Spyr hvers vegna 83 prósent vilji Samfylkinguna ekki í stjórn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 28. janúar 2021 18:55 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir Ísland skipa sér í flokk með ríkjum þar sem spilling sé minnst. Ísland hefur samt fallið úr ellefta sæti í það sautjánda á viðurkenndum alþjóðlegum mælikvarða. Ísland er í neðsta sæti meðal Norðurlandanna og deilir því sæti með Eistlandi með 75 stig. Danir tróna í efsta sæti með Nýja Sjálandi með 88 stig. Engin þjóð hefur náð upp í hundrað stig, það er að engin spilling sé til staðar. Þetta var umræðuefni á Alþingi í dag og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, minnti einnig á Panamaskjölin og skipun dómara í Landsrétt. Þá benti hann einnig á nýja könnun sem sýnir að aðeins 23 prósent landsmanna treysta fjármálaráðherra Íslands til þess að fara með sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Telur hæstvirtur ráðherra að hér séu landsmenn að lýsa tortryggni í garð fjármálaráðherra Íslands yfirleitt, og þá stjórnvalda, að um sé að ræða kerfisvanda, eða telur hæstvirtur fjármálaráðherra, eins og í hinum málunum, að um sé að ræða afmarkaðan vanda og tortryggni í garð fjármálaráðherrans Bjarna Benediktssonar og tengsl hans við eitt af þessum málum í skýrslunni?“ spurði Logi Einarsson Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, á Alþingi í dag. „Við erum komin dálítið langt frá kjarna máls þegar við erum farin að skiptast á skoðunum um niðurstöður skoðanakannana. Eða ættum við kannski að velta því fyrir okkur hér, myndi það skila okkur eitthvað fram veginn í þágu þjóðarinnar, hvers vegna það skyldi vera að 83–84 prósent þjóðarinnar vilji ekki Samfylkinguna sem valkost við stjórn landsins,“ svaraði Bjarni. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Tengdar fréttir Spilling eykst enn á Íslandi samkvæmt mælingu Transparency Ísland lendir í 17. sæti á árlegum lista Transparency International sem mælir spillingu í flestum heims. Staða Íslands hefur farið versnandi síðustu ár og enn hallar á ógæfuhliðina. 28. janúar 2021 06:52 63 prósent treysta Bjarna illa fyrir einkavæðingu Íslandsbanka Tæp 63 prósent þjóðarinnar treysta Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, mjög illa eða frekar illa til að leiða einkavæðingu Íslandsbanka. 23,5 prósent segjast treysta honum mjög eða frekar vel. 19. janúar 2021 10:56 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
Ísland er í neðsta sæti meðal Norðurlandanna og deilir því sæti með Eistlandi með 75 stig. Danir tróna í efsta sæti með Nýja Sjálandi með 88 stig. Engin þjóð hefur náð upp í hundrað stig, það er að engin spilling sé til staðar. Þetta var umræðuefni á Alþingi í dag og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, minnti einnig á Panamaskjölin og skipun dómara í Landsrétt. Þá benti hann einnig á nýja könnun sem sýnir að aðeins 23 prósent landsmanna treysta fjármálaráðherra Íslands til þess að fara með sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Telur hæstvirtur ráðherra að hér séu landsmenn að lýsa tortryggni í garð fjármálaráðherra Íslands yfirleitt, og þá stjórnvalda, að um sé að ræða kerfisvanda, eða telur hæstvirtur fjármálaráðherra, eins og í hinum málunum, að um sé að ræða afmarkaðan vanda og tortryggni í garð fjármálaráðherrans Bjarna Benediktssonar og tengsl hans við eitt af þessum málum í skýrslunni?“ spurði Logi Einarsson Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, á Alþingi í dag. „Við erum komin dálítið langt frá kjarna máls þegar við erum farin að skiptast á skoðunum um niðurstöður skoðanakannana. Eða ættum við kannski að velta því fyrir okkur hér, myndi það skila okkur eitthvað fram veginn í þágu þjóðarinnar, hvers vegna það skyldi vera að 83–84 prósent þjóðarinnar vilji ekki Samfylkinguna sem valkost við stjórn landsins,“ svaraði Bjarni.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Tengdar fréttir Spilling eykst enn á Íslandi samkvæmt mælingu Transparency Ísland lendir í 17. sæti á árlegum lista Transparency International sem mælir spillingu í flestum heims. Staða Íslands hefur farið versnandi síðustu ár og enn hallar á ógæfuhliðina. 28. janúar 2021 06:52 63 prósent treysta Bjarna illa fyrir einkavæðingu Íslandsbanka Tæp 63 prósent þjóðarinnar treysta Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, mjög illa eða frekar illa til að leiða einkavæðingu Íslandsbanka. 23,5 prósent segjast treysta honum mjög eða frekar vel. 19. janúar 2021 10:56 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
Spilling eykst enn á Íslandi samkvæmt mælingu Transparency Ísland lendir í 17. sæti á árlegum lista Transparency International sem mælir spillingu í flestum heims. Staða Íslands hefur farið versnandi síðustu ár og enn hallar á ógæfuhliðina. 28. janúar 2021 06:52
63 prósent treysta Bjarna illa fyrir einkavæðingu Íslandsbanka Tæp 63 prósent þjóðarinnar treysta Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, mjög illa eða frekar illa til að leiða einkavæðingu Íslandsbanka. 23,5 prósent segjast treysta honum mjög eða frekar vel. 19. janúar 2021 10:56