Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. Þá greindist enginn með smit á landamærunum.
Nýgengi innanlandssmita er nú 8,2 en var 8,7 í gær. Nýgengi landamærasmita er 7,6 en var 8,5 í gær.
Þá eru 35 í sóttkví, 1099 í skimunarsóttkví, 47 í einangrun og sautján á sjúkrahúsi.
Alls var tekið 891 einkennasýni í gær, 255 sýni við landamæraskimun og átján sýni við skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Fréttin hefur verið uppfærð.