Kærkomin tilbreyting eftir þungt ástand í Danmörku Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2021 15:00 Dönsku heimsmeistararnir fögnuðu vel í Egyptalandi í gærkvöld og fram til morguns áður en þeir héldu heim á leið. Getty/Slavko Midzor „Stemningin í þjóðfélaginu er mikil og það eru allir að fylgjast með, og því synd að fólkið geti ekki fagnað með þeim,“ segir Arnór Atlason um dönsku heimsmeistarana í handbolta sem snúa heim til Danmerkur í dag eftir frægðarför til Egyptalands. Arnór er aðstoðarþjálfari Aalborg og þjálfari U19-landsliðs Dana. Álaborgarliðið átti þrjá leikmenn í hvoru liði þegar Danmörk og Svíþjóð léku úrslitaleikinn á HM í gær, sem endaði með sigri Dana. Arnór segir sigurinn í gær kærkominn, ekki síst vegna þess leiðindaástands sem kórónuveirufaraldurinn hafi valdið í Danmörku þó að hann komi einmitt í veg fyrir heðfbundin fagnaðarlæti á ráðhústorginu í Kaupmannahöfn. Danir hafa nú orðið heimsmeistarar tvö skipti í röð og ekki tapað í 19 leikjum í röð á HM. Vísir leitaði til Arnórs til að skýra aðeins þessa velgengni liðsins, sem einnig er enn ríkjandi ólympíumeistari eftir að hafa unnið titilinn undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar árið 2016. „Í fyrsta lagi eru þeir með alveg ótrúlega gott lið. Það er samt ekki sjálfgefið að verða þá heimsmeistari tvö ár í röð og þetta er ótrúlegur árangur,“ segir Arnór. Klippa: Arnór Atla um dönsku heimsmeistarana „Þeir eru með þessar stjörnur sem að hafa „lokað“ þessum titlum, eins og [Niklas] Landin, Mikkel [Hansen] og [Rasmus] Lauge á síðasta móti. Lauge er einn þeirra sem eru ekki með núna og það gerir þennan árangur enn merkilegri. Núna voru þeir með nokkra óreynda menn, eins og 22 ára Gidsel í hægri skyttustöðunni allt mótið á sínu fyrsta stórmóti, og Emil Jakobsen sem kom inn í einum leiknum og skoraði 12 mörk. Það gerir þennan titil enn merkilegri en þann síðasta, þegar þeir voru auk þess á heimavelli með 15 þúsund manns á bakvið sig í hverjum leik. Þetta mót var frábærlega spilað hjá þeim og í lokin voru það stóru karlarnir eins og Landin og Mikkel sem sigldu þessu heim,“ segir Arnór, og bætir við: Brugðust vel við skakkaföllum „Í úrslitaleiknum verða þeir fyrir áfalli þegar þeir missa Lasse Svan meiddan af velli og eru ekki með varahornamann. Þá koma bara nýir inn og taka við keflinu, eins og Nikolaj Öris sem skoraði allt í einu fimm mörk í gær eftir að hafa varla verið með allt mótið, og Jacob Holm kom frábær inn og skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik. Þetta er það sem gerði gæfumuninn – breiddin. Það hvað þeir fengu út úr þessum nýju mönnum gerði að verkum að þeim tókst að vinna titilinn.“ Arnór Atlason átti glæstan landsliðsferil. Hér er hann á ferðinni gegn Mikkel Hansen, sem nú er tvöfaldur heimsmeistari, og Henrik Toft Hansen sem missti af HM vegna kórónuveirufaraldursins.Getty/Christof Koepsel Danir unnu Argentínu, Barein og Kongó í riðlakeppni, og svo Króatíu, Japan og Katar í milliriðlinum, áður en þeir unnu svo Egyptaland, Spán og loks Svíþjóð í úrslitakeppninni. „Byrjunin hjá þeim á þessu móti var einstaklega einföld hvað varðar andstæðinga. Það hefði mögulega getað orðið þeim að falli – að hafa ekki þurft að taka á því fyrr en allt í einu í 8 liða úrslitum. Þá voru þeir líka tæpir á því að detta út, en það þarf líka smáheppni,“ segir Arnór og vísar í leikinn ótrúlega gegn Egyptalandi í 8-liða úrslitum, þar sem úrslitin réðust í vítakeppni. „Bullandi áhugi í Danmörku allan janúar“ „Það er einn ótrúlegasti leikur sem hefur verið spilaður, hvað þá í átta liða úrslitum á stórmóti. Það er hálfömurlegt að hugsa til þess að þar hefðu getað verið 20 þúsund áhorfendur á pöllunum. Þetta var magnaður leikur,“ segir Arnór og tekur undir að það hafi heyrst hátt í lýsendum danska sjónvarpsins: „Það voru læti, og það er búinn að vera bullandi áhugi í Danmörku allan janúar. Það hefur verið þungt ástand í landinu út af veirunni svo þetta var kærkomin tilbreyting fyrir Danina – að fá eitthvað til að sameinast um allan janúarmánuð. Í gær voru þeir með beina útsendingu í einhverja 12-13 klukkutíma.“ Með sex í úrslitaleiknum en þeir fá ekkert frí Fáir fá þó tækifæri til að taka á móti dönsku handboltahetjunum þegar þær snúa heim í dag, vegna kórónuveirufaraldursins, og makar þeirra og börn mega ekki einu sinni taka á móti þeim á Kastrup. „Þeir eru vanir að fá stútfullt ráðhústorg og heimsókn í ráðhúsið til að fagna titli en það verður ekkert þannig. Við í Álaborg vorum með sex leikmenn í úrslitaleiknum og þeir eru bara að fara að mæta á æfingu hjá okkur á morgun. Því miður fá þeir ekki lengra frí, það er bara leikur á fimmtudaginn,“ segir Arnór og brosir. HM 2021 í handbolta Danski handboltinn Íslendingar erlendis Danmörk Tengdar fréttir Danski landsliðsþjálfarinn lifði á niðurgangslyfjum og sykurlausu kóki í fjóra daga Magakveisa herjaði á danska hópinn á meðan heimsmeistaramótinu í handbolta stóð, meðal annars þjálfarann Nikolaj Jacobsen. 1. febrúar 2021 14:15 Handhafi sex af stærstu titlum handboltans Það er löngu sannað að það er mikilvægt að vera með frábæran markvörð í handbolta. Þetta geta líka liðin hans Niklas Landin vottað. 1. febrúar 2021 10:30 Danir í skýjunum: „Ni-GULD-aj Ja-tak-obsen“ Danir voru eðlilega himinlifandi með gullið á HM í Egyptalandi. Þeir unnu Svía í úrslitaleiknum í gær 26-24 eftir að leikar voru jafnir í hálfleik, 13-13. Niklas Landin og Mikkel Hansen fóru mikinn í liði Dana. 1. febrúar 2021 07:01 Tveir Danir en þrír Svíar í úrvalsliðinu IHF hefur gefið út hvaða sjö leikmenn voru valdir í úrvalsliðið á HM í handbolta sem lauk með sigri Dana á Svíum í úrslitaleiknum nú síðdegis. 31. janúar 2021 19:26 Hansen valinn verðmætastur annað mótið í röð Mikkel Hansen var valinn mikilvægasti leikmaðurinn á HM í Egyptalandi en hann varð í kvöld heimsmeistari með Dönum. 31. janúar 2021 19:01 Danir vörðu heimsmeistaratitilinn Danmörk er heimsmeistari í handbolta og vörðu þar með titilinn frá því á heimavelli árið 2019. Þeir höfðu betur gegn grönnum sínum í Svíþjóð, 26-24, í úrslitaleiknum í Egyptalandi í dag eftir að staðan hafi verið jöfn í hálfleik, 13-13. 31. janúar 2021 17:58 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Arnór er aðstoðarþjálfari Aalborg og þjálfari U19-landsliðs Dana. Álaborgarliðið átti þrjá leikmenn í hvoru liði þegar Danmörk og Svíþjóð léku úrslitaleikinn á HM í gær, sem endaði með sigri Dana. Arnór segir sigurinn í gær kærkominn, ekki síst vegna þess leiðindaástands sem kórónuveirufaraldurinn hafi valdið í Danmörku þó að hann komi einmitt í veg fyrir heðfbundin fagnaðarlæti á ráðhústorginu í Kaupmannahöfn. Danir hafa nú orðið heimsmeistarar tvö skipti í röð og ekki tapað í 19 leikjum í röð á HM. Vísir leitaði til Arnórs til að skýra aðeins þessa velgengni liðsins, sem einnig er enn ríkjandi ólympíumeistari eftir að hafa unnið titilinn undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar árið 2016. „Í fyrsta lagi eru þeir með alveg ótrúlega gott lið. Það er samt ekki sjálfgefið að verða þá heimsmeistari tvö ár í röð og þetta er ótrúlegur árangur,“ segir Arnór. Klippa: Arnór Atla um dönsku heimsmeistarana „Þeir eru með þessar stjörnur sem að hafa „lokað“ þessum titlum, eins og [Niklas] Landin, Mikkel [Hansen] og [Rasmus] Lauge á síðasta móti. Lauge er einn þeirra sem eru ekki með núna og það gerir þennan árangur enn merkilegri. Núna voru þeir með nokkra óreynda menn, eins og 22 ára Gidsel í hægri skyttustöðunni allt mótið á sínu fyrsta stórmóti, og Emil Jakobsen sem kom inn í einum leiknum og skoraði 12 mörk. Það gerir þennan titil enn merkilegri en þann síðasta, þegar þeir voru auk þess á heimavelli með 15 þúsund manns á bakvið sig í hverjum leik. Þetta mót var frábærlega spilað hjá þeim og í lokin voru það stóru karlarnir eins og Landin og Mikkel sem sigldu þessu heim,“ segir Arnór, og bætir við: Brugðust vel við skakkaföllum „Í úrslitaleiknum verða þeir fyrir áfalli þegar þeir missa Lasse Svan meiddan af velli og eru ekki með varahornamann. Þá koma bara nýir inn og taka við keflinu, eins og Nikolaj Öris sem skoraði allt í einu fimm mörk í gær eftir að hafa varla verið með allt mótið, og Jacob Holm kom frábær inn og skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik. Þetta er það sem gerði gæfumuninn – breiddin. Það hvað þeir fengu út úr þessum nýju mönnum gerði að verkum að þeim tókst að vinna titilinn.“ Arnór Atlason átti glæstan landsliðsferil. Hér er hann á ferðinni gegn Mikkel Hansen, sem nú er tvöfaldur heimsmeistari, og Henrik Toft Hansen sem missti af HM vegna kórónuveirufaraldursins.Getty/Christof Koepsel Danir unnu Argentínu, Barein og Kongó í riðlakeppni, og svo Króatíu, Japan og Katar í milliriðlinum, áður en þeir unnu svo Egyptaland, Spán og loks Svíþjóð í úrslitakeppninni. „Byrjunin hjá þeim á þessu móti var einstaklega einföld hvað varðar andstæðinga. Það hefði mögulega getað orðið þeim að falli – að hafa ekki þurft að taka á því fyrr en allt í einu í 8 liða úrslitum. Þá voru þeir líka tæpir á því að detta út, en það þarf líka smáheppni,“ segir Arnór og vísar í leikinn ótrúlega gegn Egyptalandi í 8-liða úrslitum, þar sem úrslitin réðust í vítakeppni. „Bullandi áhugi í Danmörku allan janúar“ „Það er einn ótrúlegasti leikur sem hefur verið spilaður, hvað þá í átta liða úrslitum á stórmóti. Það er hálfömurlegt að hugsa til þess að þar hefðu getað verið 20 þúsund áhorfendur á pöllunum. Þetta var magnaður leikur,“ segir Arnór og tekur undir að það hafi heyrst hátt í lýsendum danska sjónvarpsins: „Það voru læti, og það er búinn að vera bullandi áhugi í Danmörku allan janúar. Það hefur verið þungt ástand í landinu út af veirunni svo þetta var kærkomin tilbreyting fyrir Danina – að fá eitthvað til að sameinast um allan janúarmánuð. Í gær voru þeir með beina útsendingu í einhverja 12-13 klukkutíma.“ Með sex í úrslitaleiknum en þeir fá ekkert frí Fáir fá þó tækifæri til að taka á móti dönsku handboltahetjunum þegar þær snúa heim í dag, vegna kórónuveirufaraldursins, og makar þeirra og börn mega ekki einu sinni taka á móti þeim á Kastrup. „Þeir eru vanir að fá stútfullt ráðhústorg og heimsókn í ráðhúsið til að fagna titli en það verður ekkert þannig. Við í Álaborg vorum með sex leikmenn í úrslitaleiknum og þeir eru bara að fara að mæta á æfingu hjá okkur á morgun. Því miður fá þeir ekki lengra frí, það er bara leikur á fimmtudaginn,“ segir Arnór og brosir.
HM 2021 í handbolta Danski handboltinn Íslendingar erlendis Danmörk Tengdar fréttir Danski landsliðsþjálfarinn lifði á niðurgangslyfjum og sykurlausu kóki í fjóra daga Magakveisa herjaði á danska hópinn á meðan heimsmeistaramótinu í handbolta stóð, meðal annars þjálfarann Nikolaj Jacobsen. 1. febrúar 2021 14:15 Handhafi sex af stærstu titlum handboltans Það er löngu sannað að það er mikilvægt að vera með frábæran markvörð í handbolta. Þetta geta líka liðin hans Niklas Landin vottað. 1. febrúar 2021 10:30 Danir í skýjunum: „Ni-GULD-aj Ja-tak-obsen“ Danir voru eðlilega himinlifandi með gullið á HM í Egyptalandi. Þeir unnu Svía í úrslitaleiknum í gær 26-24 eftir að leikar voru jafnir í hálfleik, 13-13. Niklas Landin og Mikkel Hansen fóru mikinn í liði Dana. 1. febrúar 2021 07:01 Tveir Danir en þrír Svíar í úrvalsliðinu IHF hefur gefið út hvaða sjö leikmenn voru valdir í úrvalsliðið á HM í handbolta sem lauk með sigri Dana á Svíum í úrslitaleiknum nú síðdegis. 31. janúar 2021 19:26 Hansen valinn verðmætastur annað mótið í röð Mikkel Hansen var valinn mikilvægasti leikmaðurinn á HM í Egyptalandi en hann varð í kvöld heimsmeistari með Dönum. 31. janúar 2021 19:01 Danir vörðu heimsmeistaratitilinn Danmörk er heimsmeistari í handbolta og vörðu þar með titilinn frá því á heimavelli árið 2019. Þeir höfðu betur gegn grönnum sínum í Svíþjóð, 26-24, í úrslitaleiknum í Egyptalandi í dag eftir að staðan hafi verið jöfn í hálfleik, 13-13. 31. janúar 2021 17:58 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Danski landsliðsþjálfarinn lifði á niðurgangslyfjum og sykurlausu kóki í fjóra daga Magakveisa herjaði á danska hópinn á meðan heimsmeistaramótinu í handbolta stóð, meðal annars þjálfarann Nikolaj Jacobsen. 1. febrúar 2021 14:15
Handhafi sex af stærstu titlum handboltans Það er löngu sannað að það er mikilvægt að vera með frábæran markvörð í handbolta. Þetta geta líka liðin hans Niklas Landin vottað. 1. febrúar 2021 10:30
Danir í skýjunum: „Ni-GULD-aj Ja-tak-obsen“ Danir voru eðlilega himinlifandi með gullið á HM í Egyptalandi. Þeir unnu Svía í úrslitaleiknum í gær 26-24 eftir að leikar voru jafnir í hálfleik, 13-13. Niklas Landin og Mikkel Hansen fóru mikinn í liði Dana. 1. febrúar 2021 07:01
Tveir Danir en þrír Svíar í úrvalsliðinu IHF hefur gefið út hvaða sjö leikmenn voru valdir í úrvalsliðið á HM í handbolta sem lauk með sigri Dana á Svíum í úrslitaleiknum nú síðdegis. 31. janúar 2021 19:26
Hansen valinn verðmætastur annað mótið í röð Mikkel Hansen var valinn mikilvægasti leikmaðurinn á HM í Egyptalandi en hann varð í kvöld heimsmeistari með Dönum. 31. janúar 2021 19:01
Danir vörðu heimsmeistaratitilinn Danmörk er heimsmeistari í handbolta og vörðu þar með titilinn frá því á heimavelli árið 2019. Þeir höfðu betur gegn grönnum sínum í Svíþjóð, 26-24, í úrslitaleiknum í Egyptalandi í dag eftir að staðan hafi verið jöfn í hálfleik, 13-13. 31. janúar 2021 17:58