Magnús vann lagið með söngkonunni Varsha Vinn en hún syngur lagið og er með plötusamning við útgáfurisann Sony Music. Magnús býr í Los Angeles þar sem hann semur tónlist og nýtur lífsins. Lagið var gefið út föstudaginn í janúar og hefur fengið góðar viðtökur og talsverða spilun síðan.
Upprunalega lagið með Swedish House Mafia og söngvaranum John Martin er gríðarlega vinsælt út um allan heim en það kom út árið 2012. Magnús og Varsha ákváðu að setja lagið í öðruvísi búning og er lagið aðeins rólegra en upprunalega útgáfan.

Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.