Barcelona er í öðru sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, tíu stigum á eftir toppliði Atletico Madrid, eftir 2-1 sigur á Athletic Bilbao í kvöld.
Það var Lionel Messi sem skoraði fyrsta markið. Það skoraði hann úr frábærri aukaspyrnu á tuttugustu mínútu.
Þannig stóðu leikar í hálfleik en Jordi Alba varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á fjórðu mínútu síðari hálfleiks og allt jafnt.
650 - Lionel Messi 🇦🇷 has scored his 650th goal for @FCBarcelona in all competitions (456 in @LaLigaEN), 49 of them have been direct free-kick goals (38 in league). Celestial. pic.twitter.com/1lJTNCQJSp
— OptaJose (@OptaJose) January 31, 2021
Frakkinn Antoine Griezmann tryggði Barcelona hins vegar sigurinn ellefu mínútum fyrir leikslok.
Barcelona er í öðru sætinu með fjörutíu stig, tíu stigum á eftir Atletico Madrid, sem á þó leik til góða.
Athletic Bilbao er í ellefta sætinu með 24 stig.