Lukaku og Zlatan hnakkrifust og móðguðu fjölskyldumeðlimi hvor annars Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2021 10:00 Romelu Lukaku og Zlatan Ibrahimovic var heitt í hamsi í leik Mílanó-liðanna, Inter og AC Milan, á San Siro í gær. getty/Nicolò Campo Samherjunum fyrrverandi, Romelu Lukaku og Zlatan Ibrahimovic, sinnaðist þegar Inter og AC Milan áttust við í átta liða úrslitum ítölsku bikarkeppninnar í gær. Zlatan kom Milan yfir á 31. mínútu með sínu fjórtánda marki á tímabilinu. Undir lok fyrri hálfleiks lenti þeim Lukaku saman, þeir nudduðu saman höfðum eins og reiðir hrútar og létu hvorn annan heyra það. Þeir fengu báðir gult spjald. Lukaku og Zlatan léku saman hjá Manchester United og kom vel saman. Vináttan var þó hvergi sjáanleg þegar þeir rifust í gær. Zlatan á að hafa kallað Lukaku asna og móðgað móður hans. Belginn á aftur á móti að hafa látið miður falleg ummæli falla um eiginkonu Svíans. Eftir að flautað var til hálfleiks reyndi Lukaku að elta Zlatan þegar leikmenn liðanna gengu til búningsherbergja en liðsfélagar hans héldu aftur af honum. Lukaku virtist hafa róast í hálfleikshléinu en Zlatan var ekki hættur og fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á Aleksandar Kolarov á 58. mínútu. Inter nýtti sér liðsmuninn. Lukaku jafnaði úr vítaspyrnu á 71. mínútu og þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Christian Eriksen sigurmark Inter með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu. Lokatölur 2-1, Inter í vil sem er komið í undanúrslit bikarkeppninnar. Stefano Pioli, knattspyrnustjóri Milan, sagði að Zlatan hefði beðið liðsfélaga sína afsökunar eftir leikinn. „Hann baðst afsökunar eins og meistarinn sem hann er. Hann fór aðeins fram úr sér í að hjálpa liðinu,“ sagði Pioli. Milan hefur nú tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deild og bikar. Á laugardaginn laut liðið í lægra haldi fyrir Atalanta, 0-3, í ítölsku úrvalsdeildinni. Ítalski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira
Zlatan kom Milan yfir á 31. mínútu með sínu fjórtánda marki á tímabilinu. Undir lok fyrri hálfleiks lenti þeim Lukaku saman, þeir nudduðu saman höfðum eins og reiðir hrútar og létu hvorn annan heyra það. Þeir fengu báðir gult spjald. Lukaku og Zlatan léku saman hjá Manchester United og kom vel saman. Vináttan var þó hvergi sjáanleg þegar þeir rifust í gær. Zlatan á að hafa kallað Lukaku asna og móðgað móður hans. Belginn á aftur á móti að hafa látið miður falleg ummæli falla um eiginkonu Svíans. Eftir að flautað var til hálfleiks reyndi Lukaku að elta Zlatan þegar leikmenn liðanna gengu til búningsherbergja en liðsfélagar hans héldu aftur af honum. Lukaku virtist hafa róast í hálfleikshléinu en Zlatan var ekki hættur og fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á Aleksandar Kolarov á 58. mínútu. Inter nýtti sér liðsmuninn. Lukaku jafnaði úr vítaspyrnu á 71. mínútu og þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Christian Eriksen sigurmark Inter með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu. Lokatölur 2-1, Inter í vil sem er komið í undanúrslit bikarkeppninnar. Stefano Pioli, knattspyrnustjóri Milan, sagði að Zlatan hefði beðið liðsfélaga sína afsökunar eftir leikinn. „Hann baðst afsökunar eins og meistarinn sem hann er. Hann fór aðeins fram úr sér í að hjálpa liðinu,“ sagði Pioli. Milan hefur nú tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deild og bikar. Á laugardaginn laut liðið í lægra haldi fyrir Atalanta, 0-3, í ítölsku úrvalsdeildinni.
Ítalski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira