Dennis, sem er 21 árs, framkvæmdi gólfæfingarnar í viðureign UCLA (University of California, Los Angeles) og Arizona State um helgina.
Hún sagði að æfingarnar væru óður menningar svartra og framkvæmdi þær meðal annars undir tónlist Kendricks Lamar, Missy Elliott, Dr. Dre og Tupac.
Dennis fékk 9.95 í einkunn fyrir æfingarnar og sú einkunn hjálpaði UCLA að sigra Arizona State í fyrsta leik tímabilsins. Ekki nóg með það heldur sigraði Dennis hug og hjörtu fólks um allan heim með æfingunum.
„Þessar æfingar endurspegla allt sem ég er í dag sem kona og að sjálfsögðu þurfti ég að blanda mörgum þáttum minnar menningar inn í þær,“ sagði Dennis.
Meðal þeirra sem lýstu yfir velþóknun sinni á æfingum Dennis var Simone Biles, sigursælasta fimleikakona allra tíma, og Missy Elliott.
okay @DennisNia do the damn thing girl this was so fun to watch! keep killing it! https://t.co/eDntwMpC4R
— Simone Biles (@Simone_Biles) January 24, 2021
Snappin
— Missy Elliott (@MissyElliott) January 24, 2021
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Dennis vekur athygli fyrir glæsilegar æfingar en hún gerði það einnig í fyrra. Þá framkvæmdi hún æfingar við tónlist Beyoncés og fékk meðal annars hrós frá söngkonunni Aliciu Keys og Kamölu Harris, núverandi varaforseta Bandaríkjanna.
A homecoming performance that would make @Beyonce proud! @DennisNia made us lose our breath with her 9.975 on floor exercise last weekend in Pauley.
— UCLA Gymnastics (@uclagymnastics) February 28, 2020
Who else is crazy in love with her routine? pic.twitter.com/XE4VvTrZOK