Einar Andri ósammála Arnari Daða Anton Ingi Leifsson skrifar 31. janúar 2021 12:30 Arnar Daði Arnarsson til vinstri og Einar Andri Einarsson til hægri. vísir/skjáskot Einar Andri Einarsson, þjálfari og nú spekingur Seinni bylgjunnar, var ekki sammála þjálfara Gróttu með tvo hluti sem hann lét hafa eftir sér í viðtali eftir sigur Gróttu á ÍR í vikunni. Grótta vann mikilvægan sigur á ÍR í slag á Seltjarnarnesi en Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, þakkaði kollega sínum hjá ÍR, Kristni Björgúlfssyni, fyrir að spila 6-0 vörn en ekki 5-1 vörnina sem hann bjóst við. Viðtalið við Arnar Daða var spilað í Seinni bylgjunni sem og rætt um ummæli hans en í settinu voru ásamt þáttarstjórnandanum Henry Birgi þeir Jóhann Gunnar Einarsson og Einar Andri. „Arnar var hátt uppi í þessu viðtali enda að vinna sinn fyrsta sigur í deildinni. Óskum honum til hamingju með það en held að það sé enginn ástæða til að vera hnýta í Kidda með þetta,“ sagði Einar Andri. „Það er nóg að við hérna, hinir svokölluðu sérfræðingar eins og einhver segir, gagnrýnum þjálfarana. Svo að við, við segi ég, þjálfararnir förum ekki að gagnrýna hvorn annan.“ Arnar Daði sagði einnig í viðtalinu að honum hafi fundist ÍR vera með forskot enda spiluðu þeir ekki um helgina en Grótta spilaði gegn FH. Einar Andri sagði það hafi hjálpað Gróttu ef eitthvað var. „Annað sem ég er ekki sammála Arnari; ég held að Grótta hafi haft forskot á ÍR með að vera búnir að spila leik. Ég held að það hafi hjálpað þeim frekar en hitt. Fyrsti leikur eftir svo langa pásu er erfiður. Að ná í þennan sigur er gott. Þeir hlupu af sér hornin gegn FH og voru komnir í aðeins meiri leikform en ÍR-ingarnir.“ Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Gróttu Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Seinni bylgjan Grótta Tengdar fréttir Arnar Daði: Þakka Kidda Björgúlfs fyrir að spila aðra vörn en ég átti von á Nýliðar Gróttu unnu sinn fyrsta sigur í kvöld á ÍR. Grótta tók frumkvæði strax í upphafi leiks og litu aldrei um öxl eftir það. Fór það svo að Grótta vann átta marka sigur, 29-21. Fyrir leik kvöldsins hafði hvorugt liðið unnið leik. 28. janúar 2021 20:00 Umfjöllun og viðtöl: Grótta - ÍR 29-21 | Fyrsti sigur Gróttu kom gegn ÍR sem er enn án sigurs Fyrir leik kvöldsins höfðu hvorki Grótta né ÍR unnið leik í Olís-deild karla í handbolta á leiktíðinni. Grótta landaði þægilegum átta marka sigri, lokatölur 29-21 heimamönnum í vil. 28. janúar 2021 20:30 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Grótta vann mikilvægan sigur á ÍR í slag á Seltjarnarnesi en Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, þakkaði kollega sínum hjá ÍR, Kristni Björgúlfssyni, fyrir að spila 6-0 vörn en ekki 5-1 vörnina sem hann bjóst við. Viðtalið við Arnar Daða var spilað í Seinni bylgjunni sem og rætt um ummæli hans en í settinu voru ásamt þáttarstjórnandanum Henry Birgi þeir Jóhann Gunnar Einarsson og Einar Andri. „Arnar var hátt uppi í þessu viðtali enda að vinna sinn fyrsta sigur í deildinni. Óskum honum til hamingju með það en held að það sé enginn ástæða til að vera hnýta í Kidda með þetta,“ sagði Einar Andri. „Það er nóg að við hérna, hinir svokölluðu sérfræðingar eins og einhver segir, gagnrýnum þjálfarana. Svo að við, við segi ég, þjálfararnir förum ekki að gagnrýna hvorn annan.“ Arnar Daði sagði einnig í viðtalinu að honum hafi fundist ÍR vera með forskot enda spiluðu þeir ekki um helgina en Grótta spilaði gegn FH. Einar Andri sagði það hafi hjálpað Gróttu ef eitthvað var. „Annað sem ég er ekki sammála Arnari; ég held að Grótta hafi haft forskot á ÍR með að vera búnir að spila leik. Ég held að það hafi hjálpað þeim frekar en hitt. Fyrsti leikur eftir svo langa pásu er erfiður. Að ná í þennan sigur er gott. Þeir hlupu af sér hornin gegn FH og voru komnir í aðeins meiri leikform en ÍR-ingarnir.“ Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Gróttu Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Grótta Tengdar fréttir Arnar Daði: Þakka Kidda Björgúlfs fyrir að spila aðra vörn en ég átti von á Nýliðar Gróttu unnu sinn fyrsta sigur í kvöld á ÍR. Grótta tók frumkvæði strax í upphafi leiks og litu aldrei um öxl eftir það. Fór það svo að Grótta vann átta marka sigur, 29-21. Fyrir leik kvöldsins hafði hvorugt liðið unnið leik. 28. janúar 2021 20:00 Umfjöllun og viðtöl: Grótta - ÍR 29-21 | Fyrsti sigur Gróttu kom gegn ÍR sem er enn án sigurs Fyrir leik kvöldsins höfðu hvorki Grótta né ÍR unnið leik í Olís-deild karla í handbolta á leiktíðinni. Grótta landaði þægilegum átta marka sigri, lokatölur 29-21 heimamönnum í vil. 28. janúar 2021 20:30 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Arnar Daði: Þakka Kidda Björgúlfs fyrir að spila aðra vörn en ég átti von á Nýliðar Gróttu unnu sinn fyrsta sigur í kvöld á ÍR. Grótta tók frumkvæði strax í upphafi leiks og litu aldrei um öxl eftir það. Fór það svo að Grótta vann átta marka sigur, 29-21. Fyrir leik kvöldsins hafði hvorugt liðið unnið leik. 28. janúar 2021 20:00
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - ÍR 29-21 | Fyrsti sigur Gróttu kom gegn ÍR sem er enn án sigurs Fyrir leik kvöldsins höfðu hvorki Grótta né ÍR unnið leik í Olís-deild karla í handbolta á leiktíðinni. Grótta landaði þægilegum átta marka sigri, lokatölur 29-21 heimamönnum í vil. 28. janúar 2021 20:30