Það er spáð fremur hægum vindi í vikunni en strekkingi með suðurströndinni. Þá verða dálítil él af og til í mörgum landshlutum en bjartara þess á milli. Áfram er spáð frosti en hita í kringum frostmark syðst.
Veðurhorfur á landinu:
Hæg suðlæg eða breytileg átt og yfirleitt bjartviðri, en austan og suðaustan 8-13 m/s syðst. Stöku él vestantil í dag en suðaustanlands á morgun. Frost 2 til 15 stig, kaldast í innsveitum NA-til, en kringum frostmark syðst.
Á þriðjudag:
Suðlæg átt, 5-10 m/s, en austan 8-15 með suðurströndinni. Bjart að mestu, en dálítil él suðaustantil. Frost 2 til 10 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan, en frostlaust syðst.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Suðaustlæg átt, 3-10 m/s og skýjað að mestu, en dálítil slydda eða snjókoma með suður- og suðausturströndinni og hvassara þar. Hiti 0 til 5 stig syðst á landinu, en frost annars 1 til 6 stig.
Á föstudag:
Suðaustlæg átt og lítilsháttar snjókoma eða él, en þurrt að mestu fyrir norðan. Frost víða 1 til 6 stig, en áfram kringum frostmark syðst.