Martha hlær að umfjölluninni um elliheimilið og er ekkert að fara að hætta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2021 10:01 Martha Hermannsdóttir fór með KA/Þór alla leið í bikarúrslitaleikinn í fyrra. Vísir/Daníel Þór Handboltakonan Martha Hermannsdóttir er óleikfær eins og er en hún er hvergi nærri hætt í handbolta og finnst umræðan um aldur handboltakvenna vera á villigötum. Martha Hermannsdóttir hefur ekkert getað spila með liði KA/Þór eftir að keppni hófst að nýju í Olís deild kvenna í handbolta eftir langt hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Martha hefur verið í algjöru lykilhlutverki hjá KA/Þór liðinu eftir að það kom aftur upp í deild þeirra bestu og óttuðust margir að KA/Þór stelpurnar yrði í miklum vandræðum án hennar. KA/Þór hefur sýnt að það var ekkert til í slíkum hrakspám enda vann liðið sannfærandi sigur á bikarmeisturum Fram um helgina og tók stig af Íslandsmeisturum Vals í leiknum á undan. KA/Þór liðið er nú í öðru sæti deildarinnar með jafnmörg stig og topplið Vals. En hvað með Mörtu Hermannsdóttur sem er að verða 38 ára gömul á þessu ári? Hún segist ekki vera hætt í handbolta þrátt fyrir þetta mótlæti núna. „Ég tími ekki að hætta því mér finnst þetta svo ógeðslega gaman. Ég byrjaði sex ára og hef alltaf verið í handboltanum. Þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég geri og ég tók þá ákvörðun fyrir einhverjum tíma að á meðan ég er góð í skrokknum og ég get eitthvað ætla ég mér að reyna vera í handboltanum eins lengi og ég get," sagði Martha Hermannsdóttir í viðtali við Morgunblaðið. Hún hefur líka góða fyrirmynd í deildinni. Kristín Guðmundsdóttir er enn að spila með HK en hún er orðin 42 ára gömul. Kristín skoraði þannig fimm mörk um helgina þegar HK liðið tók óvænt stig af toppliði Vals. Kristín er fædd árið 1978 en Martha fædd árið 1983. „Mér finnst frábært að sjá leikmenn eins og Kristínu Guðmunds halda bara áfram að spila og af hverju ekki? Við eigum landsliðskonur í hjólreiðum sem eru 45 ára gamlar og af hverju getur maður ekki spilað handbolta þótt maður sé orðinn fertugur, spyr Martha í viðtalinu og hún hlær að umfjölluninni um handboltakonur séu á leiðinni á elliheimili þegar þær ná góðum aldri. „Umræðan er oft á þann veg að þegar maður er orðinn 35 ára þá eigi maður bara að vera kominn á elliheimili, sem er galið," sagði Martha Hermannsdóttir í viðtalinu við Morgunblaðið. View this post on Instagram A post shared by Meistaraflokkur KA/Þo rs (@kathor.handbolti) Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Martha Hermannsdóttir hefur ekkert getað spila með liði KA/Þór eftir að keppni hófst að nýju í Olís deild kvenna í handbolta eftir langt hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Martha hefur verið í algjöru lykilhlutverki hjá KA/Þór liðinu eftir að það kom aftur upp í deild þeirra bestu og óttuðust margir að KA/Þór stelpurnar yrði í miklum vandræðum án hennar. KA/Þór hefur sýnt að það var ekkert til í slíkum hrakspám enda vann liðið sannfærandi sigur á bikarmeisturum Fram um helgina og tók stig af Íslandsmeisturum Vals í leiknum á undan. KA/Þór liðið er nú í öðru sæti deildarinnar með jafnmörg stig og topplið Vals. En hvað með Mörtu Hermannsdóttur sem er að verða 38 ára gömul á þessu ári? Hún segist ekki vera hætt í handbolta þrátt fyrir þetta mótlæti núna. „Ég tími ekki að hætta því mér finnst þetta svo ógeðslega gaman. Ég byrjaði sex ára og hef alltaf verið í handboltanum. Þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég geri og ég tók þá ákvörðun fyrir einhverjum tíma að á meðan ég er góð í skrokknum og ég get eitthvað ætla ég mér að reyna vera í handboltanum eins lengi og ég get," sagði Martha Hermannsdóttir í viðtali við Morgunblaðið. Hún hefur líka góða fyrirmynd í deildinni. Kristín Guðmundsdóttir er enn að spila með HK en hún er orðin 42 ára gömul. Kristín skoraði þannig fimm mörk um helgina þegar HK liðið tók óvænt stig af toppliði Vals. Kristín er fædd árið 1978 en Martha fædd árið 1983. „Mér finnst frábært að sjá leikmenn eins og Kristínu Guðmunds halda bara áfram að spila og af hverju ekki? Við eigum landsliðskonur í hjólreiðum sem eru 45 ára gamlar og af hverju getur maður ekki spilað handbolta þótt maður sé orðinn fertugur, spyr Martha í viðtalinu og hún hlær að umfjölluninni um handboltakonur séu á leiðinni á elliheimili þegar þær ná góðum aldri. „Umræðan er oft á þann veg að þegar maður er orðinn 35 ára þá eigi maður bara að vera kominn á elliheimili, sem er galið," sagði Martha Hermannsdóttir í viðtalinu við Morgunblaðið. View this post on Instagram A post shared by Meistaraflokkur KA/Þo rs (@kathor.handbolti)
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira