Til hvers er forsetinn? Sigurður Hjartarson skrifar 26. janúar 2021 17:01 Á öldum byltinga, þegar konungsvald í Evrópu féll hvert á eftir öðru varð það fljótt ljóst fyrir konungssinnum alls staðar, að tími einvaldsins var búinn og ef ætti að halda í einhverja konungsstjórn yrði að reyna að hitta þá byltingarsinna einhvers staðar í miðjunni og koma fyrir nýju stjórnarskipulagi, þar sem völd konungs væru skert og hlutverk hans í ríkinu endurhugsuð. Urðu þá til þessi svo kölluðu stjórnarskrárbundin konungsveldi, þar sem framkvæmdavald ríkisins var fyrst og fremst í höndum þingsins. Þá komu til mikilvægar spurningar eins og hvaða hlutverki gegnir konungur í þessu nýja stjórnarskipulagi? Ef konungur átti að vera áfram með völd þurfti hann að þjóna einhverjum tilgangi. Af hverju þarf kóng? Lengi vel voru þessar spurningar rökræddar, áður en svör náðust og menn voru sammála. Fyrir rest var komist að þeirri niðurstöðu að hlutverk konungs væri að hann þjónaði best sínu starfi sem nokkurskonar faðir þjóðarinnar. Hlutlaus úrskurðaraðili sem öll þjóðin gat reitt sig á. Litið var svo á að ekki væri hægt að spilla konungi þar sem hann sat á sínum stóli til dauðadags og allt sem þótti í hag lands og þjóðar hlyti því einnig að vera í hag hans. Konungur var tákn stöðugleika sem var gefið allskonar völd til þess að refsa þinginu ef það færi gegn hag lands og þjóðar. Fyrstu Stjórnarskrár Íslands voru í raun skrifaðar með þetta undirstöðuatriði í huga. Íslenska Alþingið sæi um alla daglegu stjórn landsins og ráðherra Íslands, seinna forsætisráðherra sat sem æðsti fulltrúi þingsins, en danakonungur hélt þeim völdum sem leyfðu honum stíga inn í ef honum þætti svo þurfa. Þegar Íslendingar fengu síðan sjálfstæði árið 1944 þurfti að skrifa nýja stjórnarskrá sem gerði ekki ráð fyrir konungsstjórn. Ísland var búið að vera fullvalda ríki í 26 ár og óþarfi þótti að gjörbreyta íslensku ríkisstjórninni eftir sjálfstæði. Alþingið starfaði því áfram af mestu leiti óbreytt, helstu breytingar í stjórnarskránni má segja að hafi verið í myndun forsætisstóls. Allar helstu skyldur og völd sem áður höfðu verið í höndum konungs voru nú gefnar Forseta Íslands. En það vekur upp nokkrar spurningar. Hvert er hlutverk forsetans? Hvaða tilgangi þjónar Forseti Íslands í nútíma lýðræði? Er hann gripur fortíðar, gefið völd sem konungur átti aldrei að hafa til þess að byrja með, sem þjóna engu öðru hlutverki en til þess að stríða gegn því sem annars er frjálst lýðræðislegt ferli? Eða þjónar hann mikilvægum parti í að halda heilsu og stöðugleika íslenska ríkisins? Til hvers er Forseti Íslands? Flestir vita hvaða hlutverki Forseti Íslands gegnir í utanríkismálum en í stuttu máli þá er hann þjóðhöfðingi Íslands og gegnir mikilvægu landkynningarhlutverki þar sem hann er fulltrúi þjóðar í opinberum og óopinberum erindum um heim allan. Hittir m.a. þjóðhöfðingja og myndar og mótar leiðir í myndun alþjóðatengsla. En það sem er áhugavert við Forsetann eru völd hans innanlands. Forseti hefur synjunarvald fyrir allar ákvarðanir Alþingis. Hann getur kallað fram þjóðaratkvæðisgreiðslur, hann getur lagt niður ríkisstjórnina og skipað í utanþingsstjórn og þegar þingkostningar eru yfirstaðnar þá er það hans hlutverk að skipa ráðherra í ríkisstjórn. Þegar fram liðu aldir fóru skoðanir fólks á konungsvaldi að breytast. Í dag er það nokkur sameiginlegur skilningur í þeim fáu konungsríkjum sem eftir eru að hvorki konungur né drottning eigi að skipta sér af stjórnmálum yfir höfuð. Flest öll völdin sem þau tæknilega hafa, eiga ekki að vera notuð undir neinum kringumstæðum. Hér á Íslandi hafa skoðanir okkar á forsetavaldi einnig líkt og með konungsvaldið farið hægt og sígandi sömu leið. Í dag er ekki ætlast til þess að forseti skipti sér of mikið af stjórnarmyndun heldur leyfi þinginu að ráða för. Synjunarvald hans er eitthvað sem á að nota sem minnst og oftast er ætlast til þess að forseti sé helst ekki að nota völd sín sem honum eru þó gefin samkvæmt stjórnarskrá okkar. Að mínu mati er þetta ekki réttur hugsunarháttur. Ég tel það vera í hag þjóðarinnar að vera með forseta sem er óragur við að nota öll þau völd sem standa honum til boða því Forseti Íslands er kosinn beint af íslensku þjóðinni í þeim tilgangi til þess að starfa sem fulltrúi hennar gegn þinginu. Þó svo að það sé erfitt að gera sér grein fyrir því hvort að þeir sem skrifuðu stjórnarskrána á sínum tíma hafi áttað sig á því eða ekki. En með því að gefa forseta öll völd konungs erfði hann það hlutverk sem upprunalega var ætlað konungi. Forseti Íslands sinnir föðurhlutverki þjóðarinnar. Honum er ekki ætlað að taka reglulegan þátt í stjórnarhlutverki þingsins heldur á hann að horfa yfir það í fjarska. Honum var gefið tól til þess að stoppa þingið þegar það tekur ákvarðanir gegn vilja eða hag þjóðarinnar. Forseta er ekki ætlað að hafa sterkar stjórnmálaskoðanir, heldur líkt og konungur á hann að vera hlutlaus úrskurðaraðili, og með beinum kosningum óháðum stjórnmálaflokkum og þingi er hann bundinn engum öðrum en þjóðinni sjálfri. Forseti í eðli sínu er einfaldlega ekki vinur þingsins, heldur þvert á móti. Forseti Íslands er hamar þjóðarinnar gegn þinginu. Forseti sem er vinsæll meðal þingmanna er að öllum líkindum forseti sem er ekki að sinna sínu starfi eins og honum er ætlað. Sannleikur sem fyrrverandi Forseti Hr. Ólafur Ragnar Grímsson skildi vel. Enda hikaði hann ekki við það að nota völd sýn þegar þörf þótti á. Hvort sem það var í Fjölmiðlafrumvarpinu árið 2004 eða í Icesave deilunni á sínum tíma. Ef Forseti Íslands sinnir sínu starfi eins og honum er ætlað að gera, þá er íslenska stjórnkerfið virkilega gott kerfi, sem skiptir ríkisvaldi á þann hátt að ríkisstjórnin ætti í rauninni aldrei að geta unnið gegn hag þjóðarinnar. Forseti Íslands hefur ekkert vald til þess að koma inn breytingum beint, en það sem hann hefur eru tól til þess að stöðva breytingar þingsins sem meirihluti þjóðar er ekki samþykkur. Því á það ekki að skipta neinu máli hversu lengi forseti situr á sínum stóli svo lengi sem það er hægt að reiða á hann til þess að taka upp hanskann fyrir þjóðinni þegar þörf er á. En auðvitað á þjóðin ekki að hika við það að losa sig við hann í næstu kosningum ef hann gerir það ekki. Það er því mín skoðun að þegar áberandi meirihluti þjóðarinnar stendur í andstöðu gegn sölu Íslandsbanka, aðild að orkupökkum eða þegar ákveðinn „Grenjandi minnihluti“ lætur í sér heyra, þá hefur Forseti Íslands lýðræðislega skildu gagnvart þjóðinni til þess að stíga inn fyrir hennar hönd. Sá forseti sem ekki gerir sig líklegan til þess að standa upp fyrir þeirri þjóð sem starf hans reiðir á, hefur litla ástæðu til þess að sitja áfram sem kjörinn fulltrúi þjóðarinnar og það er lýðræðisleg skylda þjóðarinnar að losa sig við hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forseti Íslands Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Á öldum byltinga, þegar konungsvald í Evrópu féll hvert á eftir öðru varð það fljótt ljóst fyrir konungssinnum alls staðar, að tími einvaldsins var búinn og ef ætti að halda í einhverja konungsstjórn yrði að reyna að hitta þá byltingarsinna einhvers staðar í miðjunni og koma fyrir nýju stjórnarskipulagi, þar sem völd konungs væru skert og hlutverk hans í ríkinu endurhugsuð. Urðu þá til þessi svo kölluðu stjórnarskrárbundin konungsveldi, þar sem framkvæmdavald ríkisins var fyrst og fremst í höndum þingsins. Þá komu til mikilvægar spurningar eins og hvaða hlutverki gegnir konungur í þessu nýja stjórnarskipulagi? Ef konungur átti að vera áfram með völd þurfti hann að þjóna einhverjum tilgangi. Af hverju þarf kóng? Lengi vel voru þessar spurningar rökræddar, áður en svör náðust og menn voru sammála. Fyrir rest var komist að þeirri niðurstöðu að hlutverk konungs væri að hann þjónaði best sínu starfi sem nokkurskonar faðir þjóðarinnar. Hlutlaus úrskurðaraðili sem öll þjóðin gat reitt sig á. Litið var svo á að ekki væri hægt að spilla konungi þar sem hann sat á sínum stóli til dauðadags og allt sem þótti í hag lands og þjóðar hlyti því einnig að vera í hag hans. Konungur var tákn stöðugleika sem var gefið allskonar völd til þess að refsa þinginu ef það færi gegn hag lands og þjóðar. Fyrstu Stjórnarskrár Íslands voru í raun skrifaðar með þetta undirstöðuatriði í huga. Íslenska Alþingið sæi um alla daglegu stjórn landsins og ráðherra Íslands, seinna forsætisráðherra sat sem æðsti fulltrúi þingsins, en danakonungur hélt þeim völdum sem leyfðu honum stíga inn í ef honum þætti svo þurfa. Þegar Íslendingar fengu síðan sjálfstæði árið 1944 þurfti að skrifa nýja stjórnarskrá sem gerði ekki ráð fyrir konungsstjórn. Ísland var búið að vera fullvalda ríki í 26 ár og óþarfi þótti að gjörbreyta íslensku ríkisstjórninni eftir sjálfstæði. Alþingið starfaði því áfram af mestu leiti óbreytt, helstu breytingar í stjórnarskránni má segja að hafi verið í myndun forsætisstóls. Allar helstu skyldur og völd sem áður höfðu verið í höndum konungs voru nú gefnar Forseta Íslands. En það vekur upp nokkrar spurningar. Hvert er hlutverk forsetans? Hvaða tilgangi þjónar Forseti Íslands í nútíma lýðræði? Er hann gripur fortíðar, gefið völd sem konungur átti aldrei að hafa til þess að byrja með, sem þjóna engu öðru hlutverki en til þess að stríða gegn því sem annars er frjálst lýðræðislegt ferli? Eða þjónar hann mikilvægum parti í að halda heilsu og stöðugleika íslenska ríkisins? Til hvers er Forseti Íslands? Flestir vita hvaða hlutverki Forseti Íslands gegnir í utanríkismálum en í stuttu máli þá er hann þjóðhöfðingi Íslands og gegnir mikilvægu landkynningarhlutverki þar sem hann er fulltrúi þjóðar í opinberum og óopinberum erindum um heim allan. Hittir m.a. þjóðhöfðingja og myndar og mótar leiðir í myndun alþjóðatengsla. En það sem er áhugavert við Forsetann eru völd hans innanlands. Forseti hefur synjunarvald fyrir allar ákvarðanir Alþingis. Hann getur kallað fram þjóðaratkvæðisgreiðslur, hann getur lagt niður ríkisstjórnina og skipað í utanþingsstjórn og þegar þingkostningar eru yfirstaðnar þá er það hans hlutverk að skipa ráðherra í ríkisstjórn. Þegar fram liðu aldir fóru skoðanir fólks á konungsvaldi að breytast. Í dag er það nokkur sameiginlegur skilningur í þeim fáu konungsríkjum sem eftir eru að hvorki konungur né drottning eigi að skipta sér af stjórnmálum yfir höfuð. Flest öll völdin sem þau tæknilega hafa, eiga ekki að vera notuð undir neinum kringumstæðum. Hér á Íslandi hafa skoðanir okkar á forsetavaldi einnig líkt og með konungsvaldið farið hægt og sígandi sömu leið. Í dag er ekki ætlast til þess að forseti skipti sér of mikið af stjórnarmyndun heldur leyfi þinginu að ráða för. Synjunarvald hans er eitthvað sem á að nota sem minnst og oftast er ætlast til þess að forseti sé helst ekki að nota völd sín sem honum eru þó gefin samkvæmt stjórnarskrá okkar. Að mínu mati er þetta ekki réttur hugsunarháttur. Ég tel það vera í hag þjóðarinnar að vera með forseta sem er óragur við að nota öll þau völd sem standa honum til boða því Forseti Íslands er kosinn beint af íslensku þjóðinni í þeim tilgangi til þess að starfa sem fulltrúi hennar gegn þinginu. Þó svo að það sé erfitt að gera sér grein fyrir því hvort að þeir sem skrifuðu stjórnarskrána á sínum tíma hafi áttað sig á því eða ekki. En með því að gefa forseta öll völd konungs erfði hann það hlutverk sem upprunalega var ætlað konungi. Forseti Íslands sinnir föðurhlutverki þjóðarinnar. Honum er ekki ætlað að taka reglulegan þátt í stjórnarhlutverki þingsins heldur á hann að horfa yfir það í fjarska. Honum var gefið tól til þess að stoppa þingið þegar það tekur ákvarðanir gegn vilja eða hag þjóðarinnar. Forseta er ekki ætlað að hafa sterkar stjórnmálaskoðanir, heldur líkt og konungur á hann að vera hlutlaus úrskurðaraðili, og með beinum kosningum óháðum stjórnmálaflokkum og þingi er hann bundinn engum öðrum en þjóðinni sjálfri. Forseti í eðli sínu er einfaldlega ekki vinur þingsins, heldur þvert á móti. Forseti Íslands er hamar þjóðarinnar gegn þinginu. Forseti sem er vinsæll meðal þingmanna er að öllum líkindum forseti sem er ekki að sinna sínu starfi eins og honum er ætlað. Sannleikur sem fyrrverandi Forseti Hr. Ólafur Ragnar Grímsson skildi vel. Enda hikaði hann ekki við það að nota völd sýn þegar þörf þótti á. Hvort sem það var í Fjölmiðlafrumvarpinu árið 2004 eða í Icesave deilunni á sínum tíma. Ef Forseti Íslands sinnir sínu starfi eins og honum er ætlað að gera, þá er íslenska stjórnkerfið virkilega gott kerfi, sem skiptir ríkisvaldi á þann hátt að ríkisstjórnin ætti í rauninni aldrei að geta unnið gegn hag þjóðarinnar. Forseti Íslands hefur ekkert vald til þess að koma inn breytingum beint, en það sem hann hefur eru tól til þess að stöðva breytingar þingsins sem meirihluti þjóðar er ekki samþykkur. Því á það ekki að skipta neinu máli hversu lengi forseti situr á sínum stóli svo lengi sem það er hægt að reiða á hann til þess að taka upp hanskann fyrir þjóðinni þegar þörf er á. En auðvitað á þjóðin ekki að hika við það að losa sig við hann í næstu kosningum ef hann gerir það ekki. Það er því mín skoðun að þegar áberandi meirihluti þjóðarinnar stendur í andstöðu gegn sölu Íslandsbanka, aðild að orkupökkum eða þegar ákveðinn „Grenjandi minnihluti“ lætur í sér heyra, þá hefur Forseti Íslands lýðræðislega skildu gagnvart þjóðinni til þess að stíga inn fyrir hennar hönd. Sá forseti sem ekki gerir sig líklegan til þess að standa upp fyrir þeirri þjóð sem starf hans reiðir á, hefur litla ástæðu til þess að sitja áfram sem kjörinn fulltrúi þjóðarinnar og það er lýðræðisleg skylda þjóðarinnar að losa sig við hann.
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar