Skerðingalaust ár Drífa Snædal skrifar 29. janúar 2021 16:39 Víða um heim er farið að reyna verulega á þanþol almennings eftir frelsisskerðingar og afkomuóöryggi sem faraldurinn hefur í för með sér. Þetta birtist í óeirðum og óþoli víða þótt flestir sýni aðdáunarverða stillingu. Aukinn ójöfnuður og ótti um eigin afkomu er hins vegar gamalreynd uppskrift að óánægju, óþoli og jafnvel óeirðum. Nú berast af því fréttir að ríkustu fyrirtæki og menn í heimi hafi hagnast verulega síðasta árið á sama tíma og fátækt eykst og mörg ríki eru í vandræðum með að mæta kostnaði við bólusetningar. Ójöfnuður eykst hratt og milljónir hafa misst lífsviðurværi sitt. Framtíðin er óviss. Þetta er hinn fullkomni jarðvegur fyrir andlýðræðisleg öfl sem stíga gjarnan inn í upplausnarástand. Lítum okkur nær: Ísland hefur komið vel út úr faraldrinum í alþjóðlegum samanburði og takmarkanir á athöfnum daglegs lífs hafa því ekki verið jafn harkalegar hér og víða annars staðar. Þetta má þakka öflugu, opinberu heilbrigðiskerfi sem inniber nægilega sérfræðiþekkingu til að geta veitt stjórnmálunum leiðsögn til að takast á við faraldurinn. Stjórnmálin eiga líka sitt, það er að hafa tekið leiðsögninni, fremur en að reyna að keyra heimsfaraldurinn í pólitískan átakafarveg. Hér á landi hefur hins vegar ekki tekist að tryggja afkomu fólks og það er fullt tilefni til að hafa áhyggjur af spillingu og auknum ójöfnuði. Það verður ekki sagt nógu oft að grundvöllur friðar og lýðræðis er að tryggja afkomu. Það má enginn vera undanskilinn; launafólk, atvinnuleitendur, öryrkjar, aldraðir. Allir eiga að búa við afkomuöryggi í sanngjörnu samfélagi. Misréttið var til staðar fyrir kófið. Fólk hefur löngum verið sett í spennitreyju víxlverkandi skerðinga í velferðarkerfinu og oft og tíðum gert ómögulegt að bæta líf sitt án þess að eiga á hættu að missa framfærslu til framtíðar. Þetta er ósanngjarnt og býr til meiri erfiðleika en þurfa að vera. Vísbendingar eru um að kófið muni heldur auka á ójöfnuð og koma verst við þá sem höllum fæti standa en vænka hag hinna. Nú þegar við horfum fram á tíma þar sem skerðingar á ferðafrelsi og samkomum falla smám saman niður er við hæfi að líta til hinna frelsisskerðinganna sem stórir hópar fólks hafa þurft að búa við á Íslandi vegna skorts á mannsæmandi afkomu. Árið 2022 gæti orðið skerðingarlaust ár, svona svipað og skattlausa árið á níunda áratugnum. Þá hefði fólk tækifæri til að bæta líf sitt, vinna eftir getu og losna tímabundið úr spennitreyjunni. Það gefur okkur líka færi á að byggja sanngjarnara velferðarkerfi fyrir alla og taka stórt skref í átt að auknu afkomuöryggi. Það væri við hæfi að gera þetta um leið og við komum saman, föllumst í faðma og gerum allt sem heimsfaraldurinn hefur komið í veg fyrir. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Víða um heim er farið að reyna verulega á þanþol almennings eftir frelsisskerðingar og afkomuóöryggi sem faraldurinn hefur í för með sér. Þetta birtist í óeirðum og óþoli víða þótt flestir sýni aðdáunarverða stillingu. Aukinn ójöfnuður og ótti um eigin afkomu er hins vegar gamalreynd uppskrift að óánægju, óþoli og jafnvel óeirðum. Nú berast af því fréttir að ríkustu fyrirtæki og menn í heimi hafi hagnast verulega síðasta árið á sama tíma og fátækt eykst og mörg ríki eru í vandræðum með að mæta kostnaði við bólusetningar. Ójöfnuður eykst hratt og milljónir hafa misst lífsviðurværi sitt. Framtíðin er óviss. Þetta er hinn fullkomni jarðvegur fyrir andlýðræðisleg öfl sem stíga gjarnan inn í upplausnarástand. Lítum okkur nær: Ísland hefur komið vel út úr faraldrinum í alþjóðlegum samanburði og takmarkanir á athöfnum daglegs lífs hafa því ekki verið jafn harkalegar hér og víða annars staðar. Þetta má þakka öflugu, opinberu heilbrigðiskerfi sem inniber nægilega sérfræðiþekkingu til að geta veitt stjórnmálunum leiðsögn til að takast á við faraldurinn. Stjórnmálin eiga líka sitt, það er að hafa tekið leiðsögninni, fremur en að reyna að keyra heimsfaraldurinn í pólitískan átakafarveg. Hér á landi hefur hins vegar ekki tekist að tryggja afkomu fólks og það er fullt tilefni til að hafa áhyggjur af spillingu og auknum ójöfnuði. Það verður ekki sagt nógu oft að grundvöllur friðar og lýðræðis er að tryggja afkomu. Það má enginn vera undanskilinn; launafólk, atvinnuleitendur, öryrkjar, aldraðir. Allir eiga að búa við afkomuöryggi í sanngjörnu samfélagi. Misréttið var til staðar fyrir kófið. Fólk hefur löngum verið sett í spennitreyju víxlverkandi skerðinga í velferðarkerfinu og oft og tíðum gert ómögulegt að bæta líf sitt án þess að eiga á hættu að missa framfærslu til framtíðar. Þetta er ósanngjarnt og býr til meiri erfiðleika en þurfa að vera. Vísbendingar eru um að kófið muni heldur auka á ójöfnuð og koma verst við þá sem höllum fæti standa en vænka hag hinna. Nú þegar við horfum fram á tíma þar sem skerðingar á ferðafrelsi og samkomum falla smám saman niður er við hæfi að líta til hinna frelsisskerðinganna sem stórir hópar fólks hafa þurft að búa við á Íslandi vegna skorts á mannsæmandi afkomu. Árið 2022 gæti orðið skerðingarlaust ár, svona svipað og skattlausa árið á níunda áratugnum. Þá hefði fólk tækifæri til að bæta líf sitt, vinna eftir getu og losna tímabundið úr spennitreyjunni. Það gefur okkur líka færi á að byggja sanngjarnara velferðarkerfi fyrir alla og taka stórt skref í átt að auknu afkomuöryggi. Það væri við hæfi að gera þetta um leið og við komum saman, föllumst í faðma og gerum allt sem heimsfaraldurinn hefur komið í veg fyrir. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun