Furðar sig á seinagangi við upptöku skimana fyrir ristilkrabbameini Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. janúar 2021 10:06 Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. vísir Öll Norðurlöndin utan Íslands eru með reglubundna skimun fyrir krabbameini í ristli. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins furðar sig á því að sú skimun hafi ekki verið tekin upp þegar þjónustan færðist til heilsugæslunnar. Skimanir fyrir leghálskrabbameini færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar um áramótin. Í nokkur ár hefur verið til umræðu að taka upp reglubundna skimun á ristilkrabbameini og hefur slíkt raunar áður verið boðað. „Það sem við hefðum mjög gjarnan viljað sjá í sambandi við þessar breytingar núna væri að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi væri tekin upp. Það er breyting sem nauðsynlega þarf að gera hér á landi,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Krabbameinsfélagið vann með heilbrigðisráðuneytinu að undirbúningi slíkra skimana árin 2016 og 2017. „Í upphafi árs 2018 buðumst við til að prufukeyra það ferli og af því varð ekki,“ segir Halla. Að sögn heilbrigðisráðuneytisins kemur til greina að hefja skimanir að einhverju leyti á næsta ári.vísir/Vilhelm Í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að tillögur skimunarráðs um málið hafi verið til skoðunar síðan í október. Þar eru lagðar til útfærslur um innleiðingu skimana í áföngum. Samkvæmt tillögunum er miðað við að skima fyrst einstaklinga frá 60-69 ára aldri og svo 50-74 ára ef vel tekst til. Þetta virðist þó ekki á dagskrá á allra næstunni en í svari ráðuneytisins segir að það eigi eftir að kostnaðarmeta fyrirkomulagið. Það þurfi að gera áður en ný fjármálaáætlun til fimm ára verður lögð fram. Ráðuneytið telur þó koma til greina að hefja skimanir í einhverjum mæli á næsta ári. Halla segir þennan undirbúning hafa staðið yfir í mörg ár. „Og það er búið að verja til undirbúnings tugum milljóna án þess að þetta hafi komist í framkvæmd. Við erum orðin eftirbátar allra Norðurlandanna og við missum einn til tvo einstaklinga úr þessu krabbameini í hverri einustu viku þannig þetta er mjög brýnt mál.“ Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Skimanir fyrir leghálskrabbameini færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar um áramótin. Í nokkur ár hefur verið til umræðu að taka upp reglubundna skimun á ristilkrabbameini og hefur slíkt raunar áður verið boðað. „Það sem við hefðum mjög gjarnan viljað sjá í sambandi við þessar breytingar núna væri að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi væri tekin upp. Það er breyting sem nauðsynlega þarf að gera hér á landi,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Krabbameinsfélagið vann með heilbrigðisráðuneytinu að undirbúningi slíkra skimana árin 2016 og 2017. „Í upphafi árs 2018 buðumst við til að prufukeyra það ferli og af því varð ekki,“ segir Halla. Að sögn heilbrigðisráðuneytisins kemur til greina að hefja skimanir að einhverju leyti á næsta ári.vísir/Vilhelm Í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að tillögur skimunarráðs um málið hafi verið til skoðunar síðan í október. Þar eru lagðar til útfærslur um innleiðingu skimana í áföngum. Samkvæmt tillögunum er miðað við að skima fyrst einstaklinga frá 60-69 ára aldri og svo 50-74 ára ef vel tekst til. Þetta virðist þó ekki á dagskrá á allra næstunni en í svari ráðuneytisins segir að það eigi eftir að kostnaðarmeta fyrirkomulagið. Það þurfi að gera áður en ný fjármálaáætlun til fimm ára verður lögð fram. Ráðuneytið telur þó koma til greina að hefja skimanir í einhverjum mæli á næsta ári. Halla segir þennan undirbúning hafa staðið yfir í mörg ár. „Og það er búið að verja til undirbúnings tugum milljóna án þess að þetta hafi komist í framkvæmd. Við erum orðin eftirbátar allra Norðurlandanna og við missum einn til tvo einstaklinga úr þessu krabbameini í hverri einustu viku þannig þetta er mjög brýnt mál.“
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira