Krapaflóðið úr Jökulsá fór yfir stóran hluta þjóðvegarins við Grímsstaði síðdegis í dag. Hringveginum hefur því verið lokað og vegfarendum bent á hjáleið um veg 85. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að krapahaugurinn sé um þriggja metra djúpur.
Míla segir í tilkynningu að aðstæður séu erfiðar á svæðinu. Lokað hafi verið fyrir alla umferð og vinnu í kringum brúna yfir Jökulsá, sem valdi því að fresta verði allri vinnu við strenginn fram til morguns.
Sigurrós Jónsdóttir samskiptastjóri Mílu segir í samtali við Vísi að rofið á strengnum, sem er í eigu annarra en er mikilvægt stofnsamband hjá Mílu, ætti ekki að valda miklum truflunum. Notendasambönd, þ.e. GSM- og nettengingar fólks, ættu að vera í lagi.