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigurður Ingi. Nýr þjóðvegur yrði lagður frá brúarenda í Gufunesi, með brúm í Leirvogi og Kollafirði upp á Kjalarnes. Ráðherra segir að hægt sé að hefja skipulags og hönnunarvinnu bráðlega þannig að framkvæmdir gætu hafist eftir um fjögur ár með verklokum á bilinu 2029 eða þrjátíu. Samgönguráðherra segir bráðlega hægt að hefja hönnun og undirbúning að lagningu Sundabrautar, sem hafi verið á aðalskipulagi Reykjavíkur allt frá árinu 1975.Stöð 2/Sigurjón Sundabraut er eitt þeirra verkefna sem Alþingi samþykkti að yrði samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila. Þýðir það að það verður gjaldtaka á þessari leið? „Já þegar framkvæmdum myndi ljúka verður galdtaka.“ Hvað myndi sú gjaldtaka standa í mörg ár? „Það þyrfti að koma í ljós við fýsileikakönnun. Gæti reyndar einnig skýrst við félags-hagfræðilega könnun sem gerð verður líka á næstu mánuðum,“ segir Sigurður Ingi. Fram kom á fréttamannafundi ráðherrans í dag að töluverð röskun yrði ástarfsemi Samskipa og fleiri aðila við Holtagarða á framkvæmdatímanum. Þá þyrfti að framlengja hafnargarð lengra til vesturs á athafnasvæði Samskipa fyrir stærri skip félagins sem ekki kæmust undir brúna.
Samgöngur Reykjavík Sundabraut Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vegtollar Tengdar fréttir Sundabraut verður Sundabrú, lengsta brú á Íslandi Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins gerir ráð fyrir því að Sundabrú verði tilbúin árið 2029 eða 2030. Mat sérfræðihóps sem Vegagerðin fór fyrir komst að þeirri niðurstöðu að brú væri töluvert betri kostur en jarðgöng sem einnig voru á teikniborðinu. Sigurður Ingi kynnti niðurstöðurnar á kynningarfundi á öðrum tímanum í dag. 3. febrúar 2021 13:47 Bein útsending: Ráðherra kynnir valkosti um legu Sundabrautar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun í dag kynna niðurstöður starfshóps á vegum Vegagerðarinnar, sem var falið að meta tvo valkosti um legu Sundabrautar. 3. febrúar 2021 13:20 Þörf á mun meiri inniviðafjárfestingum opinberra aðila en áætlað er Formaður Samtaka iðnaðarins segir þörf á mun meiri fjárfestingum í innviðum landsins en áætlanir opinberra aðila upp á 139 milljaðar kveða á um á þessu ári. Í kreppunni nú vegna kórónuveirufaraldurins sé rétti tíminn til að gefa verulega í. 27. janúar 2021 19:21 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Sundabraut verður Sundabrú, lengsta brú á Íslandi Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins gerir ráð fyrir því að Sundabrú verði tilbúin árið 2029 eða 2030. Mat sérfræðihóps sem Vegagerðin fór fyrir komst að þeirri niðurstöðu að brú væri töluvert betri kostur en jarðgöng sem einnig voru á teikniborðinu. Sigurður Ingi kynnti niðurstöðurnar á kynningarfundi á öðrum tímanum í dag. 3. febrúar 2021 13:47
Bein útsending: Ráðherra kynnir valkosti um legu Sundabrautar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun í dag kynna niðurstöður starfshóps á vegum Vegagerðarinnar, sem var falið að meta tvo valkosti um legu Sundabrautar. 3. febrúar 2021 13:20
Þörf á mun meiri inniviðafjárfestingum opinberra aðila en áætlað er Formaður Samtaka iðnaðarins segir þörf á mun meiri fjárfestingum í innviðum landsins en áætlanir opinberra aðila upp á 139 milljaðar kveða á um á þessu ári. Í kreppunni nú vegna kórónuveirufaraldurins sé rétti tíminn til að gefa verulega í. 27. janúar 2021 19:21