Níu ára afmæliskaka Dagnýjar bræddi örugglega hjörtu West Ham fólks Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2021 09:31 Dagný Brynjarsdóttir er komin í búning West Ham en til hliðar er afmæliskakan hennar þegar hún var níu ára gömul. Twitter/@westhamwomen Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir var kynnt til leiks sem leikmaður West Ham í gærkvöldi og það með sérstökum hætti. Það má búast við því að Dagný Brynjarsdóttir sé þegar komin í hóp uppáhaldsleikmanna stuðningsmanna West Ham eftir að hafa séð gömlu myndirnar af Dagnýju í gær. Það er ekki vanalegt að nýir leikmenn félaga séu kynntir til leiks með fullt af gömlum myndum en svo var raunin í gær. Íslenska landsliðskonan mætti til leiks með sterk tengsl við nýja félagið sitt. Dagný týndi fram fjölda gamalla mynda úr safni sínu þar sem hún sannaði það að hún hafi verið stuðningsmaður West Ham allt frá barnæsku. Claret & Blue through and through @dagnybrynjars pic.twitter.com/YnuPZYAuIS— West Ham United Women (@westhamwomen) January 28, 2021 Myndin frá níu ára afmælisdegi Dagnýjar, 10. ágúst 2000, hefur örugglega brætt hjörtu stuðningsmanna West Ham. Það er eitt að sjá gamla mynd af leikmanni í búningi West Ham en það leynir sér ekki að hér sé um mikinn stuðningsmann félagsins að ræða þegar níu ára afmæliskakan er West Ham kaka. West Ham endaði í níunda sæti í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 1999 til 2000 en Harry Redknapp var þá knattspyrnustjóri félagsins. Liðið vann einnig Intertoto bikarinn eftir sigur á Metz í tveimur úrslitaleikjum. She's one of our own... Welcome to West Ham United, @dagnybrynjars! pic.twitter.com/xRW3fRrWqK— West Ham United Women (@westhamwomen) January 28, 2021 Frank Lampard skoraði eitt marka liðsins í úrslitaleiknum en meðal annarra leikmanna í þessu unga og spennandi West Ham liði voru Rio Ferdinand, Michael Carrick og Joe Cole sem allir áttu eftir að verða stórstjörnur. Með liðinu léku einnig gömlu refirnir Paolo Di Canio og Stuart Pearce. Hér fyrir neðan má sjá myndirnar sem Dagný deildi bæði með nýja félaginu sem og fylgjendum sínum á Instagram þegar hún tilkynnti í gær um næsta áfangastað sinn á knattspyrnuferlinum. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars) Enski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Það má búast við því að Dagný Brynjarsdóttir sé þegar komin í hóp uppáhaldsleikmanna stuðningsmanna West Ham eftir að hafa séð gömlu myndirnar af Dagnýju í gær. Það er ekki vanalegt að nýir leikmenn félaga séu kynntir til leiks með fullt af gömlum myndum en svo var raunin í gær. Íslenska landsliðskonan mætti til leiks með sterk tengsl við nýja félagið sitt. Dagný týndi fram fjölda gamalla mynda úr safni sínu þar sem hún sannaði það að hún hafi verið stuðningsmaður West Ham allt frá barnæsku. Claret & Blue through and through @dagnybrynjars pic.twitter.com/YnuPZYAuIS— West Ham United Women (@westhamwomen) January 28, 2021 Myndin frá níu ára afmælisdegi Dagnýjar, 10. ágúst 2000, hefur örugglega brætt hjörtu stuðningsmanna West Ham. Það er eitt að sjá gamla mynd af leikmanni í búningi West Ham en það leynir sér ekki að hér sé um mikinn stuðningsmann félagsins að ræða þegar níu ára afmæliskakan er West Ham kaka. West Ham endaði í níunda sæti í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 1999 til 2000 en Harry Redknapp var þá knattspyrnustjóri félagsins. Liðið vann einnig Intertoto bikarinn eftir sigur á Metz í tveimur úrslitaleikjum. She's one of our own... Welcome to West Ham United, @dagnybrynjars! pic.twitter.com/xRW3fRrWqK— West Ham United Women (@westhamwomen) January 28, 2021 Frank Lampard skoraði eitt marka liðsins í úrslitaleiknum en meðal annarra leikmanna í þessu unga og spennandi West Ham liði voru Rio Ferdinand, Michael Carrick og Joe Cole sem allir áttu eftir að verða stórstjörnur. Með liðinu léku einnig gömlu refirnir Paolo Di Canio og Stuart Pearce. Hér fyrir neðan má sjá myndirnar sem Dagný deildi bæði með nýja félaginu sem og fylgjendum sínum á Instagram þegar hún tilkynnti í gær um næsta áfangastað sinn á knattspyrnuferlinum. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars)
Enski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira