Vann með ólöglegum innflytjendum fyrir rússneskan gyðing Stefán Árni Pálsson skrifar 29. janúar 2021 07:01 Ragnar er 77 ára og hefur lifað viðburðarríku lífi. Dr. Ragnar Ingi Aðalsteinsson fæddist á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal 15. janúar 1944, yngstur tíu barna foreldra sinna. Hann lagði stund á ljóð- og kvæðalist frá unga aldri, lærði allar kúnstarinnar reglur bragfræðinnar og hefur tekið þær með sér gegnum lífið og gefið út ljóða- og kennslubækur um fagið. Ragnar hefur lært mikið á leið gegnum lífið, bæði í skóla og sótti doktorsgráðu í stuðlasetningu fyrir tíu árum síðan, en einnig af reynslunni, því hann barðist við vanlíðan sem ungur maður og vökvaði það ástand síðan með neyslu áfengis í 15 ár. 35 ára gamall sneri hann hins vegar við blaðinu og hefur haldið afskaplega heilbrigðan lífsstíl síðan. Ragnar er 77 ára gamall. Hann hefur ekki borðað sykur í áratugi og hefur ekki borðað kjöt síðan 1985 og er hættur að reykja. Hann hefur verið 12 spora maður í meira en 40 ár og á ekki sjónvarp. Klippa: Vann með ólöglegum innflytjendum fyrir rússneskan gyðing Snæbjörn Ragnarsson ræddi við Ragnar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk og hafði hann frá mörgu að segja. Snæbjörn ræddi lengi við Ragnar. Þegar eiginkona Ragnars fór í nám til Bandaríkjanna í Chicago vann hann á mjög vafasömum veitingastað þar í borg. „Ég vann sem sendill fyrir kínverskan veitingastað og keyrði mat um borgina,“ segir Ragnar og heldur áfram. „Ég var í þessu í þrjú ár og þetta var ægilegt fjör. En þetta var skrautlegt líf og var svona veitingastaður sem var undir einni járnbrautarstöðinni og var kannski fjórða flokks og ekki mjög kræsilegt allt.“ Hann segir að þarna hafi hann unnið í svokölluðu neðanjarðar hagkerfi í Bandaríkjunum. „Þarna unnu með mér ólöglegir innflytjendur sem höfðu enginn réttindi og hægt að segja þeim að éta það sem úti frýs. Ég kynntist þarna allskonar fólki. Ólöglegir innflytjendur frá Mexíkó og frá austurlöndum líka. Svo fékk maður greitt í seðlum frá eiganda staðarins. Eigandinn var rússneskur gyðingur alinn upp í Bandaríkjunum. Raddsterkur og ægilega skapmikill,“ segir Ragnar sem fékk í raun vinnuna á sínum tíma af þeirri ástæðu að hann var maraþonhlaupari. Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Hann lagði stund á ljóð- og kvæðalist frá unga aldri, lærði allar kúnstarinnar reglur bragfræðinnar og hefur tekið þær með sér gegnum lífið og gefið út ljóða- og kennslubækur um fagið. Ragnar hefur lært mikið á leið gegnum lífið, bæði í skóla og sótti doktorsgráðu í stuðlasetningu fyrir tíu árum síðan, en einnig af reynslunni, því hann barðist við vanlíðan sem ungur maður og vökvaði það ástand síðan með neyslu áfengis í 15 ár. 35 ára gamall sneri hann hins vegar við blaðinu og hefur haldið afskaplega heilbrigðan lífsstíl síðan. Ragnar er 77 ára gamall. Hann hefur ekki borðað sykur í áratugi og hefur ekki borðað kjöt síðan 1985 og er hættur að reykja. Hann hefur verið 12 spora maður í meira en 40 ár og á ekki sjónvarp. Klippa: Vann með ólöglegum innflytjendum fyrir rússneskan gyðing Snæbjörn Ragnarsson ræddi við Ragnar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk og hafði hann frá mörgu að segja. Snæbjörn ræddi lengi við Ragnar. Þegar eiginkona Ragnars fór í nám til Bandaríkjanna í Chicago vann hann á mjög vafasömum veitingastað þar í borg. „Ég vann sem sendill fyrir kínverskan veitingastað og keyrði mat um borgina,“ segir Ragnar og heldur áfram. „Ég var í þessu í þrjú ár og þetta var ægilegt fjör. En þetta var skrautlegt líf og var svona veitingastaður sem var undir einni járnbrautarstöðinni og var kannski fjórða flokks og ekki mjög kræsilegt allt.“ Hann segir að þarna hafi hann unnið í svokölluðu neðanjarðar hagkerfi í Bandaríkjunum. „Þarna unnu með mér ólöglegir innflytjendur sem höfðu enginn réttindi og hægt að segja þeim að éta það sem úti frýs. Ég kynntist þarna allskonar fólki. Ólöglegir innflytjendur frá Mexíkó og frá austurlöndum líka. Svo fékk maður greitt í seðlum frá eiganda staðarins. Eigandinn var rússneskur gyðingur alinn upp í Bandaríkjunum. Raddsterkur og ægilega skapmikill,“ segir Ragnar sem fékk í raun vinnuna á sínum tíma af þeirri ástæðu að hann var maraþonhlaupari.
Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning