Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Stjarnan 24-27 | Torsóttur Stjörnusigur Andri Már Eggertsson skrifar 3. febrúar 2021 21:47 Stjörnumenn gátu fagnað í kvöld. vísir/hulda margrét ÍR byrjaði leikinn stórkostlega og mátti sjá á liðinu að þeir voru staðráðnir í að svara fyrir slæmt tap á móti Gróttu í seinustu umferð. ÍR tók frumkvæði strax í upphafi leiks með að skora fyrstu þrjú mörk leiksins. Skömmu seinna skoraði Brynjar Hólm Grétarsson þriðja mark Stjörnunar í leiknum og minnkaði leikinn í eitt mark. Þetta mark þriðja mark Stjörnunnar reyndist vera brekka sem þeir áttu í miklum vandræðum með að komast yfir því ÍR átti stórkostlegan kafla þar sem allt kepp upp hjá þeim bæði varnar og sóknarlega, það sást langar leiðir að ÍR voru að njóta þess að spila fyrir hvorn annan og skein gleðin af þeim í þessum kafla. Patrekur Jóhannesson tók sitt annað leikhlé í stöðunni 10 - 3 og breytti til í leik sinna manna. Stjarnan fór í 7 á 6 með Björgvin Hólmgeirsson sem aukamann og breyttu líka til í varnarleiknum þar sem þeir fóru í 5 -1 vörn. Þessar breytingar áttu eftir að skila sér því það var allt annað að sjá til Stjörnunnar sem jöfnuðu leikinn í 11 - 11 rétt áður en fyrri hálfleikur var flautaður af. Stjarnan hélt sínu leikskipulagi með að hafa aukamann inn á sem var að ganga ágætlega hjá þeim og komust þeir tveimur mörkum yfir snemma í seinni hálfleik. ÍR sýndu allt hvað þeir gátu og voru aldrei langt undan Stjörnunni og var Ólafur Rafn Gíslason markmaður ÍR að verja vel sem hélt þeim lengi inn í leiknum. ÍR komst yfir þegar tæpar tólf mínútur voru eftir af leiknum og var meðbyr með þeim á þeim tíma og stefndi allt í hörkuspennandi leik til enda. Það átti sér stað mikil reykistefna þegar ÍR lenti tveimur mönnum færri með skömmu millibili, fyrst var það Viktor Sigurðsson sem fékk tvær fyrir að henda boltanum frá sér eftir að hafa fengið á sig ruðning síðan var það Andri Heimir sem virtist fara of seint í Brynjar til að fiska ruðning og fór sömu leið. Þetta gerði ÍR mjög erfitt fyrir og kláruðu Stjarnan leikinn fagmanlega 24 - 27 að lokum. Af hverju vann Stjarnan? Reynsla og breidd Stjörnunnar kom í ljós í lok leiks þar sem þeir fóru að taka betri ákvarðanir en ÍR og enduðu þeir á 3-0 kafla sem kláraði leikinn. Stjarnan spilaði með auka mann í sókn lengi vel eftir að liðið lenti sjö mörkum undir til að byrja með, það virkaði að mörku leyti þar sem þeir fóru að finna opnanir í vörn ÍR inga í stað þess að negla bara á markið hver í sínu horni líkt og þeir höfðu verið að gera. Hverjir stóðu upp úr? Útilína ÍR var að spila mjög vel á köflum, Gunnar Valdimar, Viktor Sigurðsson og Andri Heimir skiluðu allir góðu framlagi og voru að skora mörk á mikilvægum tímapunktum í gangi leiksins. Ólafur Rafn Gíslason var frábær í markinu hjá ÍR hann varði vel tók nokkur dauðafæri og var eitt af lykilástæðunum hvers vegna ÍR var ennþá inn í leiknum þegar lítið var eftir. Brynjar Hólm Grétarsson átti góðan leik á línunni hjá Stjörnunni. Brynjar naut góðs af því að liðið spilaði með auka mann sem opnaði svæði fyrir hann sem liðsfélagarnir voru duglegir að nýta sér. Hann stóð einnig vaktina vel varnarlega og átti ÍR oft á tíðum í vandræðum með að komast framhjá honum. Hvað gekk illa? Stjarnan byrjaði leikinn hörmulega þeir skoruðu þrjú mörk á tæpum 17. mínútum og voru þeir að skjóta mikið hver í sínu horni í stað þess að reyna opna fyrir liðsfélagann. Það vantaði kjark í ÍR undir lok leiks þar sem þeir fengu tækifæri til að halda lífi í leiknum í restina en bæði þorðu menn ekki að taka á skarið eða tóku léleg skot þegar það kom loksins að því að skjóta. Hvað gerist næst? Olís deildin heldur áfram að rúlla um helgina. ÍR fer norður og mætir KA í KA heimilinu næstkomandi sunnudag klukkan 16:00. Á mánudaginn fer fram stórleikur í TM höllinni þar sem Stjarnan mætir ÍBV klukkan 18:00 í beinni á Stöð 2 Sport. Tandri Már Konráðsson: Ummæli Kidda segir meira um hans lið en okkar. „ Þetta var torsóttur sigur, þetta var mjög erfiður leikur á köflum en mjög ánægjulegt að taka stigin tvö,” sagði Tandri. Stjarnan byrjaði leikinn skelfilega og skoruðu þeir aðeins 3. mörk á tæplega 17. mínútum og voru lentir sjö mörkum undir. „ Við erum að skjóta mjög illa, og klára færin mjög óskynsamlega, ég veit ekki hversvegna hvort þetta var taugaóstyrkur eða annað en við snúum leiknum síðan okkur í vil.” Stjarnan tekur síðan leikhlé sjö mörkum undir og breytir sínu leikplani með að setja aukamann í sóknina. „Mér fannst þetta virka vel hjá okkur, við fengum gott færi í hvert einasta skipti sem við spiluðum með aukamann í sókn sem var okkar lausn í dag,” sagði Tandri og bætti við að það er ekki fallegt að spila með aukamann svona lengi í sókn. Tandri var ánægður með varnarleikinn og hrósaði Brynjari fyrir sinn leik í framliggjandi vörn að trufla sendingar leiðar ÍR inga. „ Þetta spilaðist síðan þannig í kvöld að tvisturinn fór mikið út á móti mér sem gaf Brynjari svæði til að vinna með og vorum við duglegir að finna hann,” sagði Tandri um sóknarleik Brynjars. Kristinn Björgúlfsson þjálfari ÍR lét áhugaverð ummæli falla eftir að hafa tapað sínum fimmta leik í röð þar sagði Kristinn að Stjarnan væri með leikmenn sem væru löngu runnir út á dagsetningu. „Mér finnst þessi ummæli segja meira um hans lið en okkar fyrst við unnum leikinn,” sagði Tandri um ummæli Kristins. Kristinn: Fullt af leikmönnum í Stjörnunni sem eru runnir út á dagsetningu Það var spennandi leikur í Austurbergi þar sem ÍR var hársbreidd frá því að vinna sinn fyrsta sigur en Stjarnan missti ekki trúna og gerðu þeir vel í að landa stigunum tveimur í kvöld. „Við vorum með svipað uppleg og í seinasta leik en munurinn var að núna voru menn að skjóta betur á markið sem er framför frá seinasta leik,” sagði Kristinn svekktur með tapið. Eftir góðan kafla ÍR breytir Stjarnan bæði varnar og sóknarleik sínum og verða þar mikil kaflaskil þar sem Stjarnan vinnur þann kafla 8-1 og jafnar leikinn í hálfleik. „Ég er óánægður með að missa niður forrystuna, þó þeir setja aukamann inná þá klúðurum við þessu líka sjálfir með að gera tæknifeila.” Kristinn sagði að ÍR ræddi um í hálfleik að láta Stjörnuna finna fyrir því með baráttu og keyra á þá líkt og þeir gerðu í upphafi leiks, en dauðafærin voru það sem fór með leikinn að mati þjálfarans. Það var mikil hiti í leiknum og sköpuðust mikil læti undir lok leiks þegar ÍR lentu með skömmu millibili tveimur mönnum færri eftir að Viktor Sigurðsson og Andri Heimir fengu tveggja mínútna brottvísun. „Viktor fær dæmdan á sig ruðning, hann lendir á bakinu missir boltann og fær tvær mínútur fyrir að hafa kastað boltanum í burtu, hinumegin ætlar Andri Heimir að fiska ruðning sem endar með tveggja mínútna brottvísun sem var jafn fáránleg hugmynd,” sagði Kristinn og bætti við að dómarar leiksins vildu ekki tala við hann þegar hann spurðist útskýringa. „Það koma síðan tvö atriði Stjörnu megin þar sem Pétur Árni skýtur boltanum í burtu eftir að fá dæmda á sig línu, síðan kom annað atriði sem var sambærilegt þar sem Stjarnan skýtur á markið eftir að búið var að flauta en ekkert var dæmt,” bætti svekktur Kristinn við og fannst vanta dug og þor í dómgæsluna. Kristinn sér mikið af jákvæðum blikum á lofti hjá hans mönnum og var hann kátur með hvernig liðið svaraði tapinu á móti Gróttu. „Menn mættu klárir í kvöld og skoruðu úr færunum sínum til að byrja með. Við erum ekkert verri en Stjarnan langt því frá. Good on paper shit on gras var sagt um daginn og erum við ekkert lélegri á pappír en þeir en við verðum bara að gera betur inn á vellinum.” „Mér finnst Stjarnan ekki vera með betra lið en við á pappír, í liði Stjörnunnar eru fullt af leikmönnum sem eru löngu runnir út á dagsetningu,” sagði Kiddi aðspurður hvort ÍR og Stjarnan væri með svipað lið á blaði. Olís-deild karla ÍR Stjarnan
ÍR byrjaði leikinn stórkostlega og mátti sjá á liðinu að þeir voru staðráðnir í að svara fyrir slæmt tap á móti Gróttu í seinustu umferð. ÍR tók frumkvæði strax í upphafi leiks með að skora fyrstu þrjú mörk leiksins. Skömmu seinna skoraði Brynjar Hólm Grétarsson þriðja mark Stjörnunar í leiknum og minnkaði leikinn í eitt mark. Þetta mark þriðja mark Stjörnunnar reyndist vera brekka sem þeir áttu í miklum vandræðum með að komast yfir því ÍR átti stórkostlegan kafla þar sem allt kepp upp hjá þeim bæði varnar og sóknarlega, það sást langar leiðir að ÍR voru að njóta þess að spila fyrir hvorn annan og skein gleðin af þeim í þessum kafla. Patrekur Jóhannesson tók sitt annað leikhlé í stöðunni 10 - 3 og breytti til í leik sinna manna. Stjarnan fór í 7 á 6 með Björgvin Hólmgeirsson sem aukamann og breyttu líka til í varnarleiknum þar sem þeir fóru í 5 -1 vörn. Þessar breytingar áttu eftir að skila sér því það var allt annað að sjá til Stjörnunnar sem jöfnuðu leikinn í 11 - 11 rétt áður en fyrri hálfleikur var flautaður af. Stjarnan hélt sínu leikskipulagi með að hafa aukamann inn á sem var að ganga ágætlega hjá þeim og komust þeir tveimur mörkum yfir snemma í seinni hálfleik. ÍR sýndu allt hvað þeir gátu og voru aldrei langt undan Stjörnunni og var Ólafur Rafn Gíslason markmaður ÍR að verja vel sem hélt þeim lengi inn í leiknum. ÍR komst yfir þegar tæpar tólf mínútur voru eftir af leiknum og var meðbyr með þeim á þeim tíma og stefndi allt í hörkuspennandi leik til enda. Það átti sér stað mikil reykistefna þegar ÍR lenti tveimur mönnum færri með skömmu millibili, fyrst var það Viktor Sigurðsson sem fékk tvær fyrir að henda boltanum frá sér eftir að hafa fengið á sig ruðning síðan var það Andri Heimir sem virtist fara of seint í Brynjar til að fiska ruðning og fór sömu leið. Þetta gerði ÍR mjög erfitt fyrir og kláruðu Stjarnan leikinn fagmanlega 24 - 27 að lokum. Af hverju vann Stjarnan? Reynsla og breidd Stjörnunnar kom í ljós í lok leiks þar sem þeir fóru að taka betri ákvarðanir en ÍR og enduðu þeir á 3-0 kafla sem kláraði leikinn. Stjarnan spilaði með auka mann í sókn lengi vel eftir að liðið lenti sjö mörkum undir til að byrja með, það virkaði að mörku leyti þar sem þeir fóru að finna opnanir í vörn ÍR inga í stað þess að negla bara á markið hver í sínu horni líkt og þeir höfðu verið að gera. Hverjir stóðu upp úr? Útilína ÍR var að spila mjög vel á köflum, Gunnar Valdimar, Viktor Sigurðsson og Andri Heimir skiluðu allir góðu framlagi og voru að skora mörk á mikilvægum tímapunktum í gangi leiksins. Ólafur Rafn Gíslason var frábær í markinu hjá ÍR hann varði vel tók nokkur dauðafæri og var eitt af lykilástæðunum hvers vegna ÍR var ennþá inn í leiknum þegar lítið var eftir. Brynjar Hólm Grétarsson átti góðan leik á línunni hjá Stjörnunni. Brynjar naut góðs af því að liðið spilaði með auka mann sem opnaði svæði fyrir hann sem liðsfélagarnir voru duglegir að nýta sér. Hann stóð einnig vaktina vel varnarlega og átti ÍR oft á tíðum í vandræðum með að komast framhjá honum. Hvað gekk illa? Stjarnan byrjaði leikinn hörmulega þeir skoruðu þrjú mörk á tæpum 17. mínútum og voru þeir að skjóta mikið hver í sínu horni í stað þess að reyna opna fyrir liðsfélagann. Það vantaði kjark í ÍR undir lok leiks þar sem þeir fengu tækifæri til að halda lífi í leiknum í restina en bæði þorðu menn ekki að taka á skarið eða tóku léleg skot þegar það kom loksins að því að skjóta. Hvað gerist næst? Olís deildin heldur áfram að rúlla um helgina. ÍR fer norður og mætir KA í KA heimilinu næstkomandi sunnudag klukkan 16:00. Á mánudaginn fer fram stórleikur í TM höllinni þar sem Stjarnan mætir ÍBV klukkan 18:00 í beinni á Stöð 2 Sport. Tandri Már Konráðsson: Ummæli Kidda segir meira um hans lið en okkar. „ Þetta var torsóttur sigur, þetta var mjög erfiður leikur á köflum en mjög ánægjulegt að taka stigin tvö,” sagði Tandri. Stjarnan byrjaði leikinn skelfilega og skoruðu þeir aðeins 3. mörk á tæplega 17. mínútum og voru lentir sjö mörkum undir. „ Við erum að skjóta mjög illa, og klára færin mjög óskynsamlega, ég veit ekki hversvegna hvort þetta var taugaóstyrkur eða annað en við snúum leiknum síðan okkur í vil.” Stjarnan tekur síðan leikhlé sjö mörkum undir og breytir sínu leikplani með að setja aukamann í sóknina. „Mér fannst þetta virka vel hjá okkur, við fengum gott færi í hvert einasta skipti sem við spiluðum með aukamann í sókn sem var okkar lausn í dag,” sagði Tandri og bætti við að það er ekki fallegt að spila með aukamann svona lengi í sókn. Tandri var ánægður með varnarleikinn og hrósaði Brynjari fyrir sinn leik í framliggjandi vörn að trufla sendingar leiðar ÍR inga. „ Þetta spilaðist síðan þannig í kvöld að tvisturinn fór mikið út á móti mér sem gaf Brynjari svæði til að vinna með og vorum við duglegir að finna hann,” sagði Tandri um sóknarleik Brynjars. Kristinn Björgúlfsson þjálfari ÍR lét áhugaverð ummæli falla eftir að hafa tapað sínum fimmta leik í röð þar sagði Kristinn að Stjarnan væri með leikmenn sem væru löngu runnir út á dagsetningu. „Mér finnst þessi ummæli segja meira um hans lið en okkar fyrst við unnum leikinn,” sagði Tandri um ummæli Kristins. Kristinn: Fullt af leikmönnum í Stjörnunni sem eru runnir út á dagsetningu Það var spennandi leikur í Austurbergi þar sem ÍR var hársbreidd frá því að vinna sinn fyrsta sigur en Stjarnan missti ekki trúna og gerðu þeir vel í að landa stigunum tveimur í kvöld. „Við vorum með svipað uppleg og í seinasta leik en munurinn var að núna voru menn að skjóta betur á markið sem er framför frá seinasta leik,” sagði Kristinn svekktur með tapið. Eftir góðan kafla ÍR breytir Stjarnan bæði varnar og sóknarleik sínum og verða þar mikil kaflaskil þar sem Stjarnan vinnur þann kafla 8-1 og jafnar leikinn í hálfleik. „Ég er óánægður með að missa niður forrystuna, þó þeir setja aukamann inná þá klúðurum við þessu líka sjálfir með að gera tæknifeila.” Kristinn sagði að ÍR ræddi um í hálfleik að láta Stjörnuna finna fyrir því með baráttu og keyra á þá líkt og þeir gerðu í upphafi leiks, en dauðafærin voru það sem fór með leikinn að mati þjálfarans. Það var mikil hiti í leiknum og sköpuðust mikil læti undir lok leiks þegar ÍR lentu með skömmu millibili tveimur mönnum færri eftir að Viktor Sigurðsson og Andri Heimir fengu tveggja mínútna brottvísun. „Viktor fær dæmdan á sig ruðning, hann lendir á bakinu missir boltann og fær tvær mínútur fyrir að hafa kastað boltanum í burtu, hinumegin ætlar Andri Heimir að fiska ruðning sem endar með tveggja mínútna brottvísun sem var jafn fáránleg hugmynd,” sagði Kristinn og bætti við að dómarar leiksins vildu ekki tala við hann þegar hann spurðist útskýringa. „Það koma síðan tvö atriði Stjörnu megin þar sem Pétur Árni skýtur boltanum í burtu eftir að fá dæmda á sig línu, síðan kom annað atriði sem var sambærilegt þar sem Stjarnan skýtur á markið eftir að búið var að flauta en ekkert var dæmt,” bætti svekktur Kristinn við og fannst vanta dug og þor í dómgæsluna. Kristinn sér mikið af jákvæðum blikum á lofti hjá hans mönnum og var hann kátur með hvernig liðið svaraði tapinu á móti Gróttu. „Menn mættu klárir í kvöld og skoruðu úr færunum sínum til að byrja með. Við erum ekkert verri en Stjarnan langt því frá. Good on paper shit on gras var sagt um daginn og erum við ekkert lélegri á pappír en þeir en við verðum bara að gera betur inn á vellinum.” „Mér finnst Stjarnan ekki vera með betra lið en við á pappír, í liði Stjörnunnar eru fullt af leikmönnum sem eru löngu runnir út á dagsetningu,” sagði Kiddi aðspurður hvort ÍR og Stjarnan væri með svipað lið á blaði.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti