Aukin fjárframlög skipti sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja Birgir Olgeirsson skrifar 2. febrúar 2021 19:00 Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Vísir/Arnar Framlög í Ofanflóðasjóð hafa verið aukin um 1,6 milljarða á ári næstu fjögur árin. Starfsmaður sjóðsins segir það skipta sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja. Framlög til Ofanflóðasjóðs eru áætluð 2,7 milljarðar króna á ári frá 2021 til 2024. Í Kompás kom fram að Íslendingar séu hálfnaðir við að verja byggðir fyrir ofanflóðahættu. Fyrirséð var að verkið myndi ekki klárast fyrr en 2050 en nú á að gefa í. „Þessi aukning sem er að koma á þessu ári er um 1.600 milljónir króna. Fjármálaáætlun gerir ráð fyrir að það verði næstu fjögur árin. Það skiptir sköpum við að hraða þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar voru. Ef þetta heldur að verðgildi út áratuginn ætti þetta að klárast, allavega það sem hefur verið fyrirséð,“ segir Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Hann er jafnframt starfsmaður Ofanflóðasjóðs. Unnið er að bráðabirgða vörnum meðfram farvegum í suðurhluta Seyðisfjarðar eftir aurskriðurnar. Ummerki eru um forsögulegar aurskriður sem ógna suðurhluta Seyðisfjarðar. Tillögur um mögulegar framtíðarvarnir eiga að liggja fyrir í vor. „Í millitíðinni er verið að efla alla vöktun í hlíðinni og rannsóknir,“ segir Hafsteinn. Möguleikar á styrkingu ofanflóðavarna á Flateyri, fyrir byggðina og höfnina, eru til skoðunar. „Ég á von á að það liggi fyrir tillögur fyrir sumarið um hvaða kostir eru í stöðunni.“ Á þessu ári verður meðal annars unnið að gerð varnargarða á Patreksfirði sem á að ljúka árið 2023 og varnargarða á Neskaupstað sem á að ljúka í ár. Unnið er að hönnun snjóflóðavarnargarða á Seyðisfirði og miðað við að bjóða verkið út í sumar. Áætlaður verktími er fjögur ár. Á Eskifirði er verið að reisa krapaflóðvarnir við Lambeyrará og áæltað að því ljúki árið 2022. Á Siglufirði er fyrirhugað að reisa upptaksstoðvirki og á þeirri vinnu að ljúka á fjórum árum. Í nýjasta þætti Kompás er fjallað um ofanflóð og varnir við þeim. Rætt er við íbúa um þeirra upplifun af því að búa við mikla ofanflóðahættu sem og vísindamenn um hvað sé hægt að gera í hættunni. Þáttinn má sjá hér fyrir neðan: Kompás Náttúruhamfarir Ísafjarðarbær Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Framlög til Ofanflóðasjóðs eru áætluð 2,7 milljarðar króna á ári frá 2021 til 2024. Í Kompás kom fram að Íslendingar séu hálfnaðir við að verja byggðir fyrir ofanflóðahættu. Fyrirséð var að verkið myndi ekki klárast fyrr en 2050 en nú á að gefa í. „Þessi aukning sem er að koma á þessu ári er um 1.600 milljónir króna. Fjármálaáætlun gerir ráð fyrir að það verði næstu fjögur árin. Það skiptir sköpum við að hraða þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar voru. Ef þetta heldur að verðgildi út áratuginn ætti þetta að klárast, allavega það sem hefur verið fyrirséð,“ segir Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Hann er jafnframt starfsmaður Ofanflóðasjóðs. Unnið er að bráðabirgða vörnum meðfram farvegum í suðurhluta Seyðisfjarðar eftir aurskriðurnar. Ummerki eru um forsögulegar aurskriður sem ógna suðurhluta Seyðisfjarðar. Tillögur um mögulegar framtíðarvarnir eiga að liggja fyrir í vor. „Í millitíðinni er verið að efla alla vöktun í hlíðinni og rannsóknir,“ segir Hafsteinn. Möguleikar á styrkingu ofanflóðavarna á Flateyri, fyrir byggðina og höfnina, eru til skoðunar. „Ég á von á að það liggi fyrir tillögur fyrir sumarið um hvaða kostir eru í stöðunni.“ Á þessu ári verður meðal annars unnið að gerð varnargarða á Patreksfirði sem á að ljúka árið 2023 og varnargarða á Neskaupstað sem á að ljúka í ár. Unnið er að hönnun snjóflóðavarnargarða á Seyðisfirði og miðað við að bjóða verkið út í sumar. Áætlaður verktími er fjögur ár. Á Eskifirði er verið að reisa krapaflóðvarnir við Lambeyrará og áæltað að því ljúki árið 2022. Á Siglufirði er fyrirhugað að reisa upptaksstoðvirki og á þeirri vinnu að ljúka á fjórum árum. Í nýjasta þætti Kompás er fjallað um ofanflóð og varnir við þeim. Rætt er við íbúa um þeirra upplifun af því að búa við mikla ofanflóðahættu sem og vísindamenn um hvað sé hægt að gera í hættunni. Þáttinn má sjá hér fyrir neðan:
Kompás Náttúruhamfarir Ísafjarðarbær Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira