„Kemur vel til greina“ að slaka fyrr á samkomutakmörkunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2021 11:37 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það koma vel til greina að slaka á samkomutakmörkunum fyrir 17. febrúar ef innanlandssmit halda áfram að vera fá og nýgengi innanlandssmita sömuleiðis. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 17. febrúar en hún kveður meðal annars á um tuttugu manna samkomubann, tveggja metra reglu og grímuskyldu þar sem ekki er hægt að tryggja metrana tvo. Þá mega líkamsræktarstöðvar hafa opið fyrir hópatíma og sundlaugar eru einnig opnar. Nýgengi innanlandssmita hefur ekki verið eins lágt og það er nú síðan í lok júlí. Þá hafa aðeins níutíu manns greinst með kórónuveiruna innanlands það sem af er árinu 2021 og hefur mikill meirihluti þeirra verið í sóttkví. Sóttvarnalæknir sagði í framsögu sinni á fundinum að núna væri ekki tími til að slaka á aðgerðum en takmarkanirnar væru í sífelldri endurskoðun. Það væri alls ekki útilokað að það yrði hægt að fara í tilslakanir á næstunni. Rifjaði upp hvernig staðan gjörbreyttist á einni viku í september Þegar hann var svo spurður að því hvort það kæmi til greina að slaka mögulega fyrr á samkomutakmörkunum, það er áður en núverandi reglugerð fellur úr gildi, var hann afdráttarlaus í svari. „Já, það kemur vel til greina,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist hins vegar ekki geta sagt mikið um það hvenær hægt yrði að fara í frekari tilslakanir en sagði þó ef smittölur yrðu áfram svona lágar næstu vikuna þá væri ekkert að því að slaka frekar á. Þórólfur lagði þó áherslu á það þyrfti að fara mjög varlega í allar tilslakanir svo að ekki kæmi bakslag í faraldurinn. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, talaði á svipuðum nótum og rifjaði það upp í byrjun fundarins hvernig staðan var 11. til 18. september. Þá hefði fjölda greindra smita á degi hverjum farið úr einu í 74 á einni viku. Það þyrfti ekki nema eitt smit til að koma stórri bylgju af stað. Skilaboð yfirvalda væru því áfram þau að fólk ætti ekki að slaka á heldur fylgja áfram leiðbeiningum og sinna persónubundnum sóttvörnum og fara í sýnatöku ef maður fyndi fyrir einkennum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Erlent Fleiri fréttir Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Sjá meira
Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 17. febrúar en hún kveður meðal annars á um tuttugu manna samkomubann, tveggja metra reglu og grímuskyldu þar sem ekki er hægt að tryggja metrana tvo. Þá mega líkamsræktarstöðvar hafa opið fyrir hópatíma og sundlaugar eru einnig opnar. Nýgengi innanlandssmita hefur ekki verið eins lágt og það er nú síðan í lok júlí. Þá hafa aðeins níutíu manns greinst með kórónuveiruna innanlands það sem af er árinu 2021 og hefur mikill meirihluti þeirra verið í sóttkví. Sóttvarnalæknir sagði í framsögu sinni á fundinum að núna væri ekki tími til að slaka á aðgerðum en takmarkanirnar væru í sífelldri endurskoðun. Það væri alls ekki útilokað að það yrði hægt að fara í tilslakanir á næstunni. Rifjaði upp hvernig staðan gjörbreyttist á einni viku í september Þegar hann var svo spurður að því hvort það kæmi til greina að slaka mögulega fyrr á samkomutakmörkunum, það er áður en núverandi reglugerð fellur úr gildi, var hann afdráttarlaus í svari. „Já, það kemur vel til greina,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist hins vegar ekki geta sagt mikið um það hvenær hægt yrði að fara í frekari tilslakanir en sagði þó ef smittölur yrðu áfram svona lágar næstu vikuna þá væri ekkert að því að slaka frekar á. Þórólfur lagði þó áherslu á það þyrfti að fara mjög varlega í allar tilslakanir svo að ekki kæmi bakslag í faraldurinn. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, talaði á svipuðum nótum og rifjaði það upp í byrjun fundarins hvernig staðan var 11. til 18. september. Þá hefði fjölda greindra smita á degi hverjum farið úr einu í 74 á einni viku. Það þyrfti ekki nema eitt smit til að koma stórri bylgju af stað. Skilaboð yfirvalda væru því áfram þau að fólk ætti ekki að slaka á heldur fylgja áfram leiðbeiningum og sinna persónubundnum sóttvörnum og fara í sýnatöku ef maður fyndi fyrir einkennum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Erlent Fleiri fréttir Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Sjá meira