Vill fækka nagladekkjum með gjaldtöku Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. janúar 2021 14:49 Svifryksmengun í borginni fer reglulega yfir heilsuverndarmörk. vísir/Vilhelm „Mér finnst það ákveðinn veruleikaflótti hjá þeim sem halda að þetta snúist bara um að borgin geti þrifið göturnar betur og að enginn þurfi að breyta sinni hegðun,“ segir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og starfandi formaður umhverfis- og samgöngunráðs Reykjavíkurborgar. Svifryksmengun er hitamál í borginni um þessar mundir líkt og oft áður. Málið var til umræðu á fundi samgönguráðs í morgun og hjá umhverfis- og heilbrigðisráði í síðustu viku. Svifryksmengun fer reglulega yfir heilsuverndarmörk í borginni og eru umferð og útblástur bíla helsta orsökin, þá sér í lagi bíla á nagladekkjum. Aðrir þættir skipta þó máli og þar má nefna slit á vegum, tegund vegyfirborðs og götuþrif. Í bókun meirihluta umhverfis- og heilbrigðisráðs segir að staðan sé óásættanleg. Draga þurfi úr nagladekkjanotkun. Tónninn var svipaður í umhverfis- og samgönguráði í morgun og meirihlutinn áréttaði bókun sína um nauðsyn heimildar til að sporna við notkun nagladekkja. Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í ráðinu, fer yfir fundinn í stöðuuppfærslu á Facebook og segir götuþvott árangurríkustu leiðina til að minnka svifryk. Fundi skipulags- og samgönguráðs var að ljúka - þar var kynntur ævintýralegur úrdráttur úr skýrslu um svifrik. Í...Posted by Vigdís Hauksdóttir on Miðvikudagur, 27. janúar 2021 Í nýlegri skýrslu Vegagerðarinnar segir að nagladekkjum í umferðinni þurfi að fækka verulega til að markmið íslenskra stjórnvalda um að svifryk fari aldrei yfir heilsuverndarmörk náist. Í dag er talið að um 42 prósent bíla í höfuðborginni séu á negldum dekkjum og í skýrslunni segir að koma þyrfti hlutfallinu niður í 20 prósent til að koma í veg fyrir „gráa daga“. Það eitt og sér dugar þó ekki til og hefur Vegagerðin bent á að einnig sé hægt að lækka hámarkshraða, bleyta götur og draga úr umferð. Reykjavíkurborg hefur ítrekað krafist lagaheimildar frá ríkinu til að banna notkun nagladekkja innan borgarinnar en án árangurs. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar.vísir/Vilhelm Aðspurður um stöðu málsins segist Pawel hugnast gjaldtaka betur en bann. „Mér hugnast betur að leyfa þeim sem vilja að greiða fyrir það að menga. Markmiðið með gjaldtöku væri þó vissulega ekki að áfram yrðu um fjörutíu prósent bíla í umferðinni á nöglum og bara peningur í kassanum hjá borginni.“ Hann bendir á að nagladekkjum í umferðinni hafi fækkað verulega og málið snúist því einnig um hugarfarsbreytingu. Gjaldtaka gæti hraðað þróuninni en lagaheimild þyrfti til. Hann segir heimildina bráðnauðsynlega en ber þó hóflegar væntingar. „Það hafa komið tillögur að heimildum til gjaldtöku í lagafrumvörpum en því hefur verið kippt út,“ segir Pawel og bætir við að slíkt sé auðvelda leiðin með umdeild ákvæði sem þetta. „Ég tel kannski ólíklegt að slík hemild fáist núna á meðan þessi ríkisstjórn er. Ég les allavega ekki stöðuna á þingi þannig að svona mál myndi fara auðveldlega í gegn.“ Umhverfismál Reykjavík Nagladekk Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Svifryksmengun er hitamál í borginni um þessar mundir líkt og oft áður. Málið var til umræðu á fundi samgönguráðs í morgun og hjá umhverfis- og heilbrigðisráði í síðustu viku. Svifryksmengun fer reglulega yfir heilsuverndarmörk í borginni og eru umferð og útblástur bíla helsta orsökin, þá sér í lagi bíla á nagladekkjum. Aðrir þættir skipta þó máli og þar má nefna slit á vegum, tegund vegyfirborðs og götuþrif. Í bókun meirihluta umhverfis- og heilbrigðisráðs segir að staðan sé óásættanleg. Draga þurfi úr nagladekkjanotkun. Tónninn var svipaður í umhverfis- og samgönguráði í morgun og meirihlutinn áréttaði bókun sína um nauðsyn heimildar til að sporna við notkun nagladekkja. Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í ráðinu, fer yfir fundinn í stöðuuppfærslu á Facebook og segir götuþvott árangurríkustu leiðina til að minnka svifryk. Fundi skipulags- og samgönguráðs var að ljúka - þar var kynntur ævintýralegur úrdráttur úr skýrslu um svifrik. Í...Posted by Vigdís Hauksdóttir on Miðvikudagur, 27. janúar 2021 Í nýlegri skýrslu Vegagerðarinnar segir að nagladekkjum í umferðinni þurfi að fækka verulega til að markmið íslenskra stjórnvalda um að svifryk fari aldrei yfir heilsuverndarmörk náist. Í dag er talið að um 42 prósent bíla í höfuðborginni séu á negldum dekkjum og í skýrslunni segir að koma þyrfti hlutfallinu niður í 20 prósent til að koma í veg fyrir „gráa daga“. Það eitt og sér dugar þó ekki til og hefur Vegagerðin bent á að einnig sé hægt að lækka hámarkshraða, bleyta götur og draga úr umferð. Reykjavíkurborg hefur ítrekað krafist lagaheimildar frá ríkinu til að banna notkun nagladekkja innan borgarinnar en án árangurs. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar.vísir/Vilhelm Aðspurður um stöðu málsins segist Pawel hugnast gjaldtaka betur en bann. „Mér hugnast betur að leyfa þeim sem vilja að greiða fyrir það að menga. Markmiðið með gjaldtöku væri þó vissulega ekki að áfram yrðu um fjörutíu prósent bíla í umferðinni á nöglum og bara peningur í kassanum hjá borginni.“ Hann bendir á að nagladekkjum í umferðinni hafi fækkað verulega og málið snúist því einnig um hugarfarsbreytingu. Gjaldtaka gæti hraðað þróuninni en lagaheimild þyrfti til. Hann segir heimildina bráðnauðsynlega en ber þó hóflegar væntingar. „Það hafa komið tillögur að heimildum til gjaldtöku í lagafrumvörpum en því hefur verið kippt út,“ segir Pawel og bætir við að slíkt sé auðvelda leiðin með umdeild ákvæði sem þetta. „Ég tel kannski ólíklegt að slík hemild fáist núna á meðan þessi ríkisstjórn er. Ég les allavega ekki stöðuna á þingi þannig að svona mál myndi fara auðveldlega í gegn.“
Umhverfismál Reykjavík Nagladekk Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira