Býst við að skila tillögum að tilslökunum í vikunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 12:34 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi í dag en þau Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, voru einnig á fundinum. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, gerir ráð fyrir því að skila heilbrigðisráðherra tillögum að tilslökunum á samkomutakmörkunum síðar í vikunni. Hann er núna með tillögurnar í skoðun en var á upplýsingafundi í dag ekki tilbúinn til að ræða í hverju þær felast. Þá lagði hann áherslu á að það þyrfti að fara varlega í að létta á takmörkunum. Þórólfur sagði að smittölur undanfarna daga sýndu að gengið hefði vel að halda kórónuveirufaraldrinum niðri. Aðeins tíu hafa greinst með veiruna innanlands síðastliðna viku og hafa þeir allir verið í sóttkví. Einn greindist með veiruna á föstudag en enginn um helgina. „Þetta sýnir að okkur hefur tekist vel að ná utan um þriðju bylgjuna þó ekki sé hægt að fullyrða á þessari stundu að tekist hafi að uppræta veiruna innanlands. Ég held að það sé gott að hafa það í huga. Ég er nú með í skoðun tillögur til ráðherra um frekari tilslakanir innanlands en ég er ekki tilbúinn að ræða í hverju þær munu felast. Það verður tilkynnt þegar þar að kemur. En það er ljóst að við þurfum að fara varlega í allar tilslakanir til að koma í veg fyrir bakslag. Það hefur reynslan sýnt okkur,“ sagði Þórólfur. Þá áréttaði Þórólfur og biðlaði til atvinnurekenda að sjá til þess að fólk sem sé að koma til landsins mæti ekki í vinnu fyrr en seinni skimun sé lokið. Greint var frá því í gær að níu skipverjar væru í sóttkví um borð í línubátnum Fjölni GK sem liggur við bryggju í Grindavík eftir að skipverji greindist með Covid-19. Skipverjinn hafði nýverið komið til landsins frá útlöndum og hafði greinst neikvæður í fyrri sýnatöku á landamærum. Hann var svo nýmættur til vinnu og búinn að heilsa þremur öðrum skipverjum þegar hann fékk svar um að sýni greindist jákvætt eftir seinni skimun. Enn er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar hjá skipverjanum, að því er fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar, sem sker þá úr um hvort um sé að ræða gamalt smit eða nýtt. Á upplýsingafundi í dag sagði Þórólfur það geta skipt sköpum að halda sóttkví þar til endanleg niðurstaða úr landamæraskimun liggur fyrir. „Við sáum hvernig þriðja bylgjan byrjaði. Hún byrjaði hjá fólki sem var greint á landamærum en fór sennilega ekki eftir reglum. Þannig að það þarf mjög lítið til til þess að hleypa faraldrinum af stað aftur og sérstaklega þegar við höfum í huga að við erum að eiga við þetta breska afbrigði sem er meira smitandi en önnur afbrigði,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira
Hann er núna með tillögurnar í skoðun en var á upplýsingafundi í dag ekki tilbúinn til að ræða í hverju þær felast. Þá lagði hann áherslu á að það þyrfti að fara varlega í að létta á takmörkunum. Þórólfur sagði að smittölur undanfarna daga sýndu að gengið hefði vel að halda kórónuveirufaraldrinum niðri. Aðeins tíu hafa greinst með veiruna innanlands síðastliðna viku og hafa þeir allir verið í sóttkví. Einn greindist með veiruna á föstudag en enginn um helgina. „Þetta sýnir að okkur hefur tekist vel að ná utan um þriðju bylgjuna þó ekki sé hægt að fullyrða á þessari stundu að tekist hafi að uppræta veiruna innanlands. Ég held að það sé gott að hafa það í huga. Ég er nú með í skoðun tillögur til ráðherra um frekari tilslakanir innanlands en ég er ekki tilbúinn að ræða í hverju þær munu felast. Það verður tilkynnt þegar þar að kemur. En það er ljóst að við þurfum að fara varlega í allar tilslakanir til að koma í veg fyrir bakslag. Það hefur reynslan sýnt okkur,“ sagði Þórólfur. Þá áréttaði Þórólfur og biðlaði til atvinnurekenda að sjá til þess að fólk sem sé að koma til landsins mæti ekki í vinnu fyrr en seinni skimun sé lokið. Greint var frá því í gær að níu skipverjar væru í sóttkví um borð í línubátnum Fjölni GK sem liggur við bryggju í Grindavík eftir að skipverji greindist með Covid-19. Skipverjinn hafði nýverið komið til landsins frá útlöndum og hafði greinst neikvæður í fyrri sýnatöku á landamærum. Hann var svo nýmættur til vinnu og búinn að heilsa þremur öðrum skipverjum þegar hann fékk svar um að sýni greindist jákvætt eftir seinni skimun. Enn er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar hjá skipverjanum, að því er fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar, sem sker þá úr um hvort um sé að ræða gamalt smit eða nýtt. Á upplýsingafundi í dag sagði Þórólfur það geta skipt sköpum að halda sóttkví þar til endanleg niðurstaða úr landamæraskimun liggur fyrir. „Við sáum hvernig þriðja bylgjan byrjaði. Hún byrjaði hjá fólki sem var greint á landamærum en fór sennilega ekki eftir reglum. Þannig að það þarf mjög lítið til til þess að hleypa faraldrinum af stað aftur og sérstaklega þegar við höfum í huga að við erum að eiga við þetta breska afbrigði sem er meira smitandi en önnur afbrigði,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira