Fólki fækkar í Hafnarfirði vegna úrræðaleysis meirihlutans Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 1. febrúar 2021 14:32 Í fyrsta skiptið síðan árið 1939 var fólksfækkun í Hafnarfirði, en íbúum fækkaði um 1% á síðasta ári og á sama tíma fjölgaði íbúum á höfuðborgarsvæðinu um 1.5%. Hæg uppbygging íbúðarhúsnæðis Ástæðan fyrir fólksfækkuninni er afar hæg uppbygging íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði, en samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins voru aðeins 164 íbúðir í byggingu í september 2020. Í bæði Garðabæ og Mosfellsbæ voru yfir 300 íbúðir í byggingu á sama tíma, enda fjölgaði íbúum þar meira en 4% á síðasti ári. Það hefur stundum verið sagt að fólk kjósi með fótunum. Í því ljósi er augljóst að hafnfirskir kjósendur eru að flýja meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Mikil eftirspurn eftir húsnæði Á húsnæðismarkaðnum í Hafnarfirði er meiri eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði en framboð. Raunar er staðan svo þröng að Hafnarfjarðarbær nær ekki að nýta fjárheimildir til að kaupa húsnæði til að stytta langa biðlista eftir félagslegu húsnæði. Þéttingaráform út um þúfur Mikið hefur verið rætt um þéttingu byggðar með tilheyrandi áætlunum, skipulagi og kostnaði. Í þeim málum hefur ekkert gerst – ekkert hús verið byggt. Dvergsreiturinn hefur frá síðustu kosningum staðið auður, eins og minnismerki í miðbæ Hafnarfjarðar um aðgerðarleysi meirihlutans í skipulags- og byggingarmálum. Þá eru ótalin fjölmörg dæmi um hringlanda meirihlutans í skipulagsmálum og hvernig málum er þvælt fram og til baka innan kerfisins. Fögur fyrirheit ein og sér byggja ekki íbúðir Fólksfækkun og lítil uppbygging hefur alvarlegar afleiðingar fyrir fjárhag bæjarins með minnkandi tekjum, enda var fyrsta verk meirihlutans á nýju ári að taka lán. Málflutningur meirihlutans undanfarin ár hefur verið að framtíðin sé björt í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, en lítið bólar á efndum og alla framtíðarsýn skortir. Tölurnar tala sínu máli og þær segja einfaldlega að Hafnarfjörður er neðstur á listanum þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Þannig er það því miður. Nú þarf að láta verkin tala, blása til sóknar og setja uppbyggingu íbúða í forgang með áherslu á fjölbreytt búsetuform og hagkvæmar íbúðir. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og fulltrúi í skipulags- og byggingaráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Stefán Már Gunnlaugsson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrsta skiptið síðan árið 1939 var fólksfækkun í Hafnarfirði, en íbúum fækkaði um 1% á síðasta ári og á sama tíma fjölgaði íbúum á höfuðborgarsvæðinu um 1.5%. Hæg uppbygging íbúðarhúsnæðis Ástæðan fyrir fólksfækkuninni er afar hæg uppbygging íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði, en samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins voru aðeins 164 íbúðir í byggingu í september 2020. Í bæði Garðabæ og Mosfellsbæ voru yfir 300 íbúðir í byggingu á sama tíma, enda fjölgaði íbúum þar meira en 4% á síðasti ári. Það hefur stundum verið sagt að fólk kjósi með fótunum. Í því ljósi er augljóst að hafnfirskir kjósendur eru að flýja meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Mikil eftirspurn eftir húsnæði Á húsnæðismarkaðnum í Hafnarfirði er meiri eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði en framboð. Raunar er staðan svo þröng að Hafnarfjarðarbær nær ekki að nýta fjárheimildir til að kaupa húsnæði til að stytta langa biðlista eftir félagslegu húsnæði. Þéttingaráform út um þúfur Mikið hefur verið rætt um þéttingu byggðar með tilheyrandi áætlunum, skipulagi og kostnaði. Í þeim málum hefur ekkert gerst – ekkert hús verið byggt. Dvergsreiturinn hefur frá síðustu kosningum staðið auður, eins og minnismerki í miðbæ Hafnarfjarðar um aðgerðarleysi meirihlutans í skipulags- og byggingarmálum. Þá eru ótalin fjölmörg dæmi um hringlanda meirihlutans í skipulagsmálum og hvernig málum er þvælt fram og til baka innan kerfisins. Fögur fyrirheit ein og sér byggja ekki íbúðir Fólksfækkun og lítil uppbygging hefur alvarlegar afleiðingar fyrir fjárhag bæjarins með minnkandi tekjum, enda var fyrsta verk meirihlutans á nýju ári að taka lán. Málflutningur meirihlutans undanfarin ár hefur verið að framtíðin sé björt í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, en lítið bólar á efndum og alla framtíðarsýn skortir. Tölurnar tala sínu máli og þær segja einfaldlega að Hafnarfjörður er neðstur á listanum þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Þannig er það því miður. Nú þarf að láta verkin tala, blása til sóknar og setja uppbyggingu íbúða í forgang með áherslu á fjölbreytt búsetuform og hagkvæmar íbúðir. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og fulltrúi í skipulags- og byggingaráði
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun