Til hvers er forsetinn? Sigurður Hjartarson skrifar 26. janúar 2021 17:01 Á öldum byltinga, þegar konungsvald í Evrópu féll hvert á eftir öðru varð það fljótt ljóst fyrir konungssinnum alls staðar, að tími einvaldsins var búinn og ef ætti að halda í einhverja konungsstjórn yrði að reyna að hitta þá byltingarsinna einhvers staðar í miðjunni og koma fyrir nýju stjórnarskipulagi, þar sem völd konungs væru skert og hlutverk hans í ríkinu endurhugsuð. Urðu þá til þessi svo kölluðu stjórnarskrárbundin konungsveldi, þar sem framkvæmdavald ríkisins var fyrst og fremst í höndum þingsins. Þá komu til mikilvægar spurningar eins og hvaða hlutverki gegnir konungur í þessu nýja stjórnarskipulagi? Ef konungur átti að vera áfram með völd þurfti hann að þjóna einhverjum tilgangi. Af hverju þarf kóng? Lengi vel voru þessar spurningar rökræddar, áður en svör náðust og menn voru sammála. Fyrir rest var komist að þeirri niðurstöðu að hlutverk konungs væri að hann þjónaði best sínu starfi sem nokkurskonar faðir þjóðarinnar. Hlutlaus úrskurðaraðili sem öll þjóðin gat reitt sig á. Litið var svo á að ekki væri hægt að spilla konungi þar sem hann sat á sínum stóli til dauðadags og allt sem þótti í hag lands og þjóðar hlyti því einnig að vera í hag hans. Konungur var tákn stöðugleika sem var gefið allskonar völd til þess að refsa þinginu ef það færi gegn hag lands og þjóðar. Fyrstu Stjórnarskrár Íslands voru í raun skrifaðar með þetta undirstöðuatriði í huga. Íslenska Alþingið sæi um alla daglegu stjórn landsins og ráðherra Íslands, seinna forsætisráðherra sat sem æðsti fulltrúi þingsins, en danakonungur hélt þeim völdum sem leyfðu honum stíga inn í ef honum þætti svo þurfa. Þegar Íslendingar fengu síðan sjálfstæði árið 1944 þurfti að skrifa nýja stjórnarskrá sem gerði ekki ráð fyrir konungsstjórn. Ísland var búið að vera fullvalda ríki í 26 ár og óþarfi þótti að gjörbreyta íslensku ríkisstjórninni eftir sjálfstæði. Alþingið starfaði því áfram af mestu leiti óbreytt, helstu breytingar í stjórnarskránni má segja að hafi verið í myndun forsætisstóls. Allar helstu skyldur og völd sem áður höfðu verið í höndum konungs voru nú gefnar Forseta Íslands. En það vekur upp nokkrar spurningar. Hvert er hlutverk forsetans? Hvaða tilgangi þjónar Forseti Íslands í nútíma lýðræði? Er hann gripur fortíðar, gefið völd sem konungur átti aldrei að hafa til þess að byrja með, sem þjóna engu öðru hlutverki en til þess að stríða gegn því sem annars er frjálst lýðræðislegt ferli? Eða þjónar hann mikilvægum parti í að halda heilsu og stöðugleika íslenska ríkisins? Til hvers er Forseti Íslands? Flestir vita hvaða hlutverki Forseti Íslands gegnir í utanríkismálum en í stuttu máli þá er hann þjóðhöfðingi Íslands og gegnir mikilvægu landkynningarhlutverki þar sem hann er fulltrúi þjóðar í opinberum og óopinberum erindum um heim allan. Hittir m.a. þjóðhöfðingja og myndar og mótar leiðir í myndun alþjóðatengsla. En það sem er áhugavert við Forsetann eru völd hans innanlands. Forseti hefur synjunarvald fyrir allar ákvarðanir Alþingis. Hann getur kallað fram þjóðaratkvæðisgreiðslur, hann getur lagt niður ríkisstjórnina og skipað í utanþingsstjórn og þegar þingkostningar eru yfirstaðnar þá er það hans hlutverk að skipa ráðherra í ríkisstjórn. Þegar fram liðu aldir fóru skoðanir fólks á konungsvaldi að breytast. Í dag er það nokkur sameiginlegur skilningur í þeim fáu konungsríkjum sem eftir eru að hvorki konungur né drottning eigi að skipta sér af stjórnmálum yfir höfuð. Flest öll völdin sem þau tæknilega hafa, eiga ekki að vera notuð undir neinum kringumstæðum. Hér á Íslandi hafa skoðanir okkar á forsetavaldi einnig líkt og með konungsvaldið farið hægt og sígandi sömu leið. Í dag er ekki ætlast til þess að forseti skipti sér of mikið af stjórnarmyndun heldur leyfi þinginu að ráða för. Synjunarvald hans er eitthvað sem á að nota sem minnst og oftast er ætlast til þess að forseti sé helst ekki að nota völd sín sem honum eru þó gefin samkvæmt stjórnarskrá okkar. Að mínu mati er þetta ekki réttur hugsunarháttur. Ég tel það vera í hag þjóðarinnar að vera með forseta sem er óragur við að nota öll þau völd sem standa honum til boða því Forseti Íslands er kosinn beint af íslensku þjóðinni í þeim tilgangi til þess að starfa sem fulltrúi hennar gegn þinginu. Þó svo að það sé erfitt að gera sér grein fyrir því hvort að þeir sem skrifuðu stjórnarskrána á sínum tíma hafi áttað sig á því eða ekki. En með því að gefa forseta öll völd konungs erfði hann það hlutverk sem upprunalega var ætlað konungi. Forseti Íslands sinnir föðurhlutverki þjóðarinnar. Honum er ekki ætlað að taka reglulegan þátt í stjórnarhlutverki þingsins heldur á hann að horfa yfir það í fjarska. Honum var gefið tól til þess að stoppa þingið þegar það tekur ákvarðanir gegn vilja eða hag þjóðarinnar. Forseta er ekki ætlað að hafa sterkar stjórnmálaskoðanir, heldur líkt og konungur á hann að vera hlutlaus úrskurðaraðili, og með beinum kosningum óháðum stjórnmálaflokkum og þingi er hann bundinn engum öðrum en þjóðinni sjálfri. Forseti í eðli sínu er einfaldlega ekki vinur þingsins, heldur þvert á móti. Forseti Íslands er hamar þjóðarinnar gegn þinginu. Forseti sem er vinsæll meðal þingmanna er að öllum líkindum forseti sem er ekki að sinna sínu starfi eins og honum er ætlað. Sannleikur sem fyrrverandi Forseti Hr. Ólafur Ragnar Grímsson skildi vel. Enda hikaði hann ekki við það að nota völd sýn þegar þörf þótti á. Hvort sem það var í Fjölmiðlafrumvarpinu árið 2004 eða í Icesave deilunni á sínum tíma. Ef Forseti Íslands sinnir sínu starfi eins og honum er ætlað að gera, þá er íslenska stjórnkerfið virkilega gott kerfi, sem skiptir ríkisvaldi á þann hátt að ríkisstjórnin ætti í rauninni aldrei að geta unnið gegn hag þjóðarinnar. Forseti Íslands hefur ekkert vald til þess að koma inn breytingum beint, en það sem hann hefur eru tól til þess að stöðva breytingar þingsins sem meirihluti þjóðar er ekki samþykkur. Því á það ekki að skipta neinu máli hversu lengi forseti situr á sínum stóli svo lengi sem það er hægt að reiða á hann til þess að taka upp hanskann fyrir þjóðinni þegar þörf er á. En auðvitað á þjóðin ekki að hika við það að losa sig við hann í næstu kosningum ef hann gerir það ekki. Það er því mín skoðun að þegar áberandi meirihluti þjóðarinnar stendur í andstöðu gegn sölu Íslandsbanka, aðild að orkupökkum eða þegar ákveðinn „Grenjandi minnihluti“ lætur í sér heyra, þá hefur Forseti Íslands lýðræðislega skildu gagnvart þjóðinni til þess að stíga inn fyrir hennar hönd. Sá forseti sem ekki gerir sig líklegan til þess að standa upp fyrir þeirri þjóð sem starf hans reiðir á, hefur litla ástæðu til þess að sitja áfram sem kjörinn fulltrúi þjóðarinnar og það er lýðræðisleg skylda þjóðarinnar að losa sig við hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forseti Íslands Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Á öldum byltinga, þegar konungsvald í Evrópu féll hvert á eftir öðru varð það fljótt ljóst fyrir konungssinnum alls staðar, að tími einvaldsins var búinn og ef ætti að halda í einhverja konungsstjórn yrði að reyna að hitta þá byltingarsinna einhvers staðar í miðjunni og koma fyrir nýju stjórnarskipulagi, þar sem völd konungs væru skert og hlutverk hans í ríkinu endurhugsuð. Urðu þá til þessi svo kölluðu stjórnarskrárbundin konungsveldi, þar sem framkvæmdavald ríkisins var fyrst og fremst í höndum þingsins. Þá komu til mikilvægar spurningar eins og hvaða hlutverki gegnir konungur í þessu nýja stjórnarskipulagi? Ef konungur átti að vera áfram með völd þurfti hann að þjóna einhverjum tilgangi. Af hverju þarf kóng? Lengi vel voru þessar spurningar rökræddar, áður en svör náðust og menn voru sammála. Fyrir rest var komist að þeirri niðurstöðu að hlutverk konungs væri að hann þjónaði best sínu starfi sem nokkurskonar faðir þjóðarinnar. Hlutlaus úrskurðaraðili sem öll þjóðin gat reitt sig á. Litið var svo á að ekki væri hægt að spilla konungi þar sem hann sat á sínum stóli til dauðadags og allt sem þótti í hag lands og þjóðar hlyti því einnig að vera í hag hans. Konungur var tákn stöðugleika sem var gefið allskonar völd til þess að refsa þinginu ef það færi gegn hag lands og þjóðar. Fyrstu Stjórnarskrár Íslands voru í raun skrifaðar með þetta undirstöðuatriði í huga. Íslenska Alþingið sæi um alla daglegu stjórn landsins og ráðherra Íslands, seinna forsætisráðherra sat sem æðsti fulltrúi þingsins, en danakonungur hélt þeim völdum sem leyfðu honum stíga inn í ef honum þætti svo þurfa. Þegar Íslendingar fengu síðan sjálfstæði árið 1944 þurfti að skrifa nýja stjórnarskrá sem gerði ekki ráð fyrir konungsstjórn. Ísland var búið að vera fullvalda ríki í 26 ár og óþarfi þótti að gjörbreyta íslensku ríkisstjórninni eftir sjálfstæði. Alþingið starfaði því áfram af mestu leiti óbreytt, helstu breytingar í stjórnarskránni má segja að hafi verið í myndun forsætisstóls. Allar helstu skyldur og völd sem áður höfðu verið í höndum konungs voru nú gefnar Forseta Íslands. En það vekur upp nokkrar spurningar. Hvert er hlutverk forsetans? Hvaða tilgangi þjónar Forseti Íslands í nútíma lýðræði? Er hann gripur fortíðar, gefið völd sem konungur átti aldrei að hafa til þess að byrja með, sem þjóna engu öðru hlutverki en til þess að stríða gegn því sem annars er frjálst lýðræðislegt ferli? Eða þjónar hann mikilvægum parti í að halda heilsu og stöðugleika íslenska ríkisins? Til hvers er Forseti Íslands? Flestir vita hvaða hlutverki Forseti Íslands gegnir í utanríkismálum en í stuttu máli þá er hann þjóðhöfðingi Íslands og gegnir mikilvægu landkynningarhlutverki þar sem hann er fulltrúi þjóðar í opinberum og óopinberum erindum um heim allan. Hittir m.a. þjóðhöfðingja og myndar og mótar leiðir í myndun alþjóðatengsla. En það sem er áhugavert við Forsetann eru völd hans innanlands. Forseti hefur synjunarvald fyrir allar ákvarðanir Alþingis. Hann getur kallað fram þjóðaratkvæðisgreiðslur, hann getur lagt niður ríkisstjórnina og skipað í utanþingsstjórn og þegar þingkostningar eru yfirstaðnar þá er það hans hlutverk að skipa ráðherra í ríkisstjórn. Þegar fram liðu aldir fóru skoðanir fólks á konungsvaldi að breytast. Í dag er það nokkur sameiginlegur skilningur í þeim fáu konungsríkjum sem eftir eru að hvorki konungur né drottning eigi að skipta sér af stjórnmálum yfir höfuð. Flest öll völdin sem þau tæknilega hafa, eiga ekki að vera notuð undir neinum kringumstæðum. Hér á Íslandi hafa skoðanir okkar á forsetavaldi einnig líkt og með konungsvaldið farið hægt og sígandi sömu leið. Í dag er ekki ætlast til þess að forseti skipti sér of mikið af stjórnarmyndun heldur leyfi þinginu að ráða för. Synjunarvald hans er eitthvað sem á að nota sem minnst og oftast er ætlast til þess að forseti sé helst ekki að nota völd sín sem honum eru þó gefin samkvæmt stjórnarskrá okkar. Að mínu mati er þetta ekki réttur hugsunarháttur. Ég tel það vera í hag þjóðarinnar að vera með forseta sem er óragur við að nota öll þau völd sem standa honum til boða því Forseti Íslands er kosinn beint af íslensku þjóðinni í þeim tilgangi til þess að starfa sem fulltrúi hennar gegn þinginu. Þó svo að það sé erfitt að gera sér grein fyrir því hvort að þeir sem skrifuðu stjórnarskrána á sínum tíma hafi áttað sig á því eða ekki. En með því að gefa forseta öll völd konungs erfði hann það hlutverk sem upprunalega var ætlað konungi. Forseti Íslands sinnir föðurhlutverki þjóðarinnar. Honum er ekki ætlað að taka reglulegan þátt í stjórnarhlutverki þingsins heldur á hann að horfa yfir það í fjarska. Honum var gefið tól til þess að stoppa þingið þegar það tekur ákvarðanir gegn vilja eða hag þjóðarinnar. Forseta er ekki ætlað að hafa sterkar stjórnmálaskoðanir, heldur líkt og konungur á hann að vera hlutlaus úrskurðaraðili, og með beinum kosningum óháðum stjórnmálaflokkum og þingi er hann bundinn engum öðrum en þjóðinni sjálfri. Forseti í eðli sínu er einfaldlega ekki vinur þingsins, heldur þvert á móti. Forseti Íslands er hamar þjóðarinnar gegn þinginu. Forseti sem er vinsæll meðal þingmanna er að öllum líkindum forseti sem er ekki að sinna sínu starfi eins og honum er ætlað. Sannleikur sem fyrrverandi Forseti Hr. Ólafur Ragnar Grímsson skildi vel. Enda hikaði hann ekki við það að nota völd sýn þegar þörf þótti á. Hvort sem það var í Fjölmiðlafrumvarpinu árið 2004 eða í Icesave deilunni á sínum tíma. Ef Forseti Íslands sinnir sínu starfi eins og honum er ætlað að gera, þá er íslenska stjórnkerfið virkilega gott kerfi, sem skiptir ríkisvaldi á þann hátt að ríkisstjórnin ætti í rauninni aldrei að geta unnið gegn hag þjóðarinnar. Forseti Íslands hefur ekkert vald til þess að koma inn breytingum beint, en það sem hann hefur eru tól til þess að stöðva breytingar þingsins sem meirihluti þjóðar er ekki samþykkur. Því á það ekki að skipta neinu máli hversu lengi forseti situr á sínum stóli svo lengi sem það er hægt að reiða á hann til þess að taka upp hanskann fyrir þjóðinni þegar þörf er á. En auðvitað á þjóðin ekki að hika við það að losa sig við hann í næstu kosningum ef hann gerir það ekki. Það er því mín skoðun að þegar áberandi meirihluti þjóðarinnar stendur í andstöðu gegn sölu Íslandsbanka, aðild að orkupökkum eða þegar ákveðinn „Grenjandi minnihluti“ lætur í sér heyra, þá hefur Forseti Íslands lýðræðislega skildu gagnvart þjóðinni til þess að stíga inn fyrir hennar hönd. Sá forseti sem ekki gerir sig líklegan til þess að standa upp fyrir þeirri þjóð sem starf hans reiðir á, hefur litla ástæðu til þess að sitja áfram sem kjörinn fulltrúi þjóðarinnar og það er lýðræðisleg skylda þjóðarinnar að losa sig við hann.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun