Málið snýst um kröfu félags sem kallað er X Ltd. í dómnum en það er er skráð í lágskattaríkinu Belís.
Félagið Y ehf., sem skráð er hér á landi og heldur ekki kallað sínu rétta nafni í dómnum, hafði verið beðið af skattrannsóknarstjóra ríkisins að afhenda gögn sem vörðuðu X Ltd. Taldi X að beiðnin væri ólögmæt en því hafnaði héraðsdómur.
Fram kemur í úrskurði Landsréttar að skattrannsóknarstjóri hefði víðtæka heimild til að afla gagna og upplýsinga í þágu rannsóknar, meðal annars hjá öðrum en þeim sem grunaður er um að hafa brotið gegn skattalögum. Skattrannsóknarstjóri mætti því sækja upplýsinga hjá þriðja aðila.
Rannsókn skattrannsóknarstjóra beinist í þessu tilfelli að meintum brotum annars ónafngreinds félags, Z hf., og talið var að gögn frá X kynnu að geyma upplýsingar sem hefðu sönnunargildi um ætluð brot Z. Rannsóknarhagsmunir hefðu því krafist þess að þær upplýsingar yrðu látin skattrannsóknarstjóra í té.