Starfsfólk aldrei ánægðara en eftir Covid Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. febrúar 2021 07:00 Dröfn Guðmundsdóttir. Vísir/Vilhelm „Starfsfólk hefur aldrei verið ánægðara í starfi, það upplifir fleiri tækifæri til að þróast í starfi og það fær meira hrós og endurgjöf en áður,“ segir Dröfn Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri mannauðsviðssviðs Origo um niðurstöður vinnustaðakönnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir Origo í desember síðastliðnum. Dröfn segir niðurstöðurnar ánægjulegar, ekki síst vegna þess að könnunin var framkvæmd á tímum þröngra samkomutakmarkana og á tíma þar sem fréttir af fjölgun smita voru tíðar í fjölmiðlum. „Við áttum því alveg eins von á að þau samfélagsáhrif gætu haft neikvæð áhrif á líðan í vinnunni. En þvert á móti, þá erum við að sjá þessa miklu starfsánægju sem við erum gríðarlega stolt af,“ segir Dröfn. Í dag og í gær er fjallað um áherslur í mannauðsmálum í kjölfar Covid. Hér er dæmi um hvernig áherslur eru að breytast á rótgrónum vinnustað. Endurhanna húsnæði og fleira Hjá Origo starfa um 450 manns og segir Dröfn fyrirtækið framkvæma sínar eigin vinnustaðakannanir mánaðarlega. Því til viðbótar, framkvæmir Gallup stærri vinnustaðagreiningu í nóvember ár hvert. „Við höfum því margra ára samanburð og vorum svakalega stolt þegar við fengum niðurstöður frá Gallup í desember síðastliðinn sem leiddu í ljós að við vorum að hækka umtalsvert á öllum lykil mælikvörðum,“ segir Dröfn. Að mati Drafnar skýrast niðurstöðurnar ekki síst af þeim áherslum sem lagðar voru í upphafi heimsfaraldurs. Við höfum lagt höfuðáherslu á lausnamiðað hugarfar og traust til starfsfólks á þessum tímum heimsfaraldurs og það er að skila sér. Stjórnendur hafa aukið samskipti og upplýsingagjöf til starfsmanna, en við höfum flest unnið að heiman, til að vernda starfsfólk og starfsemina og tryggja sóttvarnir.“ Þá sýna niðurstöður kannana að um þriðjungur starfsfólks Origo kýs að vinna áfram í fjarvinnu. „Aukin fjarvinna er komin til að vera, þrátt fyrir tilslakanir á sóttvörnum og bólusetningu,“ segir Dröfn og bætir við: „Við förum ekki til baka. Við erum komin í nýjan veruleika. Ég held að starfsfólk muni velja sér vinnustaði sem bjóði upp á sveigjanleikann sem felst í blöndu af fjarvinnu og vinnu á vinnustað. Það hefur ekki aðeins sýnt sig að fólk upplifir meira traust og sjálfstæði í starfi í fjarvinnu, heldur gengur því betur að sameina fjölskyldu og vinnu. Við höfum líka séð mælanleg jákvæð áhrif á kolefnisfótspor starfsmanna, sem vinna heima og spara ferðir til og frá vinnu. Svo ávinningurinn er margvíslegur að bjóða upp á blandað starfsumhverfi.“ Sem dæmi um hvernig breyttar áherslur eru að kalla á aðrar breytingar hjá vinnustaðnum, nefnir Dröfn húsnæðismálin. Við erum því um þessar mundir að skipuleggja endurhönnun á húsnæði og aðstöðu starfsmanna til að mæta nýjum veruleika í blönduðu starfsumhverfi. Nýr veruleiki kallar á breytt skipulag vinnusvæða með færri skrifborðum, fjölbreyttari vinnurýmum og tæknilausnum sem styðja við útfærsluna.“ Stjórnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira
Dröfn segir niðurstöðurnar ánægjulegar, ekki síst vegna þess að könnunin var framkvæmd á tímum þröngra samkomutakmarkana og á tíma þar sem fréttir af fjölgun smita voru tíðar í fjölmiðlum. „Við áttum því alveg eins von á að þau samfélagsáhrif gætu haft neikvæð áhrif á líðan í vinnunni. En þvert á móti, þá erum við að sjá þessa miklu starfsánægju sem við erum gríðarlega stolt af,“ segir Dröfn. Í dag og í gær er fjallað um áherslur í mannauðsmálum í kjölfar Covid. Hér er dæmi um hvernig áherslur eru að breytast á rótgrónum vinnustað. Endurhanna húsnæði og fleira Hjá Origo starfa um 450 manns og segir Dröfn fyrirtækið framkvæma sínar eigin vinnustaðakannanir mánaðarlega. Því til viðbótar, framkvæmir Gallup stærri vinnustaðagreiningu í nóvember ár hvert. „Við höfum því margra ára samanburð og vorum svakalega stolt þegar við fengum niðurstöður frá Gallup í desember síðastliðinn sem leiddu í ljós að við vorum að hækka umtalsvert á öllum lykil mælikvörðum,“ segir Dröfn. Að mati Drafnar skýrast niðurstöðurnar ekki síst af þeim áherslum sem lagðar voru í upphafi heimsfaraldurs. Við höfum lagt höfuðáherslu á lausnamiðað hugarfar og traust til starfsfólks á þessum tímum heimsfaraldurs og það er að skila sér. Stjórnendur hafa aukið samskipti og upplýsingagjöf til starfsmanna, en við höfum flest unnið að heiman, til að vernda starfsfólk og starfsemina og tryggja sóttvarnir.“ Þá sýna niðurstöður kannana að um þriðjungur starfsfólks Origo kýs að vinna áfram í fjarvinnu. „Aukin fjarvinna er komin til að vera, þrátt fyrir tilslakanir á sóttvörnum og bólusetningu,“ segir Dröfn og bætir við: „Við förum ekki til baka. Við erum komin í nýjan veruleika. Ég held að starfsfólk muni velja sér vinnustaði sem bjóði upp á sveigjanleikann sem felst í blöndu af fjarvinnu og vinnu á vinnustað. Það hefur ekki aðeins sýnt sig að fólk upplifir meira traust og sjálfstæði í starfi í fjarvinnu, heldur gengur því betur að sameina fjölskyldu og vinnu. Við höfum líka séð mælanleg jákvæð áhrif á kolefnisfótspor starfsmanna, sem vinna heima og spara ferðir til og frá vinnu. Svo ávinningurinn er margvíslegur að bjóða upp á blandað starfsumhverfi.“ Sem dæmi um hvernig breyttar áherslur eru að kalla á aðrar breytingar hjá vinnustaðnum, nefnir Dröfn húsnæðismálin. Við erum því um þessar mundir að skipuleggja endurhönnun á húsnæði og aðstöðu starfsmanna til að mæta nýjum veruleika í blönduðu starfsumhverfi. Nýr veruleiki kallar á breytt skipulag vinnusvæða með færri skrifborðum, fjölbreyttari vinnurýmum og tæknilausnum sem styðja við útfærsluna.“
Stjórnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent